Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 34

Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Róbert Andri Ómarsson fæddist 18. mars 2014 kl. 23.32. Hann vó 3.800 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Sandra Vilborg Jóhanns- dóttir og Ómar Andri Ómarsson. Nýr borgari S if Aradóttir fæddist í Kaupmannahöfn 18. mars 1985 og bjó þar fyrstu tvö árin. Hún flutti til Hafn- arfjarðar, átti heima þar í eitt ár og flutti þaðan í Voga á Vatns- leysuströnd. „Þar bjó ég til 11 ára aldurs. Það var mjög gott að vera þar, við skaut- uðum á tjörninni og lékum okkur á snjósleðum á Arahóli á veturna og sumrunum var eytt í fjöruferðir og ýmsa leiki. 11 ára flyt ég til Kefla- víkur á æskuslóðir mömmu.“ Náms- og starfsferill Sif gekk í Myllubakkaskóla og Holtaskóla í Keflavík, en þá voru skólarnir ekki einsetnir. Myllubakka- skóli var fyrir 1.-6. bekk og Holtaskóli 7.-10. bekk. „Skólarnir urðu einsetnir áður en ég fór í 9. bekk og nýr skóli var vígð- ur, Heiðarskóli. Ég tók því 9. og 10. bekk í Heiðarskóla. Mér gekk alltaf mjög vel í skóla og fékk hinar ýmsu viðurkenningar í gegnum grunn- skólagönguna. Ég tók þátt í félags- störfum í Heiðarskóla og var formað- ur nemendafélagsins í 10. bekk. Pabbi bjó í Kaupmannahöfn á þess- um árum og vorum við bróðir minn mikið hjá honum og konu hans í fríum og sumarfríum. Æskuvinkonurnar eru flestar úr Keflavík. Við hittumst reglulega og það er alltaf jafn gaman að vera saman. Við virðumst ekkert eldast og því er mikið fíflast og hlegið þegar saman er komið.“ Eftir grunnskóla tók Sif þrjár ann- ir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, FS, og var þar ritari nemendafélagsins. Fjölskyldan flutti til Hafnarfjarðar á þessum tíma og Sif fór með og hélt áfram framhaldsskólagöngu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, MH. „Þar eignaðist ég stóran hóp af vin- konum, köllumst MH-tútturnar, og reynum við að hittast reglulega í saumó, þar er meira rætt og borðað en nokkurn tímann saumað. Ég út- skrifaðist af félagsfræði- og mála- Sif Aradóttir flugumferðarstjóri – 30 ára Fjölskyldan Sif, Jón og Gauti í heimsókn hjá Ernu Hrönn, móður Sifjar, í Keflavík um síðustu jól. Varð flugumferðar- stjóri 21 árs gömul Sonurinn Gauti Norðdal Jónsson. Núna er ég á kafi í undirbúningi á sjónvarpsþáttunum Rétti,segir leikstjórinn Baldvin Z, en önnur mynd hans í fullrilengd, Vonarstræti hlaut 12 verðlaun á síðustu Eddunni fyrir tæpum mánuði. „Þetta er þriðja serían af þáttunum og það verða miklar breytingar á henni. Þættirnir verða ekki lengur rétt- ardrama sem gerist inni á lögfræðistofu heldur verður farið beint ofan í ginið á ógeðinu.“ Þættirnir verða níu talsins og munu tökur standa fram á sumar, alls 53 upptökudagar, og verða sýndir á Stöð 2 í haust. Baldvin er einnig að vinna í eftirvinnslu á þáttaröðinni Ófærð sem verður sýnd um næstu jól.„Þetta er metnaðarfullt verkefni hjá Balt- asar Kormáki, við erum fjórir sem leikstýrum þeim og ég er með þrjá þætti af tíu.“ Baldvin hefur lítinn tíma til að sinna öðru en fjölskyldunni og kvikmyndunum. „Ég er þó að fara að spila á tónleikum 11. apríl á Græna hattinum með hljómsveitinni Toy Machine, en hún var í blómanum um síðustu aldamót og við spiluðum á fyrstu Air Waves- tónleikunum. Hljómsveitin var á barmi heimsfrægðar en enginn vissi hver hún var. Jenni í Brain Police var í henni og við hættum aldrei en ætlum að hætta eftir þessa einu tónleika fyrir norðan. Ég spila á trommur og er búinn að vera í fimmtán ára hléi en þetta er fljótt að koma.“ Kona Baldvins er Heiða Sigrún Pálsdóttir, framleiðandi hjá teiknimyndafyrirtækinu Caoz. Börn þeirra eru Andri Franz 13 ára, Lena Mist 11 ára og Sindri Leon 7 ára. Baldvin Zophaníasson er 37 ára í dag Leikstjórinn Baldvin Z vinnur að tveimur metnaðarfullum sjón- varpsþáttaröðum um þessar mundir, Ófærð og Rétti. Kafar ofan í ógeðið í þáttunum Rétti Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.