Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 25

Morgunblaðið - 20.03.2015, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Enn berast fregnir af arðgreiðslum og góðum hagnaði bankanna. Í mínum huga er skuggi á þessum fregnum hvað varðar Landsbankann, banka allra lands- manna, bankann sem er í meirihlutaeigu þjóðarinnar. LÍ hefur stundað það markvisst síðustu miss- eri og það er opinber stefna fyrirtæk- isins, að hafa frumkvæði að því að bjóða öllum sem eru í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna svokall- aðan sólarlagssamning, um leið og starfsmaðurinn kemst á svokallaða 95-ára reglu. Það er, þegar sam- anlagður starfsaldur hjá bankanum og lífaldur starfsmanns nær 95 árum, þá er samkvæmt reglum Lífeyr- issjóðsins starfsmanni heimilt að byrja töku lífeyris, samkvæmt því hlutfalli réttinda sem hann hefur áunnið sér á þeim tíma. Sólarlags- samningnum otar Landsbankinn að starfsmanninum, hvort sem hann kýs eða ekki og án þess að lífeyrissjóð- urinn, sem þarf að taka á sig auknar byrðar vegna þessa, sé nokkurn tíma spurður. Þessar auknu byrðar eru ein ástæða þess að í desember neyddist stjórn lífeyrissjóðsins til að lækka líf- eyrisréttindi allra sem aðild eiga að hlutfallsdeildinni um næstum 10%. Og það þrátt fyrir að þessi sjóður sé með næstbestu ávöxtun íslenskra líf- eyrissjóða á síðustu árum. Eftirlaun þeirra starfsmanna, sem hafið hafa töku lífeyris, voru því lækkuð um 9,72% um síðustu áramót og í afsökunarbréfi til þeirra frá líf- eyrissjóðnum er bent á að fyrir vikið fái sumir hærri bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins og því sé skerð- ingin minni. Verið er að setja fólk á sveitina að hluta til og láta sameiginlega sjóði borga vafasama hegðun stjórnenda Landsbank- ans. Rétt er að geta þess að fleiri fyrirtæki en LÍ eiga aðild að þess- um sjóði (Seðlabankinn, Reiknistofa bankanna og Valitor o.fl.) og því miður hafa þau öll stundað þessa sömu iðju, í mismiklum mæli þó. Það er í einhverri tísku að „pensjónera fyrir tímann á kostnað hlutfalls- deildar“, eins og aðili hjá FME kallar iðjuna, því auðvitað fylgist FME með málinu, sem varðar stofnanir og sjóði sem undir FME heyra. Það er kannski ekki skrítið að stjórnendum LÍ þyki það freistandi að láta lífeyr- issjóðinn borga brúsann af eigin at- höfnum, en ef þeir eru með siðferð- iskennd ættu þeir að sjá sóma sinn í að bæta sjóðnum upp þann aukna kostnað, sem af þessu hlýst og leita samþykkis sjóðsins, þegar „pensjón- ering fyrir tímann“ er að frumkvæði bankans/fyrirtækisins. Ef ekki, þá er hérna „gott keis fyrir málshöfðun vegna forsendubrests“ eins og aðilinn hjá FME benti á og skora ég hér með á stjórn Lífeyr- issjóðs bankamanna að skoða þann kost alvarlega, bæði þá stjórnarmenn sem eru kosnir af sjóðsfélögum, sem og hina sem skipaðir eru af fyrirtækjunum/bönkunum, en þau bera ábyrgð á og hafa hagsmuni af fjárhagslegu heilbrigði sjóðsins ekki síður en starfsmenn og lífeyrisþegar. Ofannefndur forsendubrestur felst í því að þegar Hlutfallssjóðurinn var stofnaður úr Eftirlaunasjóði starfs- manna Landsbankans og Seðlabanka Íslands og bakábyrgð af honum létt í kringum síðustu aldamót við einka- væðingu bankanna, og svo aftur 2006 þegar gera þurfti leiðréttingar vegna rangra forsendna, þá var gert ráð fyrir að því fjórðungur starfsmanna kysi að nýta sér 95-ára regluna. Það hafði verið reglan fram að því, sem sagt fjórðungur starfsmanna kaus að „pensjónera fyrir tímann“. Nú er það hlutfall orðið allt annað, fyrst og fremst vegna fyrrnefndra sólarlags- samninga af frumkvæði banka/ fyrirtækis, og fyrir vikið hefur bæði kostnaður hlutfallsdeildar aukist, auk þess sem tekjur minnka þegar inn- greiðslur viðkomandi starfsmanna hætta. Enda er eftirtalin setning í tryggingafræðilegri athugun á hlut- fallsdeildinni fyrir 2013: „Staða deild- arinnar versnar nokkuð á liðnu ári, áfallin staða fer úr -6,9% í -8,1% og heildarstaða í -9,7% úr -7,9%. Ástæða þess er einkum aukin nýting á 95 ár reglunni og einhver hækkun launa sem greitt er af til sjóðsins.“ Ég hefi skrifað tvær aðrar greinar í Morgunblaðið vegna þessa, þær birtust 21.8. 2014 og 31.12. 2014. Mér er einnig kunnugt um að mikill kurr er meðal starfsmanna og ekki síst líf- eyrisþega vegna þessa máls. Hópar þeirra hafa skrifað undir bréf til stjórnar þessu tengt og er næsta víst að það verður til umræðu á ársfundi lífeyrissjóðsins, sem verður haldinn 25. mars nk. Það væri óskandi að stjórnir Landsbankans og hinna aðildarfyr- irtækjanna væru með jákvæð útspil á þeim fundi, það gæti sparað mikinn lögfræðikostnað og bætt ímynd þeirra. Arðgreiðslur í skugga forsendubrests Eftir Kjartan Jóhannesson » Verið er að setja fólk á sveitina að hluta til og láta sameiginlega sjóði borga vafasama hegðun stjórnenda Landsbankans. Kjartan Jóhannesson Höfundur greiðir í hlutfallsdeild Líf- eyrissjóðs bankamanna. Hið árlega söfnun- arátak ABC barna- hjálpar hefst í dag í samstarfi við grunn- skóla landsins. Þetta er í 18. sinn sem söfn- unin fer í gang og líkt og undanfarin ár er hjálparstarfið brýnt, en það er að safna fyrir byggingu skóla og heimavistar í Nairobi í Keníu, inni í „slums“, fátækasta hverfi borgarinnar. Í Rima- skóla í Grafarvogi hef ég í gegnum árin leit- að til nemenda 4. bekkjar varðandi söfnun ABC barna- starfs „Börn hjálpa börnum“ til stuðnings fátæku börnunum í Afríku og Asíu. Ekki þarf ég langa orðræðu eða útskýringar þeg- ar söfnuninni er hrint af stað á föstudegi. Hjörtu fjórðu- bekkinga taka strax kipp og þau vilja helst þeysa af stað út í hverfi um leið og þau fá merkta bauka í hendur og setja upp „buffið“. Krakkarnir vilja svo sannarlega láta gott af sér leiða. Fjórðubekkingar skipta með sér göt- um hverfisins eða hverfanna þegar skólinn fær úthlutað fleiri hverfum og bjóða íbúum að gefa krónur og seðla. Nær undantekningarlaust fá þau fyrirtaks viðtökur. Þau efast ekki um að íslensk króna margfaldist þegar hún nýtist til stór- framkvæmda í þróunarlöndunum við að reisa skóla og heimavistir. Ég vil þakka ABC Barnahjálp fyrir vel skipulagða og markvissa söfnun, framtak sem ég hef lagt fyrir börnin í 4. bekk eins og lauflétt og skemmti- legt próf í samfélagsfræði. Ávallt er frammistaða þeirra lofsverð og ein- kunn upp á 10. Eins og auðvelt „sam- félagsfræðiverkefni“ þar sem allir nemendur fá 10 Eftir Helga Árnason Söfnunarbaukar Nokkrir nemendur í 4. bekk Rimaskóla tilbúnir með baukana. »Hjörtu fjórðubekk- inga taka strax kipp og þau vilja helst þeysa af stað út í hverfi um leið og þau fá merkta bauka í hendur. Höfundur er skólastjóri Rimaskóla. Helgi Árnason BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Garðsapótek í forystu hjá BR Garðsapótek er forystu eftir 6 umferðir af 12 í aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Staðan: Garðsapótek 92,68 Lögfræðistofa íslands 91,51 Vestri 84,39 Butlerkóngar kvöldsins voru Guð- jón Sigurjónsson og Vignir Hauks- son með 1,53 Fimmtán borð hjá FEB Rvík Mánudaginn 16. mars var spilað- ur tvímenningur á 15 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Jón Þ. Karlsson – Hreiðar Þórhallss. 383 Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 347 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 343 Jón Hákon Jónss. – Sigtryggur Jónss. 330 A/V: Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 389 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 384 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 365 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 337 Spilað er í Síðumúla 37. Mjótt á munum í Gullsmáranum Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 16. mars. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. – Haukur Hannesson 316 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 315 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsdóttir 312 Þórður Jörundss. – Jörundur Þórðarson 288 A/V Unnar Guðmss. – Guðm. Sigursteinsson 324 Jón I. Ragnarss. – Sæmundur Árnas. 301 Einar Kristinss. – Ásgeir Gunnarsson 300 Kristín G. Ísfeld – Óttar Guðmss. 291 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 11.03.15 - 17.03.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Vesturfarasögurnar Böðvar Guðmundsson Náðarstund - kilja Hannah Kent Meðvirkni Orsakir, einkenni, úrræði Ýmsir höfundar Við David Nicholls Dansað við björninn Roslund & Thunberg Britt-Marie var hér Fredrik Backman Kort Aleksandra Mizielinscy Daniel Mizielinscy Öræfi - kilja Ófeigur Sigurðsson Afturgangan Jo Nesbø Alex Pierre Lemaitre

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.