Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 8

Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 ÁRMÚLI 17 533 12 34 WWW.ISOL.IS Batterís Höggborvél Batterís Skrúfvél Batterís Borvél Batterís Borvél Batterís Stingsög Batterís Sleðasög Batterí Hleðslutæki Batterí - Borvél 10,8VBatterís Borvél 10,8V Þyngd 2,1 kg m. magasíni og batteríi. Hægt að slökkva á höggi, Þyngd 2,6 kg m. batteríi. 4 gírar, 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,8 kg m. batteríi. 2 gírar. 1,5-13mm patróna. Þyngd 1,7 kg m. batteríi. 1500-3800 str/min, Þyngd 2,4kg m. batteríi. Gengur á 1 eða 2 batteríum og afköstin eru á við snúrusög. 18V 5,2Ah-Li Ion batterí. Mjög fyrirferðarlítið, veggfesting og einfalt að koma snúrunni fyrir 2 gírar og 12 torkstillingar, 10,8V. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Þyngd 0,9kg með 2,6Ah batteríi. Kemur í tösku með hleðslutæki og 2 batteríum. Verð: 70.921 kr. með VSKVerð: 60.547 kr. með VSK Verð: 47.421 kr. með VSKVerð: 55.255 kr. með VSK Verð: 96.325 kr. með VSKVerð: 65.416 kr. með VSK Verð: 11.427 kr. með VSK Verð: 20.562 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Verð: 45.094 kr. með VSK Geð guma varð strax annað þegarglitti í vor í gær og engu breytti þótt allir þekki að Mars sé hvik- lyndur, skipti ótt skapi og ekki að treysta.    Lægðirnar, sem í langri lest, hafaátt sviðið síðustu vikurnar, heyra nú sögunni til.    Það þurftiaðeins einn glaðbeitt- an dag til að sannfæra þjóð- ina um það.    Maðurinn á bensínstöðinni sagðiað auðvitað myndum við samt fá páskahret, eins og vant væri.    En hann sagði það bæði sæll ogsigurviss, eins og páskahret væri veður sem þyrfti ekki að gera veður úr.    Staksteinar keyrðu um borgina ogveltu fyrir sér hvert myndi skemmtilegast að skjótast innanlands í sumar.    Þeir höfðu ekki lengi ekið þegarþað val hafði einfaldast veru- lega.    Eftir borgaraksturinn voru ölláform um að skoða Holuhraun úr sögunni.    Það þurfti ekki að fara yfir lækinntil að sækja í það vatnið.    En úr borginni skal halda, þó ekkitil annars en að vera ekki fyrir á meðan borgarfulltrúarnir eyði- leggja Grensásveginn.    Hofsvallagatan er enn í rúst eftirþá, þó að fuglahúsin hafi horfið. Holumynd úr borginni. Holótt stjórnun STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.3., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 heiðskírt Akureyri 3 alskýjað Nuuk -7 heiðskírt Þórshöfn 6 þoka Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 8 heiðskírt Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 7 þoka London 12 þoka París 17 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 13 heiðskírt Berlín 16 heiðskírt Vín 12 skýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 13 léttskýjað Madríd 13 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 12 súld Aþena 11 léttskýjað Winnipeg 1 léttskýjað Montreal -2 snjókoma New York 13 heiðskírt Chicago 4 léttskýjað Orlando 26 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:36 19:36 ÍSAFJÖRÐUR 7:41 19:41 SIGLUFJÖRÐUR 7:24 19:24 DJÚPIVOGUR 7:06 19:06 Konráð Guðmundsson, fyrrverandi hótelstjóri Hótels Sögu, lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 12. mars síðastliðinn. Konráð fæddist í Merkigarði á Stokks- eyri 28. apríl 1930. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson íshússtjóri og Þorbjörg Ásgeirsdóttir hús- freyja. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í hópi bræðra sinna, þeirra Sveinbjörns, Ásgeirs og Björgvins. Konráð steig sín fyrstu spor sem starfsmaður hótels innan við ferm- ingu á Hótel Stokkseyri. Hann lauk námi frá Hótel- og veitingaskólanum árið 1949. Hann starfaði sem fram- kvæmdastjóri Lídó, sem þá var vin- sæll skemmtistaður í Skaftahlíð, um árabil. Konráð starfaði lengst af sem hótelstjóri á Hótel Sögu eða frá árinu 1964 til 1990 en þá tók hann við starfi framkvæmdastjóra Bændahallarinnar og gegndi því til ársins 2000. Konráð setti mark sitt á hótel- og veitingarekstur á Íslandi. Hann lagði sérstaka alúð við nýársdansleiki sem haldnir voru í Súlnasal Hótels Sögu og voru árum saman fastur liður í sam- kvæmislífi Reykvík- inga. Konráð gegndi ýms- um trúnaðarstörfum í félagsmálum svo sem í stjórn Félags bryta 1956-1960 og í stjórn Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda frá 1965-1973. Hann var formaður sambandsins frá 1968. Konráð sat einnig í skólanefnd Hót- el- og veitingaskólans frá 1972 til 1980 og var formaður hennar í fjög- ur ár. Þá sat hann einnig í Ferða- málaráði og framkvæmdastjórn VSÍ. Konráð var kvæntur Eddu Löv- dal, f. 14. ágúst 1929, d. 7. nóvember 2014. Börn þeirra eru: Þór hagfræð- ingur, kvæntur Karen Þórsteins- dóttur, Bryndís hjúkrunarfræðing- ur og Konráð dýralæknir, kvæntur Ólafíu Sigríði Hjartardóttur. Barnabörnin eru tíu talsins og barnabarnabörnin átta. Andlát Konráð Guðmundsson Félagsmenn í Rafiðnaðarsamband- inu sem starfa hjá RÚV sam- þykktu vinnustöðvun hjá Ríkis- útvarpinu með miklum meirihluta eða 95,7%, en atkvæðagreiðslunni lauk í gær. „Það þýðir að félagsmenn okkar hjá Ríkisútvarpinu, tæknimenn og aðrir, munu leggja niður störf 26. mars klukkan sex að morgni til mánudagsins þar á eftir. Farið verður í tvær slíkar tarnir, sú síð- ari verður fimmtudaginn 9. apríl. Síðan munum við leggja ótíma- bundið niður störf 24. apríl. Þetta mun hafa töluverð áhrif þar inn- andyra ef samningar nást ekki fyrir þann tíma,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. RÍ boðar verkfall á RÚV í lok mars Vélbáturinn Kári AK-033 var í gær dreginn á flot í Hvammsvík í Hval- firði en báturinn strandaði þar mannlaus á laugardag eftir að hafa dregið legufærin talsverða leið undan ofsaveðrinu sem þá gekk yf- ir. Dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík var notaður til að draga bátinn á flot, en varðskipið Þór var á svæðinu og áhöfn skipsins aðstoð- aði við undirbúning og verkið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Á strandstað Vélbáturinn Kári AK á strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði. Vélbátur dreginn á flot í Hvalfirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.