Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.03.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 ✝ Auður LellaEiríksdóttir fæddist í Reykja- vík 20. október 1932. Hún lést á Landspítalanum 11. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ei- ríkur Helgason rafvirkjameistari, f. 14.12. 1907, d. 24.10. 1983, og Unnur Jónsdóttir húsmóðir, f. 10.8. 1912, d. 19.6. 1984. Systk- ini Auðar eru: 1) Nína Erna, f. 18.5. 1935, gift Þorvaldi Ólafs- syni. 2) Helgi, f. 27.6. 1936, kvæntur Elinborgu Karls- dóttur. 3) Sesselja, ekkja, f. 22.8. 1941. 4) Þorsteinn, f. 25.2. 1945, kvæntur Jóhönnu Gunn- arsdóttur. 5) Aðalheiður Stein- unn, f. 14.11. 1951, gift Erni Alexanderssyni. Auður Lella giftist 20. okto- ber 1956 Benedikt Eyfjörð Sig- urðarsyni, f. 2.12. 1929, d. 31.5. 2008. Foreldrar hans voru Sig- urður Gissur Jóhannsson, pípu- 3) Eiríkur Eyfjörð, f. 4.9. 1969, kvæntur Jórunni Ósk Ólafs- dóttur, f. 15.2. 1973. Börn þeirra eru Ólafur Guðni, f. 17.4. 1995, Gunnar Ingi, f. 7.6. 2001, og Thelma Ósk, f. 13.4. 2006. 4) Þorsteinn Eyfjörð, f. 29.3. 1971, börn Þorsteins, Katla , f. 29.10. 1991. Sólon Svan, f. 27.7. 1997. Kári Freyr, f. 9.1. 2004. Margrét Sóley, f. 19.10. 2009, og Aron Andri, f. 27.6.2014. Fyrstu ár ævi sinnar ólst Auður Lella upp á Hverfisgötu 90 í Reykjavík en árið 1938, þá sex ára að aldri, fluttist hún ásamt foreldrum sínum og systkinum til Stykkishólms. Árið 1948 stundaði hún nám í Iðnskólanum í Reykjavík og nam hárgreiðslu við hár- greiðslustofuna Krag. Þau mæðgin, Auður og Jón Gestur, stofnuðu hárgreiðslustofu að Álfhólsvegi 39 í Kópavogi og lærði Jón Gestur hjá henni. Ár- ið 1974 fékk hárgreiðslustofan nafnið Bylgjan og vann hún þar til 1991. Þá hóf hún störf á leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ og síðustu starfsárin vann hún í Smáraskóla í Kópa- vogi. Útför hennar fram frá Lindakirkju í dag, 18. mars 2015, kl. 13. lagningameistari, f. 11.6. 1902, d. 11.8. 1990, Sigrún Benediktsdóttur, húsmóðir, f. 11.5. 1906, d. 2.4. 1998. Börn Auðar og Benedikts eru: 1) Jón Gestur, f. 13.9. 1952, d. 4.8. 1990, kvæntur Heiðu S. Ármannsdóttur, f. 13.7. 1953, börn þeirra eru a) Guðjón Þór, f. 10.10. 1972, sambýliskona María Csizmás, f. 11.10. 1977, dóttir þeirra Heiða María, f. 21.8. 2012. b) Auður Ösp, f. 4.4. 1976, maki Gunnþór Jens Matt- híasson, f. 19.4. 1976, börn þeirra eru Bjarki Már, f. 12.9. 1997, og Patrekur Máni, f. 15.9. 2001. Heiða er gift Hall- dóri Frank, f. 20.12. 1949. 2) Sigrún Kaya Eyfjörð, f. 1.8. 1967, sambýlismaður Unnar Már, f. 14.12. 1968. Börn Sig- rúnar eru Benedikt Aron, f. 3.5. 1991, Ýmir Franz, f. 10.7. 2000 og Ísak Nói, f. 20.8. 2002. Móðurmissir er sár og ristir djúpt, eins og ein góð vinkona sagði „þegar ég missti mömmu þá varð ég allt í einu fullorðin á einu andartaki“ allt í einu er stoð og stytta fjölskyldunnar fallin frá og við eins og umkomulaus munað- arlaus börn. Hún var ættmóðir og máttarstólpi, nú er okkar tími kominn að fullorðnast og taka við keflinu að sjá um að hlúa jafn vel að okkar erfingjum og hún sá um okkur og barnabörnin og barna- barnabörnin. Mömmu féll aldrei verk úr hendi og var húsmóðir af Guðs náð. Hlýjastar eru minningarnar um að koma heim úr skólanum þar sem ávallt var tekið á móti okkur og vinunum með einhverju nýbökuðu og kaldri mjólk. Við sáum mömmu sjaldnast öðruvísi en með einhverja handavinnu í hendi og lék allt í höndum hennar eins og list. Ótrúleg þolinmæði hennar gagnvart okkur börnun- um og öllum okkar ólíku áhuga- málum. Húsið og garðurinn bar þess ósjaldan merki ef ekki var allt fullt af hjólum, þá voru það skellinöðrur eða alls konar dýr af öllum stærðum og gerðum. Gagn- vart þessu öllu sýndi hún ótrú- lega yfirvegun og þolinmæði. Þegar við hugsum aftur í tím- ann þá er svo sterkt hvað hún gerði öllu góð skil, samanber upp- lifun okkar af hátíðisdögum eins og jólum, þar sem hún gerði allt sem í hennar valdi stóð að gera þá hátíð ávallt ógleymanlega. Við eigum alltaf góðar minningar í hjarta um hversu natin hún var, passaði að öllum liði vel og allt var gert af fagmennsku og ást. Hún lifði fyrir aðra og setti sjálfa sig aldrei í fyrsta sæti, ást hennar og umhyggja til barna- barnanna verður þeim ógleyman- leg minning sem greypt verður í hjarta þeirra um ókomna tíð. Nú hefur móðir okkar endurnýjast eftir erfið veikindi í faðm pabba og bróður okkar sem báðir eru fallnir frá, þar heldur hún líklega uppteknum hætti að dekstra þá eins og enginn sé morgundagur- inn. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Demantar missa sinn mátt, meðan stjörnurnar draga sig í hlé. Það virðist vera svo svo fátt, sem veikir það sem ég sé. Þú ert vatnið, eldurinn, jörðin og loftið, þú ert sálin sem fyllti mengið. Án þín hefði sál mín soltið, og ástlaus um jörðina gengið. Sál þín er sönn og fögur, og seigla þín svo sver. Fegurð þín, fas og sögur, myndi fella heilan her. Ég skal með lífi mínu þín gæta, vera mild huggun í þínum raunum. Sjálfan skal ég mig ávallt bæta, og sýna þér næga ást að launum. Aldrei hef ég ást séð svo hreina, aldrei fundið hjarta svo tært. Aldrei mun ég aðdáun minni leyna, og alltaf sýna hvað er mér kært. Þú ert djásnið sem ég skarta, og sólin sem hjarta mitt vermir. Aldrei mun ég daga sjá svarta, því þú ert ljós mitt og skermir. Ásjóna þín skín bjartar en sólin, svipur þinn getur lífgað upp rós. Þótt þú fáir ávallt öll hólin, þá sparar þú aldrei öðrum hrós. (Þ.j.) Sigrún Kaya, Eiríkur og Þorsteinn. Mig langar til að minnast fal- legu og glæsilegu systur minnar, hennar Lellu. Árið 1938 flutti Auður Lella með foreldrum sínum og systk- inum til Stykkishólms. Þau fluttu í Stöðvarhúsið, krakkarnir í Hólminum stóðu við girðinguna, inni á Presttúninu og fylgdumst með þegar búslóðin var borin inn. Hún kom með Herðubreið og var ekið með hana á vörubíl og upp á Silfurgötu. Sumt var flutt á hand- vagni, sem hafði verið fenginn að láni annaðhvort í Kaupfélaginu eða í Sigurðarbúð. Það var eink- um tvennt sem vakti athygli krakkanna í Hólminum við þessa nýju fjölskyldu. Þeim varð star- sýnt á konuna. Þau höfðu aldrei séð svona hávaxna konu og þegar þau spurðu var þeim sagt að þetta væri í ættinni og að bróðir Unnar væri með hæstu mönnum á Íslandi og væri í lögreglunni í Reykjavík. Krakkarnir komust fljótlega að þeirri niðurstöðu að hún væri alger nútímakona og ætti helst að leika í bíómyndum. Hitt undrið í þessari nýju fjöl- skyldu var dóttirin, Auður Lella. Hún var úti á blettinum að líta eftir yngri systkinum sínum. Auður Lella var í ljósum kjól, og allt í einu leit hún upp frá því að laga beislið á Helga, leit í áttina til krakkahópsins, gekk svo eins og algjör gribba út að skurðinum, innan við girðinguna, gretti sig og sagði: „Þið eruð sveitalubbar“. Svo setti hún á sig snúð og strunsaði til baka. Enginn sagði orð. Þá leit hún við og rak út úr sér tunguna. Þá kallaði einhver til hennar: „Montrass!“ Þessi fyrstu samskipti krakk- ana gleymdust strax og eignaðist hún marga góða vini. Lella og Jón Gestur sonur hennar voru mjög samrýmd og máttu ekki hvort af öðru sjá. Leið þeirra lá oft í Hólminn og var þá sett upp hárgreiðslustofa á Silf- urgötunni þar sem Hólmarar og ættingjar fengu klippingu og lit- un, sérstaklega fyrir fermingar og stórafmæli hjá stórfjölskyld- unni. Á Álfhólfsveginum þar sem þau bjuggu var mikill gestagang- ur af ættingjum, vinum og hár- greiðslukúnnum og þrátt fyrir að vera með þrjú ung börn, vinna fullan vinnudag var alltaf tekið höfðinglega á móti öllum enda hörkudugleg og ósérhlífin. Lella var mikil hannyrðakona og lærði hún af móður sinni að or- kera og eru þeir ófáir sem eiga dúka eftir hana, prjónaðar peys- ur og prjónapils og féll henni aldrei verk úr hendi. Síðast en ekki síst vinsælu Lellu kleinur og vínarbrauð sem voru ómissandi í útilegum og ættarmótum. Elskulega Lella mín, þú varst mér meira en systir, líkari móður og er ég óendanlega þakklát fyrir að hafa átt þig að og hafa átt sam- leið með þér alla tíð. Höggið er þungt og sárt þegar það kemur svo óvænt sem nú en þú sagðir við mig rétt fyrir andlátið, „Þetta er komið gott, nú vil ég deyja og fara til himnaríkis og hitta hann Benna minn.“ Ég trúi að þú hafir verið reiðubúin og sátt við að hverfa og búin að hitta hann Benna þinn, Jón Gest, pabba og mömmu og ég veit að þið svífið saman í eilífðinni. Skilaðu kveðju til þeirra frá mér elskulega Lella mín. Eiríkur, Þorsteinn og Sigrún, guð styrki ykkur í gegnum þenn- an erfiða tíma og megi yndislegar minningar um móður ykkar lifa áfram. Guð blessi þig, mín elskulega systir. Aðalheiður Steinunn Eiríksdóttir og fjölskylda. Fallin er frá Auður Lella, vin- kona okkar úr Stykkishólmi. Við höfðum kynnst í fyrsta bekk barnaskóla. Hún flutti með for- eldrum sínum úr Reykjavík í Hólminn sem barn. Allar götur frá því í barnaskóla höfum við fylgst að og hefur vináttan aldrei rofnað þó að við færum sitt í hvora áttina þegar barna- og unglingaskóla lauk. Vináttan batt okkur saman og til að halda hópinn var þráðurinn tekinn upp að nýju í sauma- klúbbnum, sem stofnaður var þegar við vorum átta eða tíu ára gamlar. Minningarnar flæða fram um þessa saumaklúbbs- fundi, sem stóðu næstum óslitið í rúmlega 70 ár. Auður Lella var ákaflega drífandi og dugleg kona, sem lét aldrei hlutina flækjast fyrir sér. Það var gengið í málið með krafti. Henni þótti mikilvægt að halda í gömlu skólafélagana og þá vináttu, sem var á milli okkar allra. Ef nefnt var að nú væri tími til kominn að hittast var gengið í það að hringja í alla og nefna stað og stund og var þá engin undan- komuleið, allir áttu að mæta. Þrátt fyrir stórt heimili með manni sínum, Benedikt Sigurðs- syni flugvirkja og fjórum börn- um, gaf hún sér alltaf tíma til að hitta okkur vinkonurnar. Hún rak sína eigin hárgreiðslustofu og hafði oft mikið að gera, en alltaf var Lella hress og kát á fundum okkar saumaklúbbsstelpnanna úr Hólminum. Nú kveðjum við okkar kæru vinkonu með söknuði. Hún hefur ekki gengið heil til skógar und- anfarin ár en samt vildi hún ekki missa af neinum fundum okkar. Nú hvílist hún frá öllu amstri og eftir sitjum við og minnumst skemmtilegra daga með henni. Hafðu þökk fyrir allt, kæra Lella mín. Erla, Ása, Hrefna, Erna og Ragnheiður. Auður Lella Eiríksdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR INGÓLFSSON frá Eyri Ingólfsfirði, Arnarhrauni 48, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 5. mars á Landspítalanum í Reykjavík. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. mars kl. 13. . Svanhildur Guðmundsdóttir, Guðjón Ólafsson, Fjóla Berglind Helgadóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, HALLDÓR R. HALLDÓRSSON, Þverási 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum 9. mars. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 20. mars kl. 13. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND félagið. . Bryndís Eiríksdóttir, Sigríður G. Halldórsdóttir, Marteinn S. Sigurðsson, Kristín H. Halldórsdóttir, Brynjar H. Ingólfsson, Birna Margrét Halldórsdóttir, Hjálmar Arnar, Sigurður, Agnes Dís, Halldór Bjarki og Ingunn María. Ástkæra eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÓSK AXELSDÓTTIR lögg. sjúkraþjálfari, Lundi 3, Kópavogi, lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 12. mars. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi fimmtudaginn 19. mars kl. 13. . Sigurjón Sigurðsson, Lárus Axel Sigurjónsson, Katrín Ösp Gústafsd., Bjarki Sigurjónsson, Guðrún Erla Hilmarsd., Ágústa Jóhanna Sigurjónsdóttir, Helgi Guðlaugsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÞORGRÍMSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Hrafnistu Hafnarfirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. mars. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 23. mars kl. 13. . María Pétursdóttir, Ágúst Pétursson, Hanna Rannveig Sigfúsdóttir, Áslaug Pétursdóttir, Ómar Karl Arason, Pétur Þórir Pétursson, Kristín Jónsdóttir, Andrés Pétursson, Kristín B. Guðmundsdóttir, Þorgrímur Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGUNN HOFFMANN, hjúkrunarheimilinu Sóltúni 2, áður til heimilis að Flókagötu 43, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. mars kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Rauða krossinn. . Hans Indriðason, Erla Einarsdóttir, Níels Indriðason, Guðlaug Ástmundsdóttir, Indriði Indriðason, Anna Toft, Gunnar Indriðason, Hildur Þorvaldsdóttir, Ragnheiður Indriðadóttir, Kristinn Karlsson og fjölskyldur. Okkar ástkæri sonur og bróðir, AXEL DAGUR ÁGÚSTSSON, Norðurtúni 16, Egilsstöðum, lést laugardaginn 7. mars. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju föstudaginn 20. mars kl. 13. . Eydís Bjarnadóttir, Bergur Már Hallgrímsson, Ágúst Þorbjörnsson, Ragnhildur Geirsdóttir, Ívar Hrafn Ágústsson, Geir Þór Ágústsson, Kristín Steinunn Ágústsdóttir, Vaka Bergsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HREINS RAGNARSSONAR, Torfholti 4, Laugarvatni. . Guðrún Einarsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.