Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
VAKANDI!VERTU
blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR
36% þeirra sem beita drengi
kynferðislegu ofbeldi
eru ókunnugir karlar.
35% afsláttur af öskjummeð PowercellSerumi og maska
HELENA RUBINSTEIN KYNNING
Í SNYRTIVÖRUVERSLUNINNI GLÆSIBÆ
MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS
Glæsilegur kaupauki* þegar þú kaupir HR krem eða 2 vörur.
*Gildir ekki með Nudit eða blýöntum. Einn kaupauki á viðskiptavin meðan birgðir endast.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
20% afsláttur af öllum förðum.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Vertu vinur okkar á Facebook St.36–42
Ný skósending
Tilboðsverð
á sýningarbílum
frá 8.490.000 kr.
Komdu í dag og skoðaðu þennan magnaða jeppa, við tökum gamla bílinn uppí.
Það er kominn nýr meðlimur í
Jeep fjölskylduna
Þverholt 6 - 270 Mosfellsbæ - Sími 534 4433 - www.isband.is - Opið alla virka daga frá 10-18, laugardaga 11-15
Frumsýnum
stórglæsilegan Jeep
Cherokee, litli bróðir
mest verðlaunaða
jeppa í heimi Jeep
Grand Cherokee.
Alvöru jeppi, hlaðinn
lúxus og tæknibúnaði
t.d. leggur sjálfur í
stæði, adaptive cruise
control og blind spot
detection.
Laugavegi 63 • S: 551 4422
Skoðið laxdal.is
Buxur - Buxur
fyrir allar konur
GERRY WEBER - GARDEUR
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Við erum að skoða hvort þörf sé á
að gera breytingar hjá skattrann-
sóknarstjóra á ábendingahnappnum
sem embættið hefur haldið úti, í
kjölfar nýlegra úrskurða Persónu-
verndar,“ segir Bryndís Kristjáns-
dóttir, skattrannsóknarstjóri rík-
isins.
Eftir að Persónuvernd úrskurð-
aði að hnappur á heimasíðu
Tryggingastofnunar væri ólöglegur
þurfti sú stofnun að fjarlægja
hnappinn. Hægt var að tilkynna um
bótasvik í gegnum hnappinn og
komu um 10% allra mála TR í
gegnum ábendingarhnappinn.
Bryndís segir að töluvert berist
af ábendingum til embættisins um
meint skattundanskot, hvort sem er
í gegnum ábendingahnappinn, með
tölvupósti, með símtali, bréfleiðis
eða með komu á skrifstofuna.
„Ábendingum hefur farið fjölg-
andi undanfarin ár. Sumar ábend-
inganna berast embættinu undir
nafni þess sem þær sendir, en flest-
ar berast undir nafnleynd. Nafn-
lausar ábendingar geta hvort held-
ur er borist bréfleiðis, með símtali,
með komu á skrifstofu embættisins
eða í gegnum ábendingahnappinn á
vefsíðunni.“
Hnappurinn er enn uppi á heima-
síðu Skattrannsóknarstjóra. Bryn-
dís segir að skatturinn geri ekki
greinarmun á því með hvaða hætti
ábendingar berist; hvort þær hafi
verið sendar undir nafni eða ekki.
Fjöldi ábendinga sem bárust
skattrannsóknarstjóra var 332 árið
2014, 283 árið 2013, 223 árið 2012
og 185 árið 2011.
Flestar enda án afskipta
Það sem af er árinu hafa 69
ábendingar borist í gegnum ábend-
ingarhnappinn hjá Vinnumála-
stofnun en þar er einnig tilkynn-
ingahnappur á forsíðunni. Þar
þurfa þeir sem senda ábendingar
að gefa upp nafn.
Samkvæmt upplýsingum frá
stofnuninni var skoðun á 48 ábend-
ingum lokið án afskipta en 21
ábending leiddi til frekari rann-
sóknar. Langstærsti hlutinn af
ábendingum, sem stofnuninni ber-
ast, kemur í gegnum ábending-
arhnappinn og segir Gissur Pét-
ursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, að hnappur-
inn sé stofnuninni mjög mikilvægur
í þeirri eftirlitsvinnu sem hún sinn-
ir.
„Sá sem kvartar þarf að gefa upp
hver hann er en við veitum þeim,
sem hann klagar, ekki upplýsingar
um nafnið. Við gætum trúnaðar,“
segir Gissur.
„Við tökum allar ábendingar og
grennslumst fyrir um hvort það sé
sannleikskorn í þeim en við gerum
það varlega.
Við erum alltaf að skoða og sinn-
um eftirliti, skoðum samfélagsmiðla
og annað til að athuga hvort fólk sé
að vinna. Það er oft þannig að fólk
segir á samfélagsmiðlum að það sé
mjög uppgefið eftir erfiðan vinnu-
dag, þótt það sé á bótum hjá okkur.
Fólk gleymir sér stundum. En við
erum að reyna að fá almenning með
okkur til að sinna eftirliti með svik-
urum. Við getum ekki haldið úti
spæjurum í fullri vinnu en ef fólki
ofbýður það sem það heyrir eða sér
þá lætur það yfirleitt vita af því.“
Trúnaðar gætt við kvörtun
Ábendinga-
hnappar nauðsyn-
legir til að hafa
uppi á svikurum
Gissur
Pétursson
Bryndís
Kristjánsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Svik 332 ábendingar bárust skattrannsóknarstjóra árið 2014.
- með morgunkaffinu