Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 21

Morgunblaðið - 18.03.2015, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 ÁrsfundurVeðurstofu Íslands 2015 Náttúruatburðir síðasta árs – vöktunogeftirlit Fimmtudaginn 19. mars 2015 Morgunverður kl. 8:15 9:00 Ávarp Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra 9:10 Samþætt eftirlit með náttúruvá. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands 9:30 Berghlaup í Öskju. Jón Kristinn Helgason, skriðusérfræðingur 9:45 Eftirlit með umbrotunum í Bárðarbungu. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár 10:00 Gosmökkur – hvað er það? Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur, og Gerður Stefánsdóttir, hópsstjóri umhverfisrannsókna 10:15 Mælitæki við erfiðar aðstæður. Bergur H. Bergsson, hópstjóri jarðeðlisfræðilegra mælikerfa 10:30 Umræður 11:00 Fundarlok Fundarstjóri: Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri Eftirlits og spásviðs Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kosningaspár sjónvarpsstöðva í Ísr- ael bentu til þess að lítill munur væri á fylgi Síonistabandalagsins og Likud, flokks Benjamins Netanyahus for- sætisráðherra, í þingkosningum sem fóru fram í gær. Netanyahu lýsti yfir sigri í kosningunum í gærkvöldi og talið er að hann sé líklegri en leiðtogi Síonistabandalagsins til að geta myndað meirihlutastjórn eftir kosn- ingarnar. „Þetta er þvert á allar spár og mik- ill sigur fyrir Likud. Mikill sigur fyrir ísraelsku þjóðina,“ sagði Netanyahu. Likud fékk 27 eða 28 þingsæti af 120 og Síonistabandalagið 27 skv. kosningaspánum. Munurinn á fylgi þeirra var minni en í síðustu skoðana- könnunum fyrir kosningarnar þegar bandalagið var með fjögurra til fimm sæta forskot á Likud. Síonistabanda- lagið er kosningabandalag Verka- mannaflokksins og miðflokks sem er undir forystu Tzipis Livnis, fyrrver- andi dómsmála- og utanríkisráðherra. Bandalag araba- flokka í þriðja sæti Sameiginlegi listinn, bandalag arabískra flokka, varð þriðji stærstur og fékk 13 þingsæti, samkvæmt kosn- ingaspánum. Miðflokkurinn Yesh Atid fékk 11-12 þingsæti. Leiðtogi Sameiginlega listans sagði kosning- arnar sögulegar fyrir arabíska minni- hlutann því áhrif hans myndu aukast á þinginu. Takist Netanyahu að mynda meiri- hlutastjórn eftir kosningarnar gæti hann orðið þaulsætnasti forsætis- ráðherrann í sögu Ísraels, en hann hefur gegnt embættinu í alls níu ár. Aðeins fyrsti forsætisráðherrann, David Ben-Gurion, gegndi embættinu lengur, eða í tólf ár. Talið var að mjög erfitt yrði fyrir leiðtoga Síonistabandalagsins, Isaaq Herzog, að mynda meirihlutastjórn án Likud-flokksins. Netanyahu sagði fyrir kosningarnar að ekki kæmi til greina að mynda stjórn með Síonista- bandalaginu. Miðflokkurinn Yesh Atid og vinstriflokkurinn Meretz vildu ganga til samstarfs við Síonistabandalagið. Leiðtogi Sameiginlega listans, Aym- an Odeh, sagði fyrir kosningarnar að hann myndi ekki taka þátt í myndun samsteypustjórnar en virtist í gær ljá máls á einhvers konar samstarfi við Síonistabandalagið. „Eftir kosning- arnar hlustum við á það sem Herzog hefur að segja og tökum síðan ákvörð- un,“ sagði hann. Um 20% kjósendanna eru Palest- ínumenn og margir þeirra hafa snið- gengið þingkosningar á síðustu árum til að mótmæla hernámi Ísraela á Vesturbakkanum og umsátrinu um Gaza-svæðið. Þrír flokkar araba fengu samtals ellefu þingsæti í síð- ustu kosningum en ákváðu að taka höndum saman í kosningunum nú. Á meðal frambjóðenda Sameiginlega listans eru þjóðernisinnar, íslamistar og félagar í kommúnistaflokki gyð- inga og araba. Um 5,8 milljónir manna voru á kjörskrá og 25 flokkar tóku þátt í kosningunum. Kosningaspárnar bentu til þess að tíu þeirra fengju þingsæti. Eftir að úrslitin hafa verið tilkynnt hefur Reuven Rivlin, forseti Ísraels, viku til að veita stjórnarmyndunar- umboðið. Honum ber ekki skylda til að veita leiðtoga stærsta flokksins umboðið, heldur velur hann þann sem hann telur líklegastan til að geta myndað meirihlutastjórn. Sá sem fær umboðið þarf að mynda stjórn innan 28 daga en forsetinn getur lengt frest- inn um 14 daga. Hafi ný stjórn ekki verið mynduð getur forsetinn veitt öðrum manni umboð til að mynda stjórn innan 28 daga. Dugi það ekki getur forsetinn falið þriðja manninum að mynda stjórn en takist það ekki innan 14 daga boðar forsetinn til nýrra þingkosninga. Netanyahu lýsir yfir „miklum sigri“  Talið er að Netanyahu sé líklegri til að mynda meirihlutastjórn en leiðtogi Síonistabandalagsins  Gæti orðið þaulsætnasti forsætisráðherra Ísraels  Likud vann upp forskot Síonistabandalagsins AFP Fagna sigri Stuðningsmenn Likudflokksins fagna kosningaspám sjónvarps- stöðva skömmu eftir að kjörstöðum var lokað í Ísrael í gærkvöldi. Efnahags- og öryggismál sett á oddinn » Í kosningabaráttunni lögðu margir frambjóðendanna áherslu á að leysa þyrfti vandamál á borð við minni kaupmátt almennings og hækkandi húsnæðiskostnað. » Benjamin Netanyahu for- sætisráðherra lagði þó áherslu á öryggismálin, m.a. hættuna sem Ísrael stafar af kjarna- vopnaáætlun Írans. Hann sagði meðal annars að ekki kæmi til greina að fallast á stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis vegna hættunnar á að íslamistar kæmust þar til valda. Hópur mannfræðinga og fornleifa- fræðinga telur sig hafa fundið gröf spænska rithöfundarins Migu- els de Cervantes, tæpum 400 árum eftir að hann dó. Mannfræðingurinn Francisco Etxebarria segir að hópurinn hafi fundið „nokkur brot“ úr líkams- leifum Cervantes í veggskoti í hvelfingu undir gólfi gamals klausturs í Madrid. Talið er að þar séu bein Cervantes, eiginkonu hans og fleiri samtímamanna hans. Cervantes dó 22. apríl 1616, 68 ára að aldri, og útför hans var gerð frá kapellu klausturs í Ma- drid. Þegar kapellan var endur- reist seint á 17. öld voru líkams- leifar hans fluttar í nýju bygginguna en ekki var vitað hvar þeim var komið fyrir. Vísindamennirnir hófu leitina fyrir ári og notuðu m.a. innrauðar myndavélar, þrívíddarskanna og jarðsjá. Þeir hafa ekki sannað það með erfðafræðilegum rannsóknum að beinin séu úr Cervantes en vona að þeim takist það. Talið er að erfitt verði að aðgreina bein Cervantes frá öðrum beinum á staðnum. Miguel de Cervantes er þekkt- astur fyrir skáldsöguna Don Kí- kóta frá Mancha sem sumir telja vera fyrstu nútímaskáldsöguna. Cervantes særðist í sjóorrustu þegar hann gegndi herþjónustu árið 1571 og var hnepptur í þræl- dóm í Alsír þegar sjóræningjar rændu skipi hans árið 1575. Hann var leystur úr haldi fimm árum síðar eftir að munkaregla klaust- ursins í Madrid greiddi sjóræningj- unum lausnargjald. Telja sig hafa fundið gröf Cervantes  Líkamsleifar rannsakaðar í Madrid AFP Rannsókn Leifar sem fundust í hvelfingunni rannsakaðar. Dómstóll í Noregi dæmdi í gær 25 ára gamlan mann í sex ára fangelsi fyrir að lauma fóstureyðingar- lyfjum í drykk fyrrverandi kærustu sinnar og valda þannig því að hún missti fóstur. Maðurinn viðurkenndi fyrir rétti í Þrándheimi að hann hefði tvisvar sinnum byrlað konunni tvær teg- undir af fóstureyðingarlyfjum sem hann hefði keypt á netinu. Konan, sem er á þrítugsaldri, hafði sagt manninum að hún vildi fæða barn- ið. Hún missti fóstrið í seinna skipt- ið sem hún fékk lyfin. Þá var hún komin tólf vikur á leið. Læknir kon- unnar setti sýni úr konunni í rann- sókn eftir fósturlátið og hafði sam- band við lögregluna þegar niðurstaðan lá fyrir. Auk fangelsisdómsins var maður- inn dæmdur til að greiða konunni 200.000 norskar krónur, jafnvirði 3,3 milljóna íslenskra, í skaðabæt- ur. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann áfrýi dómnum, að sögn norska blaðsins Adresseavisen. Saksóknari hafði krafist þess að maðurinn yrði dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að valda fósturláti. Maðurinn játaði sekt sína og átti yf- ir höfði sér allt að 21 árs fangelsi. NOREGUR Í sex ára fangelsi fyrir að valda fósturláti með því að byrla konu fóstureyðingarlyf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.