Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 35

Morgunblaðið - 18.03.2015, Side 35
braut á þremur og hálfu ári jólin 2004. Fyrir útskrift, í nóvember 2004, skilaði ég inn umsókn í grunnnám flugumferðarstjóra sem átti að hefj- ast á vormánuðum 2005, ég fór í gegnum strangt umsóknarferli og komst inn, námið hófst svo í byrjun maí 2005. Ég útskrifaðist sem flug- umferðarstjóri í nóvember 2006, og er ein sú yngsta til að fá réttindi flug- umferðarstjóra. Þar hef ég unnið síðan og líkað vel.“ Sif er með réttindi til að kenna og er varðstjóri á vinnustaðnum. Hún gegndi trúnaðarmannsstöðu síðast- liðið ár en var kosin í stjórn FÍF (Félag íslenskra flugumferðarstjóra) í byrjun mars og má því ekki sinna því starfi áfram. „Ég hef verið í nokkrum nefndum í gegnum tíðina fyrir FÍF, skemmti- nefnd, öryggisnefnd og orlofshúsa- nefnd. Á menntaskólaárunum vann ég hjá Hagkaup og IGS. Vinnufélag- arnir eru ómissandi þáttur af annars frábærri vinnu. Mér finnst mikil for- réttindi að gera það sem mér þykir skemmtilegt.“ Áhugamál Helstu áhugamál Sifjar eru sam- verustundir með fjölskyldu og vinum og ferðalög innanlands og utan. Henni finnst gaman að spila og þá helst spurningaspil og Scrabble. „Göngur og hlaup eru nauðsynleg til að hreinsa hugann og fá smá hreyf- ingu verandi í kyrrsetuvinnu, eins finnst mér yndislegt að fara í hot yoga. Lestur og ferðir á kaffihús í vaktfríum eru í uppáhaldi, ein eða með vinum, og finnst gaman að blaða í tímaritunum þar á kaffihúsunum. Heima les ég helst spennusögur, þær höfða helst til mín, og það eru íslensk- ir og norrænir höfundar sem ég hef helst verið að lesa. Ég hef ferðast vítt og breitt um landið okkar, gekk Hvannadalshnjúk árið 2011, en hef farið í styttri göngur síðan þá. Ég elska að ferðast á nýja staði erlendis og næst á dagskrá er New York með vinkonum mínum. Kynntist þeim fyrir tæpum þrem ár- um þegar við eignuðumst allar börn haustið 2012. Náðum rosalega vel saman og höfum verið duglegar að hittast.“ Sif var kjörin ungfrú Suðurnes árið 2006 og ungfrú Ísland sama ár. Hún fór til Los Angeles og keppti í Miss Universe og til Finnlands og keppti í ungfrú Norðurlönd, lenti þar í 3. sæti. „Þetta var skemmtileg en jafn- framt krefjandi reynsla, þar lærði ég heilmikið.“ Fjölskylda Maki Sifjar Jón Norðdal Haf- steinsson, f. 9. september 1981, íþróttafræðingur. Hann kennir íþróttir og sund í Heiðarskóla Kefla- vík, er aðstoðarþjálfari meistara- flokks karla Keflavík í körfubolta og aðalþjálfari unglingaflokks. For- eldrar hans eru Aldís Jónsdóttir, f. 22. júlí 1952. ritari á Víkurfréttum og Hafsteinn Ingólfsson, f. 3. ágúst 1949, fyrrverandi útgerðarmaður. Þau búa í Keflavík. Sonur Sifjar og Jóns er Gauti Norðdal Jónsson, f. 27. september 2012. Bróðir Sifjar er Helgi Arason, f.3. desember 1986, smiður og starfar í vopnaleit hjá Isavia, bús. í Njarðvík. Foreldrar Sifjar eru Erna Hrönn Herbertsdóttir, f. 11. júní 1960, starf- ar fyrir Skólamat í mötuneyti FS, bús. í Keflavík, og Ari Lárusson, f. 29.12. 1959., yfirverkstjóri hjá Sub- sea, bús. í Noregi. Fósturforeldrar Sifjar eru Friðjón Ólafsson, eiginmaður Ernu móður Sifjar, f. 13. maí 1961, húsasmíða- meistari, sjálfstætt starfandi, bús. í Keflavík og Kristín Kristjánsdóttir, eiginkona Ara föður Sifjar, f. 28. mars 1962, starfar hjá Subsea í Noregi. Úr frændgarði Sifjar Aradóttur Sif Aradóttir Ágústa Þorkelsdóttir húsfreyja í Vetleifsholti Jónas Kristjánsson bóndi í Vetleifsholti í Holtum Lárus Jónasson starfsmaður Kaupfélagsins Þórs á Hellu Auður Einarsdóttir húsfreyja og starfsmaður á Lundi á Hellu Ari Lárusson yfirverkstjóri hjá Subsea í Noregi Katrín Vigfúsdóttir ljósmóðir og húsfreyja á Nýjabæ Einar Einarsson Bóndi á Nýjabæ undir V-Eyjafjöllum Haukur Zóphaníasson vélstjóri í Reykjavík Sighvatur Lárusson frum- kvöðull og fasteignasali á Hvammi í Holtum, Rang. Hörður Zóphaníasson fv. skólastjóri í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Hrafnhildur G. Hauksdóttir flugfreyja í Reykjavík Guðmundur Haukur Rafnsson flugumferðar- stjóri, bús. í Rvík Guðmundur Hauksson flugstjóri hjá Cargolux Hallfríður Ingveldur Guðnadóttir húsfreyja í Þverdal Árni Finnbogason var mest til sjós, bús. í Þverdal í Aðalvík Herbert F. Árnason skipasmiður og lögreglumaður í Keflavík Birna Zóphaníasdóttir fv. verslunareigandi og síðar verslunarstjóri í Keflavík Erna Herbertsdóttir starfsmaður hjá Skólamat í Keflavík Vilborg Björnsdóttir húsfreyja á Akureyri Zóphanías Benediktsson skósmiður á Akureyri Una Sighvatsdóttir fv. blaðamaður á Morgun- blaðinu, nemi í Barcelona Sturla Sighvatsson fram- kvæmdastjóri Volcanic Capital ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Bjarni Einarsson Thorlaciusfæddist 13. mars 1823 í Goð-dölum í Vesturdal í Skaga- firði. Faðir hans var Einar Hall- grímsson Thorlacius, prestur í Godölum, síðar prestur í Saurbæ í Eyjafirði, f. 5.1. 1790, d. 24.12. 1870. Foreldrar hans voru Hallgrímur Einarsson Thorlacius, prestur í Miklagarði í Eyjafirði, og k.h. Ólöf Hallgrímsdóttir. Móðir Bjarna var Margrét Jónsdóttir Thorlacius hús- freyja, f. 4.12. 1792, d. 23.10. 1883. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson lærði, prestur í Möðrufelli í Eyja- firði, og k.h. Helga Tómasdóttir. Bjarni varð stúdent frá Lærða skólanum 1848, fór til náms í Kaup- mannahöfn og las verkfræði og síðar læknisfræði í fjögur ár en lauk ekki prófi. Þegar Bjarni kom heim dvaldi hann um skeið hjá föður sínum, var síðan einn vetur kennari á Hólum í Hjaltadal og var síðan annan vetur aðstoðarlæknir Jóns Finsen á Ak- ureyri 1858-59. Eftir það var hann staðgengill Jóns á Austurlandi þeg- ar Jóni var falið að gegna þar lækn- isstörfum samhliða sínu héraði. Bjarni flutti á Eskifjörð 1862 og bjó þar í Jensenshúsi, líklega elsta húsi Austurlands, til æviloka. Í minning- argrein um Bjarna segir að hann hafi verið vel liðinn og nærgætinn læknir, með góða lækinsfræðilega þekkingu og aukið við hana samfara mikilli reynslu. Hann hafi hins vegar verið efnalítill og ekki fengið laun í samræmi við kostnað af störfum hans. Kona Bjarna var Gytte Elín Stef- ánsdóttir, f. 25.1. 1837, d. 21.4. 1881. Foreldrar hennar voru Stefán Stef- ánsson Thorarensen, bóndi á Espi- hóli í Eyjafirði, og k.h. Vilhelmína Christiana Thorarensen, f. Lever. Þau voru barnlaus. Um Bjarna segir í Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal: „Bjarni var langvaxinn og luralegur, var gott lat- ínuskáld og hafði það frá föður sín- um, en annars gat hann ekkert ort á íslensku. Hann fór til Hafnar og komst í letislark og okurkarlastúss, en var annars drengur góður.“ Bjarni lést 2.12. 1867 á Eskifirði. Merkir Íslendingar Bjarni Thorlacius 102 ára Guðjón Daníelsson 95 ára Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir 90 ára Hafsteinn Sigurjónsson 85 ára Ása Sigríður Helgadóttir 80 ára Aðalgeir Aðdal Jónsson Agnar Þorsteinsson Astrid Hammersland Jóna Gróa Sigurðardóttir Sigurður Hjálmarsson Svavar Benediktsson Valdís Björgvinsdóttir 75 ára Dvalinn Hrafnkelsson Hilmar Jakobsson Kristín Sigurðardóttir 70 ára Björgvin Geirsson Egilína Guðmundsdóttir Jakob V. Hafstein Janet Ingólfsson Kristján Sigurðsson Reynir Sveinsson Sigfríður L. Angantýsdóttir Þormar Kristjánsson Þorvaldur Þorvaldsson 60 ára Elísabet M. Jóhannsdóttir Hallsteinn Stefánsson Kjartan Jónasson Kristín Kristmundsdóttir Ólafur Jón Gústafsson Þórður Hafsteinsson 50 ára Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir Bergljót Elíasdóttir Heiðar Árnason Jakob Þór Kristjánsson Jóhann Tryggvi Jónsson Mihrije Shillova Sigurður Örn Einarsson Sigurjón Haraldsson Tryggvi G Valgeirsson Þorvaldur Stefánsson 40 ára Auður Þorgeirsdóttir Berglind Þorbergsdóttir Elfa Dögg S. Leifsdóttir Elísa Dögg Helgadóttir Erla Rut Fossberg Óladóttir Héðinn Björnsson Inga Hrund Gunnarsdóttir Jóna Ósk Jónasdóttir Kári Ragnarsson Selma Dröfn Brynjarsdóttir Snæbjörn Sigurðsson Tómas Guðmundsson 30 ára Adam Jaroch Ana Marija Mandres Einar Steinn Guðmundsson Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir Hrafnhildur S. Þorsteinsdóttir Joanna Zyskowska Zabora Kamil Andrzej Misiuga Karol Szpaczko Kent Ekeheien Lien Lars Schade Foder Ninna Karla Katrínardóttir Sandra Björg Sigurjónsdóttir Sif Þorsteinsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Steinar er Grund- firðingur og er vélstjóri í nýju fiskvinnslunni hjá Vísi í Grindavík. Maki: Sigrún Ísdal Guð- mundsdóttir, f. 1981, hár- snyrtir. Synir: Óskírðir tvíburar, f. 8.1. 2015. Annar þeirra er 3.000. Grindvíkungurinn. Foreldrar: Kjartan Nóa- son, f. 1953, og Halldóra Guðmundsdóttir, f. 1957, bændur á Setbergi í Eyrarsveit. Steinar Nói Kjartansson 30 ára Hildigunnur er Reykvíkingur og er í hjúkrunarfræðinámi. Maki: Gunnar Ingi Arn- arson, f. 1981, fjármála- stjóri hjá Málmtækni. Börn: Jökull, f. 2007, Ívar Freyr, f. 2010, og Jóhanna Þórunn, f. 2013. Foreldrar: Magnús Guð- mundsson, f. 1957, mat- vælafr. hjá Nýsköpunar- miðst., og Þórunn Sveins- dóttir, f. 1955, sjúkraþj. hjá Vinnueftirlitinu. Hildigunnur Magnúsdóttir 30 ára Flosrún er Reyk- víkingur og er nemi í tannsmíði hjá tannlækn- ingadeild Háskóla Íslands. Maki: Lars Schade Foder, f. 18.3. 1985, íshokkíþjálf- ari hjá Skautafélaginu Birninum. Foreldrar: Jóhannes Jón Gunnarsson, f. 1950, veit- ingastjóri í Perlunni, og Ásgerður Jóna Flosadótt- ir, f. 1954, framkvæmda- stjóri Fjölskylduhjálpar Íslands. Flosrún Vaka Jóhannesdóttir Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . ..

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.