Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Hvaða stíll h
entar þér
Eigum endalaus
t úrval af flísum
– allar stærðir,
gerðir og litir
Komdu og skoðaðu úrvalið
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
GÆÐI ~ GLÆSILEIKI ~ GOTT VERÐ
Á annan tug staurastæða brotnaði í
óveðrinu sem geisaði um landið sl.
laugardag, þar af ellefu í Ísafjarð-
arlínu efst í Tungudal, segir í til-
kynningu á heimasíðu Landsnets.
Nóg var að gera á laugardags-
morgun hjá stjórnstöð Landsnets
þegar óveðrið skall á en mikið var
um truflanir og útleysingar víðs-
vegar um landið vegna samsláttar.
Staðan versnaði talsvert þegar
byggðalínan gaf sig, er staura-
stæða brotnaði í Hrútatungulínu
rétt ofan við Vatnshamra í Borg-
arfirði, en þegar byggðalínuhring-
urinn gefur sig stóreykst hætta á
truflunum í flutningskerfinu.
Straumlaust varð á Snæfellsnesi og
víða á Vestfjörðum og litlu munaði
að rafmagnslaust yrði á
höfuðborgarsvæðinu. Gripið var til
skerðingar á raforku til fyrirtækja
víða um land á meðan byggðal-
ínuhringurinn var úti en viðgerð
lauk um miðnætti á laugardag.
Vinnuflokkur var sendur til Ísa-
fjarðar í gær til að gera við Ísa-
fjarðarlínu.
Þá kemur einnig fram að veðrið
veki spurningar um ástand
byggðalínunnar, en samkvæmt áliti
veðurfræðinga var óveðrið um
helgina ekkert einsdæmi.
Rafmagns-
laust víða
Fjöldi staurastæða
brotnaði í óveðrinu
Mynd/Landsnet
Óveður Gripið var til skerðingar á
raforku til fyrirtækja víða um land.
Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015
Blossi, heimsótti í fyrradag Njarð-
víkurskóla, ásamt föruneyti frá ÍSÍ,
en 5.H.G. í Njarðvíkurskóla var með
sigurnafnið Blossi í nafnasamkeppni
um nafn á lukkudýri leikanna.
Þátttökurétt áttu allir 4.-7. bekkir
í grunnskólum landsins. Hver bekk-
ur mátti skila einu nafni. „Keppninni
bárust 140 nöfn. Hugmyndaflug
nemenda var mikið og rökstuðning-
urinn sem fylgdi nöfnunum mjög
skemmtilegur,“ segir í frétt frá ÍSÍ.
Fimm manna nefnd var skipuð til
þess að vinna úr innsendum tillögum
og velja nafn sem hentar lukkudýr-
inu.
Tveir bekkir sendu inn tillögu með
sigurnafninu, 6. bekkur í Vesturbæj-
arskóla og 5.H.G. í Njarðvíkurskóla,
og því varð að draga út sigurveg-
arann. Njarðvíkurskóli var dreginn
út, af lukkudýrinu sjálfu, með vinn-
ingsnafnið Blossi.
Allir nemendur 5.H.G. fengu lítinn
Blossa til eignar, sem Blossi sjálfur
afhenti þeim ásamt framkvæmda-
stjóra ÍSÍ Líneyju Rut Halldórs-
dóttur. Skólinn fékk einnig í verð-
laun tölvubúnað frá Advania að
verðmæti 100.000 kr. Blossi hitti
flestalla nemendur skólans í 1. til 7.
bekk.
„Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands þakkar nemendum og kenn-
urum þeirra skóla sem tóku þátt
kærlega fyrir þátttökuna í nafna-
samkeppni á lukkudýri Smáþjóða-
leikanna,“ segir í fréttinni.
Allir fengu lítinn Blossa
Ljósmynd/ÍSÍ
Gaman saman Vinningshafarnir ánægðir með heimsókn Blossa.
Nemendur í Njarðvíkurskóla hlutskarpastir
Dr. Rochelle Burgess flytur fyr-
irlestur á vegum RIKK í hádeginu á
morgun, fimmtudaginn 19. mars, í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Ís-
lands.
Fyrirlesturinn nefnist: „Þegar
konur tala: Leitað að röddum
kvenna í hnattrænni heilbrigð-
isþjónustu.“ Fyrirlesarinn dr. Roc-
helle Burgess er lýðheilsusálfræð-
ingur og starfar við Miðstöð
heilsugæslu og félagsþjónustu í
London. Hún hefur sérhæft sig í
misrétti í heilbrigðisþjónustu á
heimsvísu. Í verkum hennar eru
skoðuð tengsl á milli heilsufars og
félagslegra þátta, stjórnarhátta og
kerfistengdra þátta eins og fátækt-
ar, menningar, kynþáttar og þjóð-
ernis og samfélagsþátttöku, segir
m.a. í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Raddir kvenna í
hnattrænni heil-
brigðisþjónustu