Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Cindy
Verð 37.500.- stk.
Take
Verð 14.900.- stk.
BOURGIE
svartur, glær
Verð 42.900.- stk.
Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is
Tímalaus
ar fermingar
gjafir frá
Componibili
hirslur
Verð 22.900,- stk.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég passa upp á að hafanóg að gera, það skiptirmáli fyrir fólk á mínumaldri. Ég vorkenni fólki
sem hefur ekkert fyrir stafni. Ég er
orðinn 76 ára og er við góða heilsu, ég
vinn við þetta alla daga, bæði bók-
bandið og smíðarnar,“ segir Vigfús
Ólafsson þúsundþjalasmiður sem
lætur sér aldrei leiðast þó hann sé
kominn á eftirlaunaaldur og búi einn.
Hann er fæddur og uppalinn á Reyð-
arfirði en flutti til Reykjavíkur þegar
hann var 62 ára.
„Þegar ég sá fram á að þurfa að
hætta að vinna þá var ég ákveðinn í
að læra bókband. Þetta er fjórði vet-
urinn minn núna sem ég er í bók-
bandsnámi hjá Reykjavíkurborg og
þar læri ég hjá Hildi Jónsdóttur sem
er feikilega flinkur bókbindari. Ég
ólst upp við bókband heima á Reyð-
arfirði því afi minn var bókbindari.
Það er langt síðan ég fór að safna
óinnbundnum bókum sem þurfti að
laga og ég hef viðað að mér verkfær-
um á löngum tíma. Ég hélt meðal
annars upp á gömlu verkfærin hans
afa og þau eru enn nothæf,“ segir
Vigfús og dregur fram ævagamlan
leðurhníf sem hann segir sennilega
vera um 150 ára. Einnig á hann nokk-
ur forn falsbein sem búin eru til úr
nautslegg, en falsbein er notað í bók-
bandinu til að strjúka meðfram þar
sem búið er að líma. Og uppi í hillu er
forláta saumstóll frá 1890.
Fékk lánaðar bækur og
skilaði þeim uppgerðum
Vigfús hefur gert við margar
gamlar bækur, m.a. bækur á bóka-
safninu á Reyðarfirði sem hann tók á
sínum tíma laskaðar að láni, las þær
Vorkenni þeim sem
hafa ekkert fyrir stafni
Þúsundþjalasmiðurinn Vigfús Ólafsson hefur smíðað margt yfir ævina, bæði úr tré
og járni, en hann hafði starfað í banka bróðurpartinn af starfsævinni. Hann lærði
bókband eftir að hann hætti að vinna og breytir líka mjólkurfernum í leikföng.
Ljósmynd/Alexandra Ýr Þórisdóttir
Bílastelpa Vigfús smíðaði bíl handa langafabarni sínu, Þóreyju Lilju
Clausen Andradóttur, en samskonar bíl smíðaði hann handa afa hennar.
Fagrar bækur Sýnishorn nokkurra bóka sem Vigfús hefur bundið inn.
Bækurnar Orðbragð eftir þau Brynju
Þorgeirsdóttur og Braga Valdimar
Skúlason, og Myndasagan – Hetjur,
skrýmsl og skatt-
borgarar eftir Úlf-
hildi Dagsdóttur,
verða kynntar í
hádegisfyrirlestri
í Grófarhúsi
Borgarbóka-
safnsins við
Tryggvagötu kl.
12.15-13 í dag.
Bækur þessar
eru á meðal
þeirra tíu bóka
sem tilnefndar voru til viður-
kenningar Hagþenkis 2014 en verð-
launin voru afhent í byrjun mánaðar-
ins.
Erindin eru þau fyrstu í nýrri fyrir-
lestraröð þar sem Hagþenkir í sam-
starfið við Bókmenntaborg UNESCO
og Borgarbókasafnið kynnir fræðirit,
námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs
efnis til almennings sem þykja skara
fram úr.
Í umsögn um bók Úlfhildar segir
að þar sé á ferð brautryðjandaverk
um sögu og menningarlega stöðu
vanmetinnar bókmenntagreinar hér-
lendis sem varpi m.a. ljósi á íslensk-
ar myndasögur.
Í umsögn um Orðbragð Brynju og
Braga segir að í þeirri bók sé fersk
og skemmtileg nálgun að íslenskri
tungu og að fróðleik og umræðu um
álitamál sé haganlega fléttað saman.
Á vef Borgarbókasafnsins
www.borgarbokasafn.is, er hægt að
sjá hvaða átta aðrar bækur voru til-
nefndar og á hvaða dögum hverjar
þeirra verða kynntar.
Þetta eru bækurnar:
Grímur Thomsen – Þjóðerni,
skáldskapur, þversagnir og vald. Eftir
Kristján Jóhann Jónsson.
Eddukvæði I og II, Jónas Krist-
jánsson og Vésteinn Ólason gáfu út.
Orð að sönnu – íslenskir máls-
hættir og orðskviðir, eftir Jón G. Frið-
jónsson.
Hagræn áhrif ritlistar, eftir Ágúst
Einarsson.
Háskólapælingar, Hugsunin
stjórnar heiminum; Náttúrupælingar,
eftir Pál Skúlason.
Lífríki Íslands – vistkerfi lands og
sjávar, eftir Snorra Baldursson.
Ofbeldi á heimili. Með augum
barna, ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir.
Íslenska fjögur. – Kennslubók í ís-
lensku fyrir framhaldsskóla.
Ragnhildur Richter, Sigríður Stef-
ánsdóttir og Steingrímur Þórðarson
Forlagið.
Vefsíðan www.borgarbokasafn.is
Morgunblaðið/Ómar
Orð Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason með bók sína Orðbragð.
Orðbragðið og hetjur, skrýmsl
og skattborgarar kynnt í dag
Úlfhildur
Dagsdóttir
Lönguninni til að verða betri sjálfrar
sín vegna og annarra virðist hafa
fylgt mannkyninu frá upphafi og hún
birtist í margskonar viðleitni og
markmiðum að sigrast á tilteknum
göllum sínum og að efla kosti. En
hvernig er þetta gert?
Gunnar Hersveinn rithöfundur
fjallar um hvað það þýðir í siðfræði
að byrja á sjálfum sér, á heimspeki-
kaffi í Gerðubergi í Breiðholti í kvöld
kl. 20.
Gunnar ætlar að leiða gesti í lif-
andi umræðu um málefnið: Að byrja á
sjálfum sér, en það er vandasamara
en virðist við fyrstu sýn, það er nefni-
lega miklu auðveldara að byrja á öðr-
um.
Ragnheiður Stefánsdóttir, mann-
auðsráðgjafi og leiðbeinandi á nám-
skeiðum um orkustjórnun, ætlar
einnig að segja frá því á heimspeki-
kaffinu hvernig nálgast megi málið
með því að setja sér markmið og efla
líkamlega, tilfinningalega, hugræna
og andlega orku.
Heimspekikaffið er öllum opið og
kostar ekkert inn.
Heimspekikaffi í Gerðubergi í Breiðholti
Að byrja á sjálfum sér er vanda-
samara en virðist við fyrstu sýn
Morgunblaðið/RAX
Speglun Þó að þessi svanur hafi séð sjálfan sig í glampandi ísnum er ekki víst
hann hafi neitt verið að velta fyrir sér hvort og hvernig hann gæti orðið betri.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.