Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015
✝ Fjóla Rafnkels-dóttir fæddist
9. desember 1932 á
Arnarhóli á Höfn í
Hornafirði. Hún
andaðist að morgni
11. febrúar 2015 á
Skjólgarði, Horna-
firði.
Foreldrar Fjólu
voru hjónin Aðal-
björg Guðmunds-
dóttir húsmóðir,
ættuð úr Nesjum, f. 16. sept-
ember 1902, d. 12. desember
1980, og Rafnkell Þorleifsson,
útgerðarmaður frá Bæ í Lóni, f.
18. desember 1904, d. 7. mars
1992. Fjóla átti tvö systkini: 1.
Stúlka, andvana fædd 10. októ-
ber 1931. 2. Ólafur, f. 24. júlí
1934, d. 10. ágúst 2011, maki
hans var Bára Kjartansdóttir.
Fjóla giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Ingólfi Eyjólfs-
syni, 1. október 1955. Foreldrar
hans voru Matthildur Gísladótt-
ir og Eyjólfur Runólfsson. Fjóla
maki hans er Eva Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 1993.
Fjóla vann ýmis störf utan
heimilisins. Um tíma rak Fjóla
eigin verslun ásamt Lovísu
Gunnarsdóttur. Lengst af vann
hún þó í útibúi Landsbankans á
Hornafirði. Fjóla starfaði lengi
með sóknarnefnd Hafnarkirkju,
þar af sem gjaldkeri yfir ára-
tug. Hún gegndi trúnaðarstörf-
um fyrir Slysavarnadeildina
Framtíðina á Hornafirði í mörg
ár. Áhugamálin voru mörg s.s.
garðrækt, útivist, tónlist, dans,
lestur og ferðalög. Þau hjónin
áttu einnig hesta sem gáfu
þeim mikla gleði. Lengi vel áttu
þau sumarbústað í
Stafafellsfjöllum í Lóni. Þau
voru í gömludansaklúbbnum
Takti í mörg ár og sungu í
nokkur ár með kór eldri borg-
ara, Gleðigjöfum, á Hornafirði.
Fjóla og Ingólfur byggðu húsið
Bogaslóð 15 (Hamar) á Höfn og
fluttu þangað árið 1958. Þar
bjuggu þau alla tíð. Fjóla var
mikill fagurkeri og bar heimilið
því fagurt vitni. Henni var
mjög annt um fjölskyldu sína
og umgekkst barnabörnin sín
mikið.
Útför hennar fór fram frá
Hafnarkirkju 19. febrúar 2015.
og Ingólfur eign-
uðust þrjú börn. 1)
Sævar Hrafnkell, f.
1951, kvæntur
Ingibjörgu Ólafs-
dóttur, f. 1956, og
eiga þau fjórar
dætur a) Ragnheið-
ur, f. 1977, maki
Gunnlaugur Rúnar
Sigurðsson, f. 1972,
synir þeirra eru
Sævar Rafn, f.
2004, Sigurður, f. 2008, og Þór,
f. 2011. b) Fjóla, f. 1984, maki
Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson, f.
1977, synir þeirra eru Ingólfur,
f. 2006, Áskell, f. 2009, og Vil-
helm, f. 2012. c) Aðalbjörg, f.
1986, maki Andreas Pisani Val-
en, f. 1976. d) Ólöf Inga, f.
1988, maki Magnús Freyr
Heimisson, f. 1987, dóttir
þeirra er Hildur Björg, f. 2013.
2) Aðalsteinn, f. 1959, d. 15.
maí 1976. 3) Olga Matthildur, f.
1966, sonur hennar er Aðal-
steinn Ingi Helgason, f. 1993,
Þegar ég hugsa til baka til
æsku minnar á ég ótal bjartar og
fallegar minningar og margar
þeirra tengjast móður minni,
Fjólu Rafnkelsdóttur, sem ég
ætla að minnast með fáeinum
orðum.
Mamma var frekar lífsglöð og
kát að eðlisfari, hafði yndi af
söng, tónlist og dansi. Hún var
dugleg að hreyfa sig, gekk mikið
og hjólaði.
Margar góðar minningar
tengjast sumarbústaðarferðum,
gönguferðum og ýmsum ferða-
lögum utanlands og innan.
Hún fylgdist alla tíð vel með og
var með nýjustu stefnur og
strauma á hreinu.
Mamma var heilsteypt og góð,
hún mátti ekkert aumt sjá. Hún
var barngóð og mikill dýravinur.
Það var mömmu mikið áfall
þegar hún missti son sinn, Aðal-
stein, í bílslysi aðeins 17 ára
gamlan. Það var stórt högg fyrir
alla fjölskylduna.
Mamma hélt þétt utan um
barnabörnin sín og var óþreyt-
andi við að sinna þeim og
skemmta og ég veit að þau eiga
öll margar góðar minningar um
ömmu sína.
Enginn reyndist mér betur en
mamma þegar eitthvað bjátaði á,
þá stóð hún eins og klettur við
hlið mér. Ég á eftir að sakna
hennar mikið.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku mamma.
Þín dóttir,
Olga.
Elsku Fjóla.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg.
Elsku Fjóla amma.
Með söknuð í hjarta sitjum við
systur saman og rifjum upp góð-
ar minningar.
Þú varst okkur alltaf góð og
þið afi dugleg að koma og fá okk-
ur lánaðar. Þú hafðir svo gaman
af að hafa okkur hjá þér og við
brölluðum svo mikið saman. Það
voru forréttindi að fá að alast upp
með ykkur við höndina.
Þú varst hjartgóð og litrík og
fylgdist vel með tískunni bæði í
fatnaði, húsbúnaði og matargerð.
Þú hlustaðir einnig mikið á tón-
list og last.
Þú elskaðir útiveru og eyddir
ófáum tímunum í að gera garðinn
ykkar afa fínan. Þú gekkst mikið,
hjólaðir, stússaðist í hestunum og
ferðaðist.
Alltaf fengum við systur að
fylgja með og samveran hefur
mótað okkur og átt þátt í að gera
okkur að þeim sem við erum í
dag. Þú átt sennilega einhvern
þátt í kjólasýkinni, já og kannski
skódellunni líka.
Við elskuðum að koma í heim-
sókn því þú átti áttir alltaf eitt-
hvað gott handa okkur og varst
óþreytandi við að baka handa
okkur pönnukökur. Það var alltaf
svo gaman að fá að gista hjá ykk-
ur afa. Við fengum suðusúkkulaði
eftir kvöldmatinn og svo var
dansað fram eftir kvöldi og við
fórum sælar og sáttar að sofa.
Við fengum líka oft að fara
með í ferðalög og eigum góðar
minningar úr bústaðarferðum og
Reykjavíkurferðum. Alla fór með
ykkur í sína fyrstu bíóferð og
Fjóla fékk að hjálpa afa að velja
handa þér hring í Kringlunni.
Það var alltaf svo gaman að fá
þig heim þegar þú varst búinn að
ferðast því þá vissum við systur
að við ættum von á fallegum gjöf-
um sem oftar en ekki innihéldu
falleg föt, enda varstu algjör
smekkkona og skvísa alla tíð. Við
vorum svo glaðar með gjafirnar
að við lögðum okkur allar fram
við að finna eitthvað til að gefa
þér. Stundum fékkstu gamlar
sögubækur, myndir eða styttur
frá okkur. Það var alltaf gaman
að gefa þér eitthvað því við viss-
um að þú yrðir ánægð með það.
Þú hélst vel utan um gjafirnar og
við höfum oft skemmt okkur við
að skoða þær á fullorðinsárum.
Lengi vannst þú í Landsbankan-
um og varst flink í að plata okkur
í að taka þátt í bankahlaupinu þó
svo að við höfum verið mishrifnar
af hlaupum. Þú stóðst alltaf við
loftskeytastöðina og hvattir okk-
ur áfram á síðustu metrunum til
að ljúka hlaupinu.
Þú varst líka dugleg að lesa
fyrir okkur við misgóðar undir-
tektir. Það sem liggur sterkast í
minningunni er þó þegar þú last
fyrir okkur Pollýönnu og kenndir
okkur í leiðinni að fara inn í lífið
með jákvætt hugarfar.
Þú varst einnig dugleg að taka
okkur með á gömludansaball,
leiksýningar, í bíó og leigja bíó-
myndir og erfitt var að sjá hvort
þú eða við höfðum meira gaman
af.
Alla tíð hefur verið gaman að
koma í heimsókn til ykkar afa og
spjalla og heyra sögur frá því í
gamla daga. Til dæmis hvernig
þið afi kynntust á balli og urðuð
hrifin við fyrstu sýn og alltaf flis-
suðuð þið og létuð eins og þið
væruð nýgift.
Elsku amma, þú hefur gefið
lífinu lit og nú er komið að okkur
að halda þínum gildum á lífi því
heimurinn er betri þegar já-
kvæðnin er höfð að leiðarljósi.
Megi guð geyma þig.
Hinsta kveðja,
Þínar
Ragnheiður, Fjóla, Aðal-
björg og Ólöf Inga.
Fjóla
Rafnkelsdóttir
Frostrósirnar á
glugganum ljóma
upp er ég kveiki á
kertunum. Dúnmjúka döggin
skreytir dalinn og rjúpur nokkrar
sitja í garðinum í fermingarbún-
ingi tilbúnar með kveðju. Í daln-
um þínum sit ég og hugsa til þín,
elsku frænka. Í mínum huga ert
þú hér enn með okkur með þitt
sterka og trausta faðmlag og
þessa elsku sem maður fann svo
oft frá Gústu ömmu. Þú munt
ávallt vera stoð og stytta fjöl-
skyldu þinnar, fyrir það sem þú
hefur gefið og fyrir það sem þau
munu geyma í sínu veganesti. Ég
mun ávallt minnast þín sem einn-
ar elskulegustu og bestu mann-
eskju sem ég hef kynnst og varð-
veita þá umhyggju sem þú gafst
þessari fjölskyldu. Hver einasta
ljósmynd sem ég mun taka af
dalnum mun vera tileinkuð þér og
ég veit að þú munt sjá til þess að
fegurðin muni skína sem aldrei
fyrr hér í æskudalnum þínum. Þú
átt yndisleg börn og barnabörn
sem munu geisla af þínum ynd-
isþokka og kærleik og ég mun
ávallt heiðra þína minningu í ná-
vist þeirra. Það er eitthvað sem
segir mér að Kristín Birna muni
oft eiga tíðar heimsóknir hingað í
dalinn með pabba sínum og ég
mun ætíð minna hana á hve amma
hennar var góð kona og hvaðan
rætur hennar eru komnar. Þú
gafst svo mikið af þér, elsku
frænka, ef það væri hægt að binda
umhyggju þína í eina bók væru
veraldlegar áhyggjur okkar svo
mikið betur settar. Þú munt ávallt
vera mér til ásýndar í því verald-
lega og andlega amstri sem mun
verða á minni lífsins leið. Þú hefur
og munt gera fólk að betri mann-
eskju fyrir það sem þú gafst og
munt gefa. Krumminn brýnir
núna gogginn sinn á hlöðuþakinu
og kindurnar jórtra í takt við öld-
uniðinn. Sólin teygir sig niður að
Árnesi með sólstafi gegnum skýin.
Ég ætla út að taka mynd, ég veit
að þú munt vera á henni.
Elsku Markús, Gummi, Katrín,
guð styrki ykkur í sorginni.
Bernharður Guðmundsson.
Það eru ekki mörg ár síðan ég
kynntist Önnu Kristínu en við
náðum strax vel saman og eign-
uðumst vináttu sem ég trúi að hafi
styrkt okkur báðar. Við kynnt-
umst þegar hún hóf störf á hjúkr-
unarheimilinu Sólvangi í Hafnar-
firði árið 2012. Anna Kristín var
sjúkraliði, já hún var sjúkraliði
með stóru Essi. Hún var frábær
sjúkraliði og mikill reynslubolti
sem miðlaði daglega af reynslu
sinni til okkar hinna. Hún var líka
frábær manneskja, svona mann-
eskja sem allir óska þess að geta
verið. Vinátta okkar hélst eftir að
ég hætti störfum á Sólvangi og
þrátt fyrir að Atlantshafið skildi
okkur að, höfðum við samband á
Facebook og svo hittumst við allt-
af þegar ég kom til Íslands.
Anna Kristín greindist með
krabbamein í janúar á þessu ári
og fór í framhaldinu í skurðaðgerð
þar sem kom í ljós að meinið var
ólæknandi en áformað var að hún
færi í lyfjameðferð í framhaldinu,
lyfjameðferð sem átti að veita
henni betri líðan og kannski örlít-
inn frest, lyfjameðferð sem aldrei
varð af því að heilsunni hrakaði
hratt og hún var lögð inn á Land-
spítala, hvar hún lést 24. febrúar
sl. umvafin ást og umhyggju
barna sinna, Katrínar og Guð-
mundar. Anna Kristín var kona
Anna Kristín
Björgmundsdóttir
✝ Anna KristínBjörgmunds-
dóttir fæddist 27.
september 1949.
Hún lést 24. febr-
úar 2015. Útför
Önnu Kristínar fór
fram 28. febrúar
2015.
sem hafði góð áhrif á
þá sem hún um-
gekkst, kona sem
alltaf gat fundið
lausnir á þeim
vandamálum sem
við blöstu hverju
sinni. Hún var svo
óendanlega skyn-
söm og sterk. Anna
Kristín var líka kona
sem þekkti mis-
kunnarleysi lífsins
því áföllin höfðu svo sannarlega
dunið á fjölskyldunni gegnum ár-
in. Fyrst með andláti Ágústs fyrir
allmörgum árum og svo aftur nú
fyrir örfáum mánuðum þegar
Fríða, tengdadóttir hennar, féll
frá. Anna Kristín hafði sjálf átt við
heilsuleysi að stríða undanfarin
tvö ár en hún gafst aldrei upp.
Ég trúi því að nú sé Anna mín
orðin heil aftur. Hún er komin á
stað þar sem sársauki er óþekkt
fyrirbrigði og ég trúi því að hún
svífi nú á fallegu skýi, horfi á fólkið
sitt og beini því á réttar brautir í
því sem framundan er.
Að lokum vil ég óska Önnu
minni góðrar ferðar, ég veit að
Ágúst tekur vel á móti henni í
Sumarlandinu. Ég þakka þér,
Anna mín kær, fyrir allar stund-
irnar sem við áttum saman. Þær
eru mér ómetanlegar. Við sem
þekktum þig stöndum ríkari eftir
þó að söknuðurinn sé til staðar og
tómarúm skapist í lífum okkar við
fráfall þitt. Ég veit það munar um
liðsstyrk þinn til allra góðra verka
í þínum nýju heimkynnum. Mig
langar að kveðja þig með þessum
orðum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Guð blessi minningu Önnu
Krístínar Björgmundsdóttur og
veiti aðstandendum hennar styrk í
sorginni.
Soffía Anna Steinarsdóttir.
Ég var alltaf á leiðinni að
hringja í Önnu og var búin að
ákveða að heimsækja hana núna í
mars þegar ég færi suður, en ég
hringdi aldrei þó hugur minn væri
hjá henni, núna er ég sár og reið
út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki
hringt. Ég er heppin að hafa feng-
ið að vinna með Önnu, betri og
traustari vinnufélaga var ekki
hægt að hafa sér við hlið. Við Anna
störfuðum einnig lengi saman í
stéttarfélagi okkar. Anna var ein
af þeim sem hvöttu mig til að fara í
félagsmálin og hvatningarorð
hennar urðu til þess að ég sat í
stjórn Sjúkraliðafélagsins í rúm
10 ár. Anna var úrræðagóð, kær-
leiksrík, yfirveguð, hreinskilin og
kraftmikil kona en fyrst og fremst
minnist ég hennar sem sterka
klettsins sem stóð mér við hlið á
erfiðri stundu. Frá henni fékk ég
styrk, hvatningu en fyrst og
fremst ótakmarkaðan kærleika
sem fékk mig til að halda áfram
veginn þótt grýttur væri á köflum.
Anna var mín fyrirmynd og ég á
henni svo margt að þakka. Takk
fyrir að leiðbeina mér en umfram
allt þakka ég þér fyrir að umbera
mig á erfiðri stundu og vegna þín
stóð ég aftur upp sem betri mann-
eskja.
Hafðu hjartans þökk
mér horfin stund er kær.
Í minni mínu, klökk
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
þér glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur fram á leið.
(Páll Janus Þórðarson)
Ég votta fjölskyldu Önnu mína
dýpstu samúð.
Margrét Þóra Óladóttir.
Það fækkaði enn í litla hópnum
okkar nú þegar sól er að hækka á
lofti. Einn stofnenda sauma-
klúbbsins er fallinn frá. Já, hún
Áslaug okkar sem við kölluðum
alltaf Lullu er látin. Sterki stofn-
inn og aldursforsetinn hin síðari
ár. Það er kominn annar auður
stóll. Það er sárt þegar styrkar
stoðir falla.
Hún var ekki í neinum vafa um
að umskiptin við brottför héðan
væru ekki önnur en að ganga inn í
sumarlandið. Þar væru vinir sem
tækju á móti henni, vísuðu veginn
og fögnuðu endurfundum. Þar er
alltaf sól, logn og bjart himinhvolf.
Hún var ekki í minnsta vafa að svo
væri, var viss og trúin var sterk
svo nú er vinkona okkar að dúlla
við blómin sín og stinga upp í sig
einu og einu jarðarberi eins og
hún gerði þegar hún gekk um lóð-
ina sína.
„Hún er vön“ segja sumir. Já,
hún var vön því að fegra allt sem í
Áslaug Jónasdóttir
✝ Áslaug Jón-asdóttir fædd-
ist á Vetleifsholti í
Ásahreppi 31. októ-
ber 1932. Hún lést á
dvalarheimilinu
Lundi á Hellu 15.
febrúar 2015.
Útför Áslaugar
fór fram frá Odda-
kirkju á Rang-
árvöllum, 28. febr-
úar 2015.
kringum hana var.
Garðurinn og húsið í
Laufskálum 6 bera
þess merki. Marg-
verðlaunuð fyrir fal-
lega lóð og íbúðar-
hús. Þar sást aldrei
hrukka né blettur.
Arfinn var farinn áð-
ur en hann kom sýni-
lega upp, trén klippt
í munstraðar mynd-
ir, blómstrandi blóm
og nytjagarður með kartöflum og
káli í einu horninu.
Það vafðist ekki fyrir henni að
mála grindverkið í kringum lóð-
ina, blómapotta í stíl. Ekki sluppu
borðin og stólarnir í garðinum
undan málningunni. Svo voru
vinalegar styttur hér og þar.
Ekki var síðra þegar inn í hús
var komið. Tekið á móti gestum
eins og gesturinn væri sá eini í
heiminum sem taka þurfti á móti.
Móttökur alltaf ljúfar og spjallað
inni á fallegu og vel snyrtu heim-
ilinu. Þar sást heldur ekki rykkorn
frekar en arfi úti. Frá heimili
hennar fór gesturinn betri maður.
Kær vinkona er kvödd með
þakklæti fyrir margar góðar
stundir. Siglingin er hafin inn í
sumarlandið. Góða ferð. Ég sé fyr-
ir mér kímið bros þitt þegar þú lít-
ur til okkar og segir: „Ég vissi það,
hér er allt í blómum og bjart.“ Að-
standendum eru sendar góðar
kveðjur.
Sjöfn Árnadóttir.
GUÐMUNDUR DAGBJARTSSON,
Staðarhrauni 35,
Grindavík,
lést laugardaginn 28. febrúar á
hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
.
Aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur og bróðir,
DAVÍÐ HEIMISSON,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi þriðjudaginn 10. mars.
Útför hans fer fram frá Hveragerðiskirkju
föstudaginn 20. mars kl. 14.
.
Sandra Sigurðardóttir,
Birta Marín Davíðsdóttir,
Bjarni Marel Davíðsson,
Manúella Berglind Davíðsdóttir,
Elín Einarsdóttir, Björn B. Jóhannsson,
Friðmundur Heimir Helgason, Olga Alexandersdóttir
og systkini.