Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.03.2015, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hér á landisnúastumræður um Evrópusam- bandið og mögu- lega aðild Íslands að því mest um aukaatriði eða rangfærslur. Útúrsnúningar og stóryrði er það sem stuðningsmenn aðildar grípa til í örvæntingu svo að halda megi þeim möguleika opnum að Ísland verði aðili þvert á vilja þjóðarinnar og hags- muni landsins. Orð eins og þingræði, lýðræði og jafnvel landráð eru misnotuð í þess- um tilgangi, saga, lög og hefðir eru skrifuð upp á nýtt til að drepa umræðunni á dreif og koma í veg fyrir að einfaldar staðreyndir skili sér til almennings. Þetta er ljótur leikur og skaðlegur en það er einnig skaðlegt hve mjög áhuga- menn um aðild Íslands að Evrópusambandinu forðast umræður um eðli sambands- ins, hvernig það hefur þróast og hvert það stefnir. Eitt af því sem brýnast er að ræða í tengslum við mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu er hvert það stefnir. Tilhneigingin hefur frá upphafi verið sú að sambandið þróist í átt að auknum samruna og aukinni miðstýringu. Völd Brussel aukast og fullveldi aðild- arríkjanna minnkar að sama skapi. Þetta hefur þegar gengið mjög langt, allt of langt raunar, en þessu ferðalagi er fjarri því lokið ef marka má forystumenn sambandsins. Jean-Claude Juncker, for- seti framkvæmdastjórnar ESB, hefur að undanförnu lagt mikla áherslu á að sam- runinn þurfi að verða enn meiri og að Evrópusam- bandið þurfi að taka við fleiri þáttum af aðildarríkj- unum og færast enn nær því að verða einhvers konar sambandsríki, þó að hann segi jafnframt að það eigi ekki að enda sem Bandaríki Evrópu, enda væri ekki til vinsælda fallið eins og ástatt er í Evrópusambandinu nú að tala með þeim hætti. Fyrir rúmri viku ræddi Juncker um að Evrópusam- bandið þyrfti eigin her til að verða tekið alvarlega. Þessi her ætti til að mynda að senda skilaboð til stjórn- valda í Moskvu, en Juncker viðurkennir að ímynd Evr- ópusambandsins í utanrík- ismálum hafi beð- ið hnekki, sem von er eftir fram- göngu sambands- ins á liðnum misserum. Og eins og jafnan þegar illa gengur er svar Brussel að auka samrunann og efla völd sam- bandsins, í þessu tilviki með því að stofna eigin her. Í fyrradag var Juncker enn að tala fyrir auknum samruna, að þessu sinni ekki á hernaðarsviðinu heldur á því efnahagslega: „Við verð- um að dýpka sambandið á efnahags- og peningasviðinu af einfaldri ástæðu. Mynt- samstarfið okkar er ekki eins gott og það gæti verið. Við erum með sjálfstæðan seðlabanka, en við erum ekki með ríkisstjórn Evr- ópusambandsins. Þetta þýð- ir að við þurfum að hafa reglur sem koma í staðinn fyrir þessa ríkisstjórn Evr- ópusambandsins sem ekki er til.“ Þessi orð forseta fram- kvæmdastjórnarinnar falla ekki í tómarúmi. Þau eru sögð nokkrum dögum eftir að fundahöld allra aðild- arríkjanna og helstu stofn- ana sambandsins um frekari efnahagslegan og peninga- legan samruna hófust á ný í liðinni viku. Liður í áformum Junckers um aukna miðstýringu innan Evrópusambandsins er að auka á ný áhrif fram- kvæmdastjórnarinnar á kostnað leiðtogaráðsins, sem hefur verið atkvæða- mikið á liðnum árum vegna evrukrísunnar. Óvíst er hvort þetta gengur eftir eða með hvaða hætti, en víst má telja að samruninn haldi áfram innan Evrópusam- bandsins eins og hann hefur gert um áratugaskeið. Hvernig útfærslan verður í smáatriðum og hvenær ein- stök atriði ná fram að ganga er engin leið að segja til um, en hvernig væri að stuðn- ingsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu færu í það minnsta að viðurkenna þá þróun sem á sér stað inn- an sambandsins og hvert sambandið stefnir? Aðeins ein ástæða getur verið fyrir því að stuðningsmenn aðildar vilja aldrei ræða sambandið efnislega og hún er sú, að þeir vita sem er að við slíkar umræður yrði enn minni áhugi hér á landi á aðild en þó er. Hvers vegna forðast fylgjendur aðildar að ESB að ræða í hvaða átt sam- bandið er að þróast?} Umræður um aukaatriði Þ úsund og ein nótt, hin ágæta og lærdómsríka bók fyrir unga og aldna, eins og þýðarinn Stein- grímur Thorsteinsson lýsti henni, hefst þar sem Sjarjar, konungur yfir Indlandi og Kína, kemst á snoðir um framhjáhald konu sinnar og í kjölfarið hyggst hann hefna sín á kvenkyni öllu; ákveður að kvongast aðeins til einnar nætur og láta stór- vesír sinn kyrkja hverja konu morguninn eftir brúðkaupið. Getur nærri að allir þegnar sol- dáns bölvuðu honum sem áður hafði hlotið tóma sæmd. Dóttir stórvesírsins, Sjerasade, fær Sjarjar þó ofan af þessari ósvinnu með því að halda honum í spennu með sögum sínum í þúsund og eina nótt og þá er hann var orðinn ástfanginn af henni lét hann af þessari „guð- lausu grimmd“ sem þýðarinn lýsir svo. Svo vill til að ástralski blaðamaðurinn Julian Assange hefur nú eytt þúsund og einni nótt í ekvadorska sendi- ráðinu í Lundúnum til að komast undan því að þurfa að svara til saka fyrir sænskum dómstóli, en þar í landi hafa tvær konur sakað hann um þvingun, kynferðislegt áreiti, kynferðislega misbeitingu og nauðgun. (Ákæruatriðin eru tiltekin í dómi yfirréttar Bretlands 2. nóvember 2011.) Ýmsir hafa dálæti á Assange vegna þess gagns sem WikiLeaks gerði og hefur gert með birtingu á ýmsum leyniskjölum sem sanna flærð og undirferli stjórnvalda víða um heim og þá sérstaklega bandarískra stjórnvalda (sem kom þó kannski fáum á óvart). Fyrir vikið hafa líka ýmsir komið honum til varnar vegna þeirra ásakana sem bornar hafa verið á hann og far- ið kunnuglegar leiðir karlrembu og kvenfyr- irlitningar: Konurnar sem kærðu hann eru druslur, þær eru að ljúga, eru flugumenn bandarísku leyniþjónustunnar eða þeirrar sænsku, eru afbrýðisamar eða fégráðugar. Svo má líka lesa að kynlífið sem lýst er í ákærunni sé svo gott sem eðlilegt og til að mynda sé ekki nauðgun að eiga mök við sof- andi konu ef hún hafi áður verið viljug til ásta, að málsatvik séu líkari ástarsögu en glæp og svo séu konur hvort eð er alltaf að ljúga nauðgunum upp á menn. Móðir mín las Þúsund og eina nótt fyrir okkur systkinin þegar ég var lítill og síðar las ég sagnasafnið sjálfur mér til mikillar skemmtunar. Að því sögðu þá fannst mér Sjarjar alltaf viðurstyggilegur hrotti og gat ekki skilið af hverju Sjerasade drap hann ekki þegar hún fékk færi á því. Löngu síðar áttaði ég mig á því að hrottinn Sjarjar er birtingarmynd feðraveldis, karlaveldis, sem lítur á konur sem óæðri verur, gagn fyrir karlmenn og eign þeirra. Víst hefur okkur miðað talsvert fram veginn frá mið- aldaviðhorfum þeim sem birtast í Þúsund og einni nótt, en það hlýtur að vera áfall þeim sem bera kvenréttindi fyrir brjósti þegar frjálslynt fólk ber sumt blak af Ass- ange og flótta hans undan réttvísinni og gengur erinda feðraveldisins með því að smána konur til að vernda karl vegna þess að þeim geðjast viðkomandi. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Þúsund og ein nótt Assange STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Nýr íslenskur staðall hefurtekið gildi fyrir sam-ræmdar skráningarslysa í lyftum, rúllustig- um og á færiböndum fyrir gangandi umferð. Staðallinn var gerður af norrænum samstarfshópi sem í sátu fulltrúar eftirlitsaðila og þjónustuað- ila. Magnús Guðmundsson, deildar- stjóri hjá Vinnueftirlitinu, segir að búið sé að taka staðalinn í notkun á öllum löndunum á Norðurlöndum. Hann sé fyrst og fremst hugsaður fyrir húseigendur, þjónustuaðila og opinbera aðila til að halda utan um skráningar á slysum og óhöppum á kerfisbundinn og samræmdan hátt, þannig að hægt sé að bera saman sambærilegar upplýsingar á milli landa. Oftast börn í gúmmískóm Að sögn Magnúsar eru slys og óhöpp í rúllustigum og lyftum sem betur fer fátíð hér á landi. Það sé jafnvel algengara að þeir slasi sig sem þurfa að þjónusta þennan bún- að; setja hann upp og halda honum við. Eitt slíkt slys hafi orðið nýlega. Frá ársbyrjun 2010 hafa átta slys verið skráð í lyftum og aðeins eitt í rúllustigum. Eru þetta þá fyrst og fremst slys á fólki, jafnvel alvar- leg, en ekki minniháttar óhöpp. Magnús segir það algengast hjá almenningi að skór festist á milli þrepa í rúllustigum eða utan í hliðum þeirra, einkum séu það börn í gúmmískóm og -stígvélum sem verði fyrir því. Slys og óhöpp eru ekki til- kynningarskyld til Vinnueftirlitsins nema þau valdi fjarvist frá vinnu eða námi hjá viðkomandi. Með hinum nýja staðli er vonast til að skrán- ingin verði markvissari og gefi raun- særri mynd af þróun mála. 3.164 lyftur og 56 rúllustigar Lyftur til fólksflutninga eru fjölmargar í notkun hér á landi, eða 3.164 talsins, og 56 rúllustigar eru skráðir hjá Vinnueftirlitinu, einkum í verslanamiðstöðvum og stærri byggingum. Á þessum stöðum hafa óhöppin helst orðið en færibönd fyr- ir gangandi umferð eru mjög fátíð. Vísir að þeim er þó í Holtagörðum og Rúmfatalagernum í Smáranum, þar sem færiböndin eru hallandi. Ekkert lárétt færiband er hér á landi, líkt og eru algeng á flugvöllum erlendis. Rúllustigar hafa verið í gangi í Kringlunni allt frá opnun verslan- amiðstöðvarinnar árið 1987. Þeir voru síðan endurnýjaðir árið 2007. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að fjölda alvarlegra slysa í rúllustig- unum frá upphafi megi telja á fingr- um annarar handar. Minniháttar slys komi upp kannski 3-4 sinnum á ári og þá einna helst þegar skór fest- ast í stigunum. Reglubundið eft- irlitið sé haft með þessum búnaði, eins og lög kveði á um. Undir stöðugu eftirliti Svipaða sögu hefur Jóhanna Gunnarsdóttir, verkefnastjóri rekst- urs og þjónustu í Smáralind, að segja um rúllustiga og lyftur. Slys og óhöpp í þeim séu afar fátíð. Komi slíkt upp þá sé það umsvifalaust til- kynnt til Vinnueftirlitsins, sem komi þá og yfirfari búnaðinn. Þá séu þjón- ustuaðilar fyrir rúllustiga kallaðir sérstaklega til ef óhappi komi upp. „Þeir yfirfara stigana með það í huga að tryggja að svona lagað gerist ekki aftur. Annars eru rúllu- stigar og lyftur undir stöðugu eft- irliti og okkar þjónustuaðilar yfir- fara þennan búnað mjög reglulega,“ segir Jóhanna. Slys í lyftum og rúllu- stigum skráð samræmt Morgunblaðið/Styrmir Kári Rúllustigar Sem betur fer eru alvarleg slys í rúllustigum fátíð hér á landi. Slys í lyftum eru algengari, enda eru þær fjölmargar í notkun. Kristinn Tómasson, yfirlæknir hjá Vinnueftirlitinu, segir fleiri óhöpp verða í lyftum og rúllu- stigum en eftirlitið fái tilkynn- ingu um. Nauðsynlegt sé að fylgjast vel með tækjunum og hafa samræmda slysaskrán- ingu. Um hættuleg tæki sé að ræða ef eitthvað fer úrskeiðis. „Lyftur eru í eðli sínu hættulegur búnaðar. Ef eitt- hvað brestur er möguleiki á alvarlegu atviki. Það er rétt að fara varlega og bera virðingu fyrir rúllustigum og lyftum. Lyftur fara með fólk allt upp um 20 hæðir hér á landi og ef einhver bilun á sér stað þá getur skapast hætta á ferðum. Þess vegna þarf eftirlitið að vera í lagi,“ segir Kristinn. Lyftur eru hættulegar VINNUEFTIRLITIÐ Kristinn Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.