Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 10.00 - 15.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Klausturbleikja
Heitur matur
í hádeginu
Stór pillaður humar
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim
Glænýr
rauðmagi
Nýlöguð
humarsúpa
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfsgreinasamband Íslands (SGS)
kynnti í gær verkfallsaðgerðir sem
gætu hafist 10. apríl nk. mæti Samtök
atvinnulífsins (SA) ekki kröfu SGS
um 300 þúsund króna lágmarkslaun.
Rafræn atkvæðagreiðsla um verkfall
á að standa frá morgni 23. mars til
miðnættis 30. mars. Niðurstaða á að
liggja fyrir 31. mars.
SA kynnti nýjar leiðir við gerð
kjarasamninga í gær. Lagt er til að
grunnlaun verði hækkuð en um leið
verði samningsbundnar álags-
greiðslur vegna yfirvinnu og vakta-
vinnu lækkaðar. SA segir að álags-
greiðslur séu mun hærri hér en í
nágrannalöndunum.
SA óskar eftir „uppbyggilegu sam-
starfi“ við samtök launafólks um að
stokka upp áratugagömul launakerfi.
Tiltölulega lág grunnlaun samanborið
við heildarlaun, háar álagsgreiðslur
og mikill ósveigjanleiki í skipulagi
vinnutíma svari illa þörfum atvinnu-
lífsins.
„Uppstokkun launakerfa gæti orð-
ið farvegur til að koma til móts við
kröfur um betri framfærslumögu-
leika dagvinnulauna og styttri vinnu-
tíma án þess að raska verðstöðug-
leika,“ sagði m.a. í tilkynningu SA.
„Það þyrfti að útfæra þetta með
launþegahreyfingunni til að sjá hvað
við gætum komist langt í þessu,“ seg-
ir Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri SA. Hann segir að
álagsgreiðslur séu miklu hærri hér en
annars staðar á Norðurlöndum. Þar
sé ekki óalgengt að yfirvinnuálag sé
20-50%, mismikið eftir löndum, en hjá
okkur sé það 80%. Þorsteinn segir að
sumstaðar sé minnst álag á fyrstu yf-
irvinnutímana og svo hækki það eftir
því sem þeim fjölgi. Vaktaálag sé
einnig almennt hærra hér en í ná-
grannalöndunum.
Þá er sveigjanleiki dagvinnutíma
gjarnan meiri í nágrannalöndum en
hér, það er hvenær dagsins og innan
vikunnar fólk geti skilað sínum 37
dagvinnustundum. „Þetta eru allt
þættir sem við vildum skoða mjög
gaumgæfilega með viðsemjendum
okkar til að sjá hvað mætti lyfta
grunnlaunum með lækkun á álags-
greiðslum og auknum sveigjanleika í
vinnutíma,“ segir Þorsteinn. Hann
segir að nú sé sé því sniðinn mjög
þröngur stakkur hvenær vinna má á
dagvinnutaxta, óháð því hvaða tíma-
fjöldi liggi að baki. Þetta eigi t.d. við
um starfsgreinar þar sem vinnudagur
hefjist snemma dags.
Þorsteinn segir að SA séu tilbúin til
að skoða hvernig hækka megi lægstu
launin sérstaklega. Um það þurfi að
nást samstaða. „Þar liggur lykillinn
hjá milli- og hátekjuhópunum. Þeir
þurfa þá að sætta sig við minni hækk-
anir sér til handa,“ sagði Þorsteinn.
Leggur til breytt launakerfi
SA leggur til hækkun grunnlauna, lækkun álagsgreiðslna og sveigjanlegri vinnutíma Rafræn at-
kvæðagreiðsla hjá SGS um áformaðar verkfallsaðgerðir Niðurstaða atkvæðagreiðslu 31. mars
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Starfsgreinasambandið Björn Snæbjörnsson formaður og Drífa Snædal
framkvæmdastjóri kynntu í gær áætlun um fyrirhuguð verkföll SGS.
Starfsgreinasambandið (SGS)
kynnti í gær áætlun um fyrirhuguð
verkföll. Hún innifelur m.a. alls-
herjarvinnustöðvun frá hádegi 10.
apríl n.k. til miðnættis sama dag, á
félagssvæðum þeirra 16 aðildar-
félaga sem veitt hafa SGS umboð.
Einnig vinnustöðvun 14. apríl frá
miðnætti til miðnættis sem tekur til
félagssvæða Einingar-Iðju, Stétt-
arfélagsins Samstöðu og Verka-
lýðsfélags Suðurlands.
Vinnustöðvun 15. apríl frá mið-
nætti til miðnættis sem tekur til fé-
lagssvæða Verkalýðsfélags Snæ-
fellinga, Verkalýðs- og
sjómannafélags Sandgerðis, Bár-
unnar og Stéttarfélags Vest-
urlands.
Vinnustöðvun 16. apríl frá mið-
nætti til miðnættis sem tekur til fé-
lagssvæða Framsýnar stétt-
arfélags, Verkalýðsfélags
Grindavíkur, Öldunnar, Verkalýðs-
félags Vestfirðinga og Verkalýðs-
og sjómannafélags Bolungarvíkur.
Vinnustöðvun 17. apríl frá mið-
nætti til miðnættis sem tekur til fé-
lagssvæða AFLs starfsgreina-
félags, Verkalýðsfélags Akraness,
Drífandi og Verkalýðsfélags Þórs-
hafnar.
Vinnustöðvun 27. apríl frá mið-
nætti til miðnættis sem tekur til fé-
lagssvæða Framsýnar, Verkalýðs-
félags Grindavíkur, Öldunnar,
Verkalýðsfélags Vestfirðinga,
Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur, Verkalýðsfélags Snæ-
fellinga og Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Sandgerðis.
Vinnustöðvun 28. apríl frá mið-
nætti til miðnættis sem tekur til fé-
lagssvæða Einingar-Iðju, Stétt-
arfélagsins Samstöðu og
Verkalýðsfélags Suðurlands.
Vinnustöðvun 29. apríl frá miðnætti
til miðnættis sem tekur til fé-
lagssvæða AFLs, Verkalýðsfélags
Akraness, Drífandi, Verkalýðs-
félags Þórshafnar, Bárunnar og
Stéttarfélags Vesturlands.
Allsherjarvinnustöðvun 30. apríl
frá klukkan 12:00 á hádegi til mið-
nættis sama dag, á félagssvæðum
þeirra 16 aðildarfélaga sem veitt
hafa SGS umboð. Allsherj-
arvinnustöðvun á sömu fé-
lagssvæðum dagana 12., 13., 15.,
18., 19., 20., 21. og 22. maí frá mið-
nætti til miðnættis sama dag.
Ótímabundin allsherjarvinnustöðv-
un á svo að hefjast á miðnætti að-
faranótt 26. maí á félagssvæðum
allra þeirra sextán aðildarfélaga
sem veitt hafa SGS umboð.
Verkfall SGS gæti hafist
10. apríl verði ekki samið