Morgunblaðið - 20.03.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.2015, Qupperneq 1
 „Við teljum ábyrgð veghald- ara meiri en fram hefur kom- ið í þessum tjóna- málum því að þeir máttu alveg vita að þetta færi í þennan farveg,“ segir Runólfur Ólafsson hjá FÍB um rétt ökumanna til skaðabóta, verði ökutæki þeirra fyrir tjóni af völdum holna í slitlagi. Hann vísar m.a. til ummæla for- svarsmanna Vegagerðar og borgarinnar um að langvarandi viðhaldsskortur muni bitna á veg- unum. Ekki sé aðeins hægt að skýla sér á bak við tíðarfarið í vetur. „Stjórnmálamenn létu þessi varnaðarorð framhjá sér fara,“ segir Runólfur en FÍB bíður niður- stöðu tjónamáls hjá úrskurðar- nefnd vátryggingamála. Verði niðurstaðan veghaldara í hag komi dómsmál til greina. »12 Meðvitað skapað ástand sem veldur borgurum tjóni F Ö S T U D A G U R 2 0. M A R S 2 0 1 5 Stofnað 1913  67. tölublað  103. árgangur  FJÖLDI FÓLKS GLÍMIR VIÐ MEÐVIRKNI ER EKKI NÓG AÐ ELSKA? LANDSLAGIÐ Á RÆTUR Á VESTFJÖRÐUM NÝTT LEIKRIT 38 MÁLVERK GUÐBJARGAR 39MÓTUNARÁR MIKILVÆG 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunverð íbúða í fjölbýli á höfuð- borgarsvæðinu er nú svipað og í mars 2005 og hefur það hækkað um 30% frá því í apríl kreppuárið 2010. Flest bendir til að áfram verði spenna á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu og eiga lítið framboð og íbúafjölgun þátt í því. Gangi spá Landsbankans eftir verður raun- verðið senn orðið jafnhátt og 2006. Hér til hliðar hefur söluverðið í febrúar verið áætlað út frá greiningu Þjóðskrár Íslands, sem gerð var að beiðni Morgunblaðsins. Vekur at- hygli að meðalverðið í Grafarvogi nálgast 300 þúsund krónur og selst dæmigerð 100 fermetra íbúð í hverf- inu því nú á tæpar 30 milljónir. Spár um að fasteignir í úthverfum Reykjavíkur myndu hækka í verði, í kjölfar hækkunar í miðborginni, eru því að rætast. Á sama tíma og íbúðaverð hækkar stöðugt lækkuðu íbúðalán íslenskra heimila hjá bönkum og sparisjóðum í janúar. Uppgreiðslur vegna séreign- arsparnaðar koma þar við sögu. Ný rannsókn Samtaka iðnaðarins bendir til að næstu ár verði uppsafn- aðri þörf fyrir húsnæði ekki mætt. Fyrirhugaðar 35-40 fermetra smá- íbúðir við Barónsstíg í Reykjavík eru dæmi um nýjar lausnir þegar verð er hátt og greiðslumat strangt. 30% hækkun íbúðaverðs  Verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu nú 30% hærra en 2010  Söluverð á fermetra í Grafarvogi er að nálgast 300 þúsund M Íbúðaverð »9 Áætlað söluverð íbúða í febrúar Eignir í fjölbýli í Reykjavík Póstnúmer 101 105 107 109 111 112 376.222 353.087 345.129 249.184 244.077 288.974 Söluverð á fermetra Heimild: Þjóðskrá Íslands. Útreikningar eru blaðsins. Morgunblaðið/Sverrir Ræktun Rýmra þarf að vera um kjúk- lingana en áður, samkvæmt reglugerð. Kjúklingabændur hafa óskað eftir tíma til aðlögunar að nýrri aðbúnaðarreglugerð stjórnvalda. Þar eru gerðar ríkari kröfur en Evrópusambandið gerir til sinnar fram- leiðslu. Telja þeir að þetta skekki samkeppn- isstöðu innlendu framleiðslunnar gagnvart innflutningi. „Okkur þykir reglugerðin [um aðbúnað alifugla] góð. Þar er ýmislegt uppfært miðað við kröfur um velferð dýra í dag,“ segir Matthías H. Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Reykjagarðs og fulltrúi í stjórn Félags kjúklingabænda. Í reglugerðinni sem gefin var út í lok janúar sl. er þess krafist að þétt- leiki í kjúklingaeldi megi ekki vera meiri en 39 kíló á fermetra, með vissum skilyrðum. Kjúklingabændur innan ESB geta verið með allt að 42 kíló í þéttleika. Það telur Matthías að skekki samkeppnisstöðuna því kjúklingar eru aðallega fluttir inn frá löndum ESB. Enginn aðlögunartími Starfshópur sem undirbjó reglugerðina lagði til að lágmarkskröfur ESB yrðu við- miðunin. Samkvæmt upplýsingum frá at- vinnuvegaráðuneytinu bárust mótmæli frá dýraverndarfélögum og var ákveðið að fara milliveg á milli ESB og Svíþjóðar og Noregs þar sem gerðar eru strangari kröfur. Enginn aðlögunartími er gefinn. Matthías segir að búin þurfi að stækka húsnæði sitt um allt að 10% til að framleiða sama magn. Hann telur sanngjarnt og eðlilegt að gerðar séu kröfur um að innflutt kjöt sé framleitt við sömu aðstæður. helgi@mbl.is Kjúklingar þurfa meira rými en í ESB  Skekkir samkeppnis- stöðu kjúklingabænda Fólk er sólgið í veðurblíðu eftir hryssinginn undan- farið og mátti sjá þess merki í miðborginni í vik- unni. Sumir tóku því fagnandi að geta sest niður ut- an við veitingastað þótt ekki væri lofthitinn hár. Fólkið lét það ekki trufla sig þótt vinnusamir menn væru að þrífa húsið á sama tíma. Vorverkin koma með vaxandi birtu Morgunblaðið/Eggert Veturinn þrifinn af húsunum  Í alþjóðlegum samanburði er skuggabanka- kerfið lítið hér- lendis en þó er varað við kerf- islegri áhættu sem skapast vegna mikilla tengsla hefð- bundins bankakerfis og þess óhefð- bundna. Gagnkvæm eignatengsl eru margfalt meiri hér á landi en í flestum samanburðarríkjum. Nefnd sem fjallað hefur um skuggabankakerfið kallar eftir frekari kortlagningu þess og fagn- ar lagasetningu sem innleidd verð- ur á þessu sviði. Hún varar jafn- framt við séríslenskri löggjöf þar til reynsla er komin á hina samræmdu löggjöf í Evrópu. »18 Skuggabankakerfið er lítið á Íslandi  Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður tilkynnti síðdegis í gær að hún ætlaði að bjóða sig fram gegn núverandi formanni flokks- ins, Árna Páli Árnasyni. Kosið verður á lands- fundi flokksins á Hótel Sögu í dag. „Ég tel að við eig- um ekki að vera hrædd við að gera breytingar ef við teljum að það geti aukið fylgi okkar þannig að jafnaðarstefnan verði sterkari og við komumst í aðstöðu til að móta framtíðina,“ segir Sigríður. Árni Páll segir lykilatriðið fyr- ir Samfylkinguna að halda sinni sýn á leiðina áfram og missa ekki sjónar á því að það er langtíma- verkefni. „Traust sem glatast verður ekki endurheimt í einu vetfangi. Það tekur tíma og við erum á góðri leið,“ segir Árni Páll. »2 Óvæntur slagur í Samfylkingunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.