Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Að gefnu tilefni finnum við okkur knú- in að rekja hér í stuttu máli forsöguna að hausaþurrkun HB Granda á Akranesi (áður Laugafiskur), sem var flutt á Akra- nes árið 2003 frá Innri-Njarðvík, en þar hafði fyrirtækið verið starfrækt frá árinu 1997. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja endurnýjaði ekki starfsleyfi hausa- þurrkunarinnar í Innri-Njarðvík 2002 vegna margendurtekinna brota á starfsleyfinu gagnvart íbúum í ná- grenninu. Fyrirtækið hélt samt áfram framleiðslu án starfsleyfis en að endingu var hausaþurrkuninni lokað með lögregluaðgerð, sem síðar leiddi til þess að það fékk undan- þágu til loka janúar 2003. Þá var starfsemi hausaþurrkunarinnar flutt í heild sinni til Akraness með loforði um að starfsemin yrði lyktarlaus, enda komin „ný og fullkomin tækni sem eyddi allri lykt“, en það hefur aldrei staðist. Frá því að hausaþurrkunin fékk starfsleyfi á Akranesi árið 2003 hef- ur verið mjög mikil óánægja meðal íbúa í nágrenni starfseminnar og þrátt fyrir að í starfsleyfinu, sem gilti frá árinu 2003 til 2007, væri tek- ið mjög skýrt fram í grein 2.4: „Loft- ræstingu skal þannig háttað að hún valdi fólki í nærliggjandi húsum eða vegfarendum ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengunar“ var fyrirtækinu samt leyft að halda áfram starfseminni án áminningar og þrátt fyrir ýmis brot á starfsleyfinu sem sjá má í fund- argerðum Heilbrigðiseftirlits Vest- urlands frá árunum 2003 til 2007. Við endurútgáfu nýs starfsleyfis árið 2008 og eftir kæruferli íbúanna til umhverfisráðuneytisins voru heimildir starfsleyfisins rýmkaðar í þágu fyrirtækisins og var þá bætt aftan við grein 2.4 „eftir því sem framast er unnt“ þannig að hausa- þurrkunin gæti uppfyllt ákvæði starfsleyfisins. Það var þá orðið þannig að markmið heilbrigðiseft- irlitsins hafði snúist upp í andhverfu sína! Markmið heilbrigðiseftirlits er að búa almenningi heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heil- næmu og ómenguðu umhverfi. Nær stöðugur óþefur er yfir íbúabyggð á Neðri-Skaga sem hefur leitt til þess að fólk, sem þekkir til aðstæðna, vill ekki kaupa íbúðir eða einbýlishús á Neðri-Skaga. Staðan hjá okkur er þannig þessa stundina að eignir okk- ar eru illseljanlegar enda ber íbúa- byggðin á Neðri-Skaga merki þessa; þar má víða sjá yfirgefin hús og illa á sig komin vegna vanrækslu. Nú ber svo til tíðinda að bæjar- stjórn Akraness ætlar að leyfa stækkun á þessari starfsemi úr 170 tonnum á viku í 600 tonn á viku og fylgir þá gjarnan sögunni að HB Grandi ætli að flytja alla sína starf- semi frá Akranesi ef þetta verður ekki leyft. Aftur á móti, ef þessi hausaþurrkun verður að veruleika á Breiðarsvæðinu þá er kominn til Akraness meginhluti starfsemi HB Granda sem er í Reykjavík. Hvað er rétt og satt í þessu? Hvað er því til fyrirstöðu að flytja hausaþurrkun HB Granda í skipu- lagt iðnaðarhverfi við Höfðasel sem er ekki nálægt íbúabyggð? Vill stjórn HB Granda virkilega setja svona starfsemi svo til inn í íbúa- byggð þar sem engin sátt er í sjón- máli um hana? Eru hagsmunir Akranesbæjar svo miklir með áframhaldandi starfsemi og stækk- un hausaþurrkunarinnar að snið- ganga megi velferð 600-700 íbúa sem þurfa að þola óþægindi og að jafnvel aleiga þeirra, sem er nú yfirleitt hús- ið eða íbúðin, sé illseljanleg eða miklu verðminni en ella? Við íbú- arnir höfum beðið eftir lausnum í 12 ár, sem eru ekki enn komnar. Okkur íbúunum hefur verið sýnd óþolandi valdníðsla í þessu máli frá upphafi og mál er að linni. Er til búnaður sem eyðir öllum óþef frá þessari starfsemi og ef svo er, frá hverjum er þá sá búnaður? Við höfum haft nægan tíma til að skoða og hafa samband við fyrirtæki og stofnanir sem hafa með meng- unarvarnarbúnað að gera fyrir svona starfsemi. Engin þeirra er tilbúin að skrifa upp á að til sé bún- aður sem tekur alla lykt sem kemur frá þessari starfsemi. Er ekki eðlileg krafan um að fyrirtækið sýni fyrst fram á að það geti ráðið við að finna lausnir á núverandi framleiðslu áður en hún er aukin í 600 tonn á viku með loforði um „að kannski séu til lausnir“? Við eigum erfitt með að skilja hvers við eigum að gjalda og berum þá ósk í brjósti að HB Grandi og fulltrúar Akranesbæjar finni aðra og betri lausn en að stækka starfsem- ina svo til inni í íbúabyggðinni á Neðri-Skaga, þar sem hún á einfald- lega ekki heima. Eftir Guðmund Sigurbjörnsson og Brynhildi Björnsdóttur Höfundar búa við Bakkatún á Akra- nesi. Brynhildur Björnsdóttir »Markmið heilbrigð- iseftirlits er að búa almenningi heilnæm lífsskilyrði Guðmundur Sigurbjörnsson Sagan af hausa- þurrkun Laugafisks (HB Granda) á AkranesiHeilaáverkar erutaldir ein helsta ástæða heilsufars- vanda hjá börnum, unglingum og ungu fólki á fullorðinsaldri á Vesturlöndum. Ís- land er engin und- antekning hvað snert- ir tíðni, algengi og afleiðingar heila- áverka meðal ungs fólks. Á ári hverju hljóta tugir Ís- lendinga staðfestan heilaskaða af völdum áverka og hundruð til við- bótar eru greind með vægari heila- áverka, svo sem heilahristing, og takast á við afleiðingar þeirra til skemmri eða lengri tíma. Rannsókn hefur gefið til kynna að um 7% Ís- lendinga á aldrinum 15-35 ára séu með afleiðingar heilaáverka, sem hafi áhrif á daglegt líf þeirra. Heilaáverkar eru ekki eins sýni- legir og ýmsir aðrir áverkar og því er tilhneiging til að vanmeta eðli þeirra og afleiðingar og umfang sem heilbrigðisvandamáls. Þetta er ein ástæða þess að það skortir á þjónustu fyrir þennan hóp sjúk- linga að lokinni útskrift af bráða- deildum, sérhæfða íhlutun, end- urhæfingu, meðferð, fræðslu og eftirfylgd til lengri tíma. Heila- áverkar eru ógn við hugræna heilsu fólks á öllum aldri og heila- skaði hefur áhrif á flesta þætti, atferli, að- lögun, líðan, daglegt líf, nám og störf. Með sér- hæfðri íhlutun, með- ferð og eftirfylgd er hægt að draga úr áhrifum þessara afleið- inga og aðstoða ein- staklinginn við að ná fótfestu á ný í lífinu. Í meira en áratug hefur hópur sérfræðinga á Grensásdeild, Reykjalundi og fleiri þjónustustofn- unum unnið að því að vekja athygli á málefnum fólks með heilaskaða og fjölskyldna þeirra og þörf þeirra fyrir stuðning og þjónustu. Árið 2005 stofnaði þessi hópur Fagráð um heilaskaða. Fagráð um heila- skaða átti frumkvæði að stofnun Hugarfars, félags fólks með ákom- inn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið, í febrúar 2007. Fulltrúi Fagráðs á sæti í stjórn Hugarfars. Hugarfar er m.a. aðili að Öryrkjabandalagi Íslands og Evrópusambandi fólks með heilaskaða og fjölskyldna þeirra (BIF). Mörg krefjandi og spennandi verkefni bíða Hugarfars og Fag- ráðs um heilaskaða á komandi ár- um. Við hvetjum þá sem takast á við afleiðingar heilaáverka, að- standendur þeirra og stuðningsfólk til að gerast félagar í Hugarfari og taka virkan þátt í því mikilvæga og gefandi starfi sem þar er unnið. Einnig bjóðum við sérfræðingum og öðrum fulltrúum þjónustustofn- ana til þátttöku í Fagráði um heila- skaða. Sem dæmi um baráttumál okkar má nefna stofnun endurhæf- ingarúrræðis fyrir einstaklinga með heilaskaða, þar sem þeir njóta fé- lagsskapar og handleiðslu og taka þátt í starfi sem tekur mið af færni hvers og eins, eins og þekkt er í „HovedHuset“ í Danmörku. Annað baráttumál sem rætt hefur verið um er stofnun miðstöðvar þar sem fólk með heilaskaða getur hist og fengið fjölbreytta ráðgjöf, meðferð, þjálfun, fræðslu og eftirfylgd til lengri tíma. Eftir Jónas G. Halldórsson Jónas G. Halldórsson »Það skortir þjónustu fyrir fólk með heila- skaða eftir að bráðaþjón- ustu lýkur, með end- urhæfingu, fræðslu og eftirfylgd til lengri tíma. Höfundur er sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Grensásdeild Land- spítalans og formaður Fagráðs um heilaskaða. Fagráð um heilaskaða og Hugarfar Þessir heillagripir fundust á Laugavegi. Um er að ræða grænan sexhyrndan kristal, glæran kristal og vínrauðan bergkristal ásamt litlu líkneski af Ga- nesh, indverska guði gæfunnar. Upplýsingar í síma 788-0575. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Heillagripir í óskilum Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Nánari upplýs- ingar veitir starfsfólk Morg- unblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.