Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 44

Morgunblaðið - 18.03.2015, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 77. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Framleiða mat til förgunar 2. Fífluðust hálfnaktir við … 3. Gerir þú greinarmun á 382.000 … 4. „Sófinn kom bókstaflega í …“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Mottusafnari dagsins er Ágúst Stefánsson. Hann þekkir, að eigin sögn, allt of marga sem hafa þurft að berjast við krabbamein og vonar að fólk taki sig til og styrki það góða starf sem Krabbameinsfélagið stend- ur fyrir. Ágúst er mottusafnari nr. 1.456. Fylgstu með honum og fleiri mottusöfnurum á mottumars.is. Er með í sjötta sinn  Dagskrá menningarhússins Mengis er fjölbreytt í vikunni. Í kvöld mun ljóðaútgáfan Meðgönguljóð kynna þrjú skáld og ný ljóðverk þeirra: Að ei- lífu, áheyrandi eftir Kristu Alexand- ersdóttur, Beinhvíta skurn eftir Soffíu Bjarnadóttur og Blágil eftir Þórð Sæv- ar Jónsson. Höfundar munu lesa upp úr verkum sínum og Teitur Magn- ússon og Ásta Fanney Sigurðardóttir flytja tónlist. Á fimmtudaginn verður haldin myndbandsverkahátíðin Gree- ner on the other side þar sem Þjóð- verjinn Clemens Wilhelm kynnir dag- skrá myndbandsverka eftir átta listamenn sem búsettir eru í Berlín. Á föstudaginn leikur Tríó Richards And- erssons djass og á laugardaginn tví- burasysturnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur. Þær munu koma fram hvor í sínu lagi og flytja frumsamið efni. Viðburðirnir hefjast allir kl. 21. Mengi er á Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Á myndinni sést Teitur Magn- ússon. Ljóð, tónlist og mynd- bandsverk í Mengi SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægir vindar framan af degi og víða bjart- viðri. Gengur í suðaustan 10-18 m/s seinnipartinn á Suður- og Vesturlandi með snjókomu, slyddu eða rigningu og hlýnar. VEÐUR Arnór Smárason var ekki lengi að gera vart við sig í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu því markið sem hann skoraði gegn meist- araliði Zenit frá Pétursborg um síðustu helgi hefur verið útnefnt mark vikunnar í Rússlandi. Þar að auki valdi EA Sports Arnór í lið 19. umferðar deildarinnar. Arnór er kominn til Torp- edo frá Moskvu sem láns- maður frá Helsingborg. »1 Arnór skoraði mark vikunnar Björgvin Björgvinsson, einn albesti alpagreinaskíðamaður sem þjóðin hefur átt, verður hugsanlega á meðal keppenda á Skíðamóti Íslands um helgina. Björgvin, sem er 35 ára, hætti keppni árið 2011 eftir að hafa meðal annars farið á þrenna vetrar- ólympíuleika, 48 heimsbikarmót og 102 Evrópu- bikarmót. »1 Björgvin dregur fram skíðin á nýjan leik „Ég yrði gjörsamlega í skýjunum með það ef við yrðum Íslandsmeistarar og ég tel okkur eiga möguleika á því,“ sagði Stefan Bonneau, leikmaður Njarðvíkur, sem í gær var valinn besti leikmaður seinni hluta Dominos- deildarinnar í körfubolta. Bonneau er afar vel að nafnbótinni kominn en hann skoraði 36,9 stig að meðaltali í leik, tók sjö fráköst. »2 Bonneau hefur skarað fram úr í körfunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Um síðustu helgi fór fram Norður- landamót í svokallaðri grjótglímu. Íslendingar hafa alltaf verið fram- arlega í gömlu góðu glímunni en þessi er öðruvísi. Þarna er ekki glímt við fólk heldur er grjótglíma klifur þar sem klifrað er án línu en klifurhæðin fer sjaldnast upp fyrir sex metra. Grjótglíma er íslensk þýðing á enska orðinu Bouldering. Hún geng- ur fyrst og fremst út á að finna stóra steina og klifra upp án hjálparbún- aðar. Þeir Guðmundur Freyr Arnarson og Bjartur Lúkas Grétarsson fóru til Danmerkur, þar sem mótið var hald- ið að þessu sinni, og kepptu fyrir hönd Íslendinga. Guðmundur Freyr komst í úrslit í sínum flokki og hafn- aði í þriðja sæti en þetta er í þriðja sinn sem Íslendingur kemst á pall á Norðurlandamótinu í grjótglímu. „Ég er búinn að æfa klifur í sjö eða átta ár,“ segir Guðmundur stoltur með bronsið, en hann stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Guðmundur verður 17 ára í desem- ber og byrjaði barnungur að klifra í Klifurhúsinu. Mótið fór fram innanhúss og dæmt er eftir erfiðleikastuðli. Fyrir mótið eru settar upp leiðir sem keppendur fá ekki að sjá fyrr en rétt áður en þeir standa við vegginn. Svo er dæmt eftir því hvaða leið þeir velja að fara. „Það eru engar línur til að halda manni ef maður dettur – bara mjúk- ar dýnur fyrir neðan.“ Á þessu móti voru tvær umferðir. Í fyrri umferðinni voru átta leiðir og mátti Guðmundur reyna við hverja leið fimm sinnum. „Ég á að reyna að ná upp á topp í eins fáum tilraunum og ég get. Hraðinn skiptir ekki máli heldur að- eins leiðin sem ég vel.“ Þrátt fyrir að vera einn allra efni- legasti klifurmaður landsins segir hann að það heilli sig lítið að gerast atvinnumaður í greininni. „Nei, það er voðalega erfitt að gerast atvinnumaður í grjótglímu. Þetta er lítil íþrótt og fáir styrkt- araðilar sem vilja styrkja menn og borga þeim laun. Það eru alveg til atvinnumenn í klifri og þá búa þeir bara í bílunum sínum og keyra á milli staða til að klífa. Það er ekki mjög heillandi lífs- stíll þótt það sé ábyggilega gaman,“ segir Guðmundur. Glæsilegur grjótglímukóngur  16 ára nemi við Kvennaskólann krækti sér í brons á Norðurlanda- móti í grjótglímu Morgunblaðið/Árni Sæberg Bronsmaður Guðmundur vann brons í grjótglímu sem er íslensk þýðing á enska orðinu Bouldering. Hún gengur fyrst og fremst út á að finna stóra steina og klifra upp án hjálparbúnaðar og eru keppendur ekki fastir í línu. Guðmundur segir að sumarið sé tíminn þegar kemur að klifri hér á landi. Yfir vetrartímann er æft í Klifurhúsinu en þegar sú gula lætur sjá sig eru grjótglímumenn fljótir að finna sér staði. „Þessi keppni var innanhúss og maður er mestmegn- is að æfa sig innanhúss. Mig langar að fara til Frakklands eða Svíþjóðar í sumar að æfa mig en það er ekki alveg komið á hreint. Ísland sem klifurland er ekkert sérstaklega gott. Það er ekki hægt að klifra í rigningu því þá verða klettarnir sleipir og erfiðir. Síðan er bergið hér á landi yfirleitt móberg sem er svo laust í sér að það er hættulegt að klifra upp. Við erum yfirleitt í Klifurhúsinu, sem var nýverið stækkað um helm- ing því þetta er að verða svo vinsæl íþrótt.“ Sumarið er tíminn hér á landi GRJÓTGLÍMULANDIÐ ÍSLAND Á fimmtudag Austlæg átt 8-13 m/s. Rigning eða slydda á Suður- og Vesturlandi og hiti 0 til 5 stig, en snjókoma eða slydda fyrir norðan og austan og hiti kringum frostmark.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.