Morgunblaðið - 20.03.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
„Við erum alltaf að reyna að koma í
veg fyrir smygl og erum stöðugt á
tánum,“ segir Kári Gunnlaugsson
yfirtollvörður en
í gær sendu toll-
verðir frá sér
fréttatilkynn-
ingu um árangur
síðasta árs sem
sést m.a. hér að
ofan.
Kári segir að
það verði æ erf-
iðara að stöðva
smygl eftir að
ferðamönnum
fór að fjölga mjög hér á landi. „Við
komumst yfir einhvern fjölda og
það lenda um 3.000 manns í Kefla-
vík á hverjum degi yfir vetrartím-
ann og um 10 þúsund manns á dag
á sumrin,“ segir Kári.
Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur
tollvörðum ekki verið fjölgað. „Rík-
ið hefur ekki aukið fjárframlög hjá
okkur. Við erum alltaf með sama
mannskap þótt ferðamönnum hafi
fjölgað um helming. Það er auðvit-
að búinn að vera samdráttur en
fjárframlög til okkar hafa staðið í
stað í mörg ár.“
„Erfiðara
að stöðva
smygl“
Tollvörðum hefur
ekki verið fjölgað
Kári
Gunnlaugsson
Veður víða um heim 19.3., kl. 18.00
Reykjavík 6 súld
Bolungarvík 1 rigning
Akureyri 3 rigning
Nuuk -5 léttskýjað
Þórshöfn 6 súld
Ósló 3 skúrir
Kaupmannahöfn 7 heiðskírt
Stokkhólmur 11 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 7 skýjað
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 7 skýjað
París 7 alskýjað
Amsterdam 11 heiðskírt
Hamborg 13 heiðskírt
Berlín 12 heiðskírt
Vín 11 heiðskírt
Moskva 10 skýjað
Algarve 13 léttskýjað
Madríd 12 skýjað
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 16 heiðskírt
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg 2 skýjað
Montreal -6 heiðskírt
New York 2 heiðskírt
Chicago 7 alskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:29 19:42
ÍSAFJÖRÐUR 7:34 19:48
SIGLUFJÖRÐUR 7:17 19:31
DJÚPIVOGUR 6:59 19:12
www.reykjafell.is
Nánari upplýsingar veita
löggiltir rafverktakar.
Rétt uppsetning og meðhöndlun tryggir
endingu og ábyrgð, öryggi í þína þágu.
herbergjalausnir
Kíkja-í-pakkann-flokkarnir á Al-þingi hafa nú lagt fram þings-
ályktunartillögu um að borið verði
undir þjóðina
hvort kíkt skuli í
pakkann. Flokk-
arnir eru nú, þeg-
ar þeir óttast að
hilli undir að að-
ildarumsóknin sé
endanlega úr sög-
unni, orðnir sér-
staklega áhuga-
samir um
þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Nú er aðþeirra áliti
mikilvægt að
þjóðin kjósi og er
það athyglisverð
viðhorfsbreyting.
Það vill nefni-lega svo til
að þingmenn
kíkja-í-pakkann-
flokka hafa hing-
að til hafnað því
að leyfa lands-
mönnum að taka afstöðu til aðildar-
umsóknar.
Þeir höfðu tækifæri til þess sum-arið 2009 en ákváðu þess í stað
að neyða upp á þjóðina aðildar-
umsókn og öll þau ósköp sem þeirri
umsókn hafa fylgt, vitandi að þjóð-
in vill alls ekki ganga í ESB.
Og þessir áhugamenn um þjóðar-atkvæði fengu líka ítrekað
tækifæri til að leyfa þjóðinni að
segja skoðun sína á afleitum Ice-
save-samningum, en höfnuðu því
jafnan og þurfti atbeina forseta til
að þjóðin fengi að hafna samn-
ingum þessa fólks.
En nú er lýðræðisástin sönn. Umþað efast enginn.
STAKSTEINAR
Lýðræðisást
eða lýðskrum?
Katrín
Jakobsdóttir
Guðmundur
Steingrímsson
Árni Páll
Árnason
Íslenskir tollverðir stöðvuðu á
landamærunum á síðasta ári
nokkrar sérstakar sendingar.
Þurrkaður krókódílshaus, einn og
hálfur lítri af andablóði og tugir
hrárra eggja voru meðal þess sem
tollverðir stoppuðu. Andablóðið var
sagt ætlað til súpugerðar en inn-
flutningur hrárra dýraafurða er
bannaður. Krókódílshausinn fellur
undir svokallaðan CITES samning
um alþjóðaverslun með plöntur og
dýr í útrýmingarhættu. Sá sem
kom með hann til landsins framvís-
aði fölsuðu CITES vottorði þ.e.
fölsuðu leyfi til útflutnings frá Taí-
landi.
Afurðir dýra stoppaðar
Markmið CITES samningsins er
að vernda tegundir dýra og plantna
sem eru í útrýmingarhættu með
því að stjórna alþjóðlegum við-
skiptum með þær. „Tollstjóri bend-
ir á að flutningur dýra og plantna,
sem flokkuð eru í útrýmingar-
hættu, eða afurða þeirra milli landa
er ekki leyfilegur nema að fengnu
leyfi hjá Umhverfisstofnun,“ segir í
tilkynningu frá embættinu.
„Brögð eru að því að stöðva þurfi
sendingar í tollafgreiðslu, sem inni-
halda afurðir dýra sem eru á vál-
ista eins og ofangreint dæmi ber
með sér,“ segir ennfremur.
benedikt@mbl.is
Þurrkaður krókódílshaus og andablóð
Tollverðir stöðva stundum sérkennilegar sendingar á landamærum
Morgunblaðið/Tollstjóri
Þurr Krókódílshausinn sem toll-
verðir stöðvuðu á síðasta ári.