Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Opinber stefna í málefnum frístunda-
heimila, þ.e.a.s. lengdrar viðveru
barna á grunnskólaaldri eftir að hefð-
bundnum skóladegi lýkur, er ekki til-
þrátt fyrir hávær-
ar kröfur um hana
síðustu ár. Krafan
hefur m.a. komið
frá þeim sem
starfa í faginu,
sveitarfélögum og
umboðsmanni
barna. Árið 2012
óskaði umboðs-
maður barna eftir,
við mennta- og
menningar-
málaráðuneyti, að settar yrðu op-
inberar reglur um fagmennsku í
starfinu.
Ný lög eða grunnskólalög?
Ýmsar hugmyndir eru um hvaða
leið sé best að fara í þessum efnum,
m.a. hvort frístundaheimili ættu að
tilheyra lögum sem þegar eru fyrir
hendi, t.d. grunnskólalögum, æsku-
lýðslögum eða hvort setja ætti upp
sérstakan lagabálk um frístunda-
heimili.
Þetta kom m.a. fram í niðurstöðum
starfshóps sem skilaði tillögum til
mennta- og menningarmálaráðu-
neytis síðastliðið haust. Starfs-
hópnum var falið að skoða hvort þörf
væri á að kveða með skýrari hætti á
um starfsemi frístundaheimila fyrir
nemendur á grunnskólastigi.
Í könnun sem hópurinn lét gera
kom fram að langflest sveitarfélög
telja æskilegt að sett verði opinber
viðmið um starfsemi frístundaheim-
ila. Niðurstaða hópsins var því af-
dráttarlaus um að opinbera stefnu
skorti og þyrfti að gera bragarbót á
því.
Tómstundadagurinn 2015
Í dag er haldinn tómstundadag-
urinn 2015 í Háskóla Íslands, þar er
áhersla á starfsemi frístundaheimila
fyrir 6-9 ára börn. „Málþingið er kjör-
inn umræðugrundvöllur því það er
mikilvægt fyrir okkur að ræða þessi
mál betur. Vonandi komumst við nær
því að finna heppilega lausn og ræða
hvaða möguleikar eru til staðar,“ seg-
ir Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í
mennta- og menningarmálaráðuneyt-
inu en hann sat í starfshópnum um
frístundaheimilin.
Eins og var áður í leikskólunum
Á málþinginu mun Guðni ræða þá
vinnu sem fram fór í starfshópnum og
stöðu frístundaheimila. „Það má segja
að staðan á frístundaheimilunum er
svipuð og var á leikskólastigi áður en
leikskólinn var lögfestur. Þróunin er
svipuð þar sem beðið er um sam-
ræmdar leikreglur,“ segir Guðni.
Hann bendir á að sveitarfélögin séu
komin mislangt í að skapa ramma ut-
an um starfið. Reykjavíkurborg sé
komin lengst í að þróa starfið, að öll-
um öðrum sveitarfélögum ólöstuðum,
m.a. með mótun viðmiða um gæði.
Guðni bendir á að fólk vilji ganga mis-
langt í þessum efnum. Sterkari krafa
er í þéttbýlinu að fá sérstakan laga-
ramma utan um frístundastarfið, sem
falli ekki innan grunnskólalaganna.
„Mikilvægast er þó að koma sér
saman um viðmið um gæði starfsins,
ramma um starfsemina og fag-
mennsku starfsmanna,“ segir Guðni
og hann væntir þess að hægt verði að
nýta afrakstur þingsins til frekari
stefnumótunar.
Morgunblaðið/Kristinn
Börn Sterk krafa er í borginni um sérstök lög um frístundastarfið.
Sérstök lög um
frístundaheimili?
Frístundaheimili
» Ekki er til opinber stefna í
málefnum frístundaheimila,
þrátt fyrir háværar kröfur um
hana síðustu ár.
» Ýmsar leiðir eru í boði, m.a.
hvort frístundaheimili ættu að
tilheyra grunnskólalögum,
æskulýðslögum eða hvort
setja ætti sérstök lög.
Guðni
Olgeirsson
„Ég kalla eftir opinberum ramma
um starfsemi frístundaheimila,“
segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir,
lektor við menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Hún heldur
erindi á tómstundadeginum 2015
í dag undir yfirskriftinni: „Hvað er
frístundaheimili?“
Kolbrún segir þennan mála-
flokk falla á milli vita í um-
ræðunni og bendir á að það sé
deilt um hvar eigi að staðsetja
frístundaheimilin, hvort þau eigi
að heyra undir grunnskólana eða
undir æskulýðs- og tómstunda-
mál.
Hún segir að hvaða leiðir sem
sveitarfélög fari í þeim efnum
verði að styðja við faglegt starf
og tryggja viðunandi aðbúnað.
„Það er ánægjulegt að það er
vaxandi meðvitund um mikilvægi
frístundaheimila.
Meirihluti sex til
átta ára barna
dvelur mikinn
tíma á frístunda-
heimilum og hér
gefst tækifæri til
að vinna mark-
visst með félags-
færni, þátttöku
og skapandi
starf barna,“ segir Kolbrún.
Í því samhengi vísar hún til
náms í tómstunda- og félags-
málafræðum við Háskóla Íslands
sem vaxandi sókn er í. Kolbrún
bendir á að gagnlegt sé að líta til
Svíþjóðar og Danmerkur þar sem
ríkari hefð er fyrir tómstunda-
fræðingum sem fagstétt í sam-
félaginu og sú fagstétt er orðin
ómissandi hluti af menntakerfinu.
Kalla eftir opinberum ramma
MÁLAFLOKKUR SEM FELLUR MILLI VITA
Kolbrún Þ.
Pálsdóttir