Morgunblaðið - 20.03.2015, Side 6

Morgunblaðið - 20.03.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Fyrirtækið Já hefur að undanförnu fengið fjölda kvartana og ábendinga frá sínum viðskiptavinum vegna reikninga í einkabanka og greiðslu- seðla fyrir þjónustu sem þeir töldu sig ekki hafa stofnað til. Í einhverjum tilvikum hafa reikningarnir farið í innheimtu og fólk fengið sendar við- varanir frá Fjárvakri. Neytenda- samtökin hafa einnig fengið ábend- ingar útaf þessu. Við eftirgrennslan Morgunblaðsins hjá Já kemur í ljós að í langflestum tilvikum er um að ræða rukkun á ár- gjaldi fyrir viðbótarskráningu á Já.is, líkt og fyrir aukalínu í símaskránni. Fram að síðustu áramótum fengu símnotendur rukkun fyrir þessu í símreikningum Símans en frá 1. jan- úar sl. ákvað Já að beina viðskiptum sínum til Fjárvakurs, sem sér um inn- heimtu og móttöku greiðslna fyrir fyrirtækið. Var árgjaldið sent inn í einkabanka fólks yngra en 65 ára en aðrir fengu senda greiðsluseðla. Fyrirtæki fá póstlagða reikninga nema þau geti tekið á móti rafrænum reikningi beint í bókhaldskerfi. Innheimtan í endurskoðun Aðspurð segir Lilja Hallbjörns- dóttir, þjónustustjóri Já, að við- skiptavinum hafi ekki verið tilkynnt um breytta innheimtu og betur hefði mátt standa að málum. „Við hefðum betur upplýst okkar viðskiptavini um breytinguna. Við erum að fara yfir þessi mál og endurskoða, höfum eng- an áhuga á að valda einhverjum mis- skilningi og gerum okkar besta til að upplýsa þá sem hafa samband við okkur,“ segir Lilja en á vefslóðinni reikningar.ja.is er að finna upplýs- ingar um breytt innheimtuferli fyr- irtækisins. Lilja segir hvert tilvik vera metið og dæmi séu um að kröfur hafi verið felldar niður. bjb@mbl.is Létu ekki vita af breyttri innheimtu  Fjöldi kvartana borist til Já vegna breytinga á innheimtu fyrir árgjald Morgunblaðið/Júlíus Innheimta Eitt þeirra bréfa sem Fjárvakur sendi út fyrir Já. Morgunblaðið hefur fengið að heyra fjölmörg dæmi um fólk sem undr- aðist að sjá rukkun í netbanka frá Já og síðan innheimtubréf frá Fjár- vakri. Í sumum tilvikum vissu viðkomandi ekki til þess að vera með net- banka. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum þurfa kröfuhafar að gera sérstakan innheimtusamning við sinn viðskiptabanka til að geta stofnað kröfu. Eftir það er þeim frjálst að stofna kröfur á hvern sem er, eina sem kröfuhafar þurfa er kennitala greiðanda og engu skiptir hvort sá er með netbanka eða ekki. „Samningssambandið er á milli kröfuhafa og greiðanda, bankinn er ekki beinn aðili að þeirra viðskiptum en útveg- ar dreifileiðina ef svo má segja,“ segir Kristján Kristjánsson hjá Lands- bankanum. Hann segir kröfu ekki stofnast í netbanka nema viðkomandi viðskiptavinur hafi gert skriflegan samning við sinn banka um það. Kemur mörgum í opna skjöldu RUKKUN JÁ Í NETBANKA OG INNHEIMTUBRÉF FRÁ FJÁRVAKRI Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Áhugi ljósmyndara á sólmyrkvanum er mikill, enda mikil áskorun að ná góðum myndum af þessu einstæða náttúrufyrirbæri,“ segir Baldvin Einarsson hjá ljósmyndarvöruversl- uninni Beco í Reykjavík. Fjölmargir hafa verið í sam- bandi við starfs- menn þar á síð- ustu dögum og leitað upplýsinga um hvernig best sé að ná myndum af því þegar sólin hverfur bak tungl- inu. Sólmyrkvinn stendur yfir um tvær klukku- stundir. Í Reykjavík byrjar myrkv- inn kl. 8:38 og nær hámarki kl. 9:37. Þá fer að rofa til. Ekki upp í sól Baldvin Einarsson segir að ekki sé mælt með því að taka myndir beint upp í sól enda geti slíkt valdið skemmdum. Beri þó að taka fram að margir hafi í gegnum tíðina tekið ljósmyndir af sólinni með góðum ár- angri og vandkvæðalaust. Í sólmyrkva ætti fólk að byrja með því að nota þrengsta ljósop mynda- vélar og mesta mögulega lokunar- hraða, til dæmis 1:8000 sek. eða þrengsta ljósop linsunnar, t.d. 32. Þegar hefðbundin SLR myndavél, til dæmis Canon EOS, er stillt á lang- an ljóstíma og sett móti sól þá fara geislar hennar inn um linsuna og spegilhúsið og svo má skoða myndina í glugga afan á vélinni. Þetta mætti halda að væri alveg öruggt en það eru margir hlutir inni í linsunni og speg- ilhúsinu sem eru úr plasti og geta skemmst í miklum hita. Ásamt því eru í öllum nútíma SLR vélum tveir speglar, einn fyrir skoðara og hinn fyrir fókusskynjara. Hjá Beco vekja menn athygli á því að þegar ljós komi inn í myndavél fari það ekki bara út um skoðara heldur einnig á fókusskynjarann. Þar geti verið fyrir plasthlífar eða skyggni sem illa þoli hita. Þegar að því komi að taka myndina sjálfa sé lýsingar- tíminn iðulega stuttur og því séu lík- urnar á því að skemma t.d. mynd- skynjarann afar litlar. Ef hins vegar séu teknar lifandi myndir sé sterkur sólargeisli sendur á myndskynjar- ann í talsverðan tíma og slíkt geti verið varhugavert. Því sé ekki ráð- legt að beina myndavél beint að sól nema nota rafsuðugler eða ljóssíur. Ljósopið sé þröngt og lokunahraðinn mikill  Myndasmiðir leita ráða  Sólmyrkvinn í dag er áskorun AFP Noregur Fjöldi ljósmyndara er kominn til Svalbarða, þaðan sem vel mun sjást til sólmyrkvans. Lögregla hefur þó áhyggjur, fari ísbirnir á stjá. Samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er skýjahuluspáin þannig að sólmyrkvinn ætti að sjást vel á Suðurlandi og búist er við að skýin verði að mestu farin á Vesturlandi. Spáin var ekki góð fyrir Norður- og Austurland. Þetta er þó bara spá og erfitt er að lesa í skýin. Veðurspáin spáir ágætisveðri, austlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s. Snjókoma eða él í fyrstu á norðaustanverðu landinu, annars bjart með köflum. Í tilefni af sólmyrkvanum verður víða blásið í gleðilúðra til að sjá þessa einstöku sýningu. Þannig verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað klukkan átta og í Bláfjöllum klukkan níu. Á Ólafsfirði fer Arctic Freeride upp á Múlakollu á snjó- troðara, ásatrúarmenn ætla að taka skóflustungu að nýju hofi um leið og eflaust mætti nefna fleira. Gestir hátíðarinnar EVE fanfest munu hittast fyrir utan Hörpu klukkan hálfníu og horfa. Einnig verða HÍ og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness með hátíð fyrir framan aðalbyggingu HÍ í tilefni dagsins sem er liður í dagskrá skól- ans á alþjóðlegu ári ljóssins. Engin ský fyrir Sunnlendingum SÝNING NÁTTÚRUNNAR Í MORGUNSÁRIÐ Björn Björnsson Sauðárkróki Eftir langvarandi umhleypinga og nú síðast versta óveðurskafla vetr- arins þar sem jafnvel stórtjón urðu í flestum landshlutum, var ánægjulegt að sjá, þegar brast á með logni í Skagafirði að flestar byggingar höfðu sloppið óskadd- aðar. En athygli fréttaritara vakti „fjölþjóðleg“ bygging yngstu bæj- arbúanna frá síðastliðnu sumri, sem hafði haldið velli þrátt fyrir veðurofsann, sem tætti af þök og velti jafnvel heyrúllum og öðrum þungum hlutum um langan veg. Að vísu var ljóst að ekki voru allir veggir hornréttir eftir átökin, og ef til vill var hallinn orðinn eitt- hvað meiri en var í haust, en víst er að byggt var af vandvirkni og alúð og naglarnir ekki sparaðir. Morgunblaðið/Björn Björnsson Glæsibygging stóð af sér storminn Baldvin Einarsson SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Kíktu á verðið Mikið úrval af léttum strigaskóm Verð 1.995 Stærðir 36-41 Verð 3.995 Stærðir 36-41 3.995 Stærðir 36-41 Verð Verð 1.995 stærðir 36-41

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.