Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Grímur
Sæmundsen
Þóranna
Jónsdóttir
Oddur
Steinarsson
Hulda Sigríður
Hreggviðsdóttir
Liv
Bergþórsdóttir
Göran
Persson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Björgólfur
Jóhannsson
Skráning á www.sa.is
ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS Í HÖRPU – SILFURBERGI
FIMMTUDAGINN 16. APRÍL KL. 14-16
ÁVÖRP
Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar
RADDIR ATVINNULÍFSINS
Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova
Oddur Steinarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Hulda Sigríður Hreggviðsdóttir, rannsóknir og þróun hjá Zymetech
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Fundarstjóri er Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
Netagerð að loknum fundi kl. 16-17, tónlist og tilheyrandi.
GERUM BETUR
ÁRSFUNDUR ATVINNULÍFSINS
#SA2015
Á nýjum vef sem settur hefur verið
upp um gengislán á slóðinni geng-
istrygging.is kemur fram að kröfu-
virði útlána sem enn er ágreiningur
um sé 547 milljarðar króna, eða sem
nemur 27% af vergri landsfram-
leiðslu. Á vefsíðunni er farið yfir
mismuninn á löglegum og ólöglegum
gengislánum og umfang gengislána
og dóma sem hafa fallið. Tiltekin eru
dæmi um tvö fyrirtæki sem hafa
fengið dóma, annars vegar er um að
ræða fyrirtækið Motormax og hins
vegar fyrirtækið Háttur. Þá er
fjallað ítarlega um innlenda gjald-
eyrisreikninga og mismuninn á höf-
uðbók 38 og höfuðbók 26. Að vefnum
stendur hópur einstaklinga og fyr-
irtækja sem ekki er nafngreindur.
„Við fögnum umræðum og upp-
lýsingum um þetta mál og vonandi
að það hraði því að greiða endanlega
úr þessu máli. Þetta er því mjög já-
kvætt fyrir viðskiptalífið,“ segir
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, en
fyrir skömmu stóð félagið fyrir
fundi um gengismál. Hann tekur þó
fram að hann sé ekki talsmaður
hópsins en telur jákvætt allt sem
gert er til að koma stöðunni á geng-
istryggðum lánum í umræðuna.
„Staðan er óviðunandi. Það eru liðin
7 ár frá hruni, gengnir eru 70 dómar
í Hæstarétti og næstum 200 dómar í
Héraðsdómi. Þetta tekur súrefni af
viðskiptalífinu. Það er verið að deila
um peninga sem fyrirtækin ættu
annars að geta verið að nota til að
fjárfesta og búa til verðmæti en eru
fastir í lagalegri togstreitu,“ segir
Ólafur. Gengismál Fjöldi mála enn óleystur.
Enn ágreiningur um 547 milljarða
Greiningardeild
Íslandsbanka
gerir ráð fyrir því
að verðbólga
muni mælast
1,4% í þessum
mánuði í stað
1,6% eins og hún
mældist í mars-
mánuði. Spáin
gerir ráð fyrir
betri horfum
hvað verðbólguþróun varðar en þó
segir í henni að nú sé gert ráð fyrir
meiri hækkun íbúðaverðs á komandi
mánuðum en hingað til hafi verið
spáð. Á sama tíma gerir spáin ráð
fyrir því að húsnæðisverð hækki lítið
sem ekkert í komandi mælingu og að
0,06% hækkun húsnæðis muni að-
eins hafa 0,02% áhrif á vísitölu
neysluverðs.
Íslandsbanki gerir ráð fyrir því í
spá sinni að verðbólga muni haldast í
kringum 1,5% fram á mitt ár en að
eftir það muni hún fara heldur
hækkandi og að í árslok verði hún
við verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans í 2,5%. Þá gerir langtímaspáin
ráð fyrir því að ári síðar, þ.e. við árs-
lok 2016, verði verðbólgan komin í
2,8%. Það sem helst mun drífa verð-
bólguna að mati bankans er hækkun
launa og áframhaldandi verðhækk-
un íbúðarhúsnæðis.
Stígandi í
verðbólgu
Ingólfur
Bender
Kristján Loftsson og sitjandi stjórn
HB Granda hlutu afgerandi kosningu
á aðalfundi félagsins í gærkvöldi.
Mætt var fyrir tæplega 91,56% af
hlutafé félagsins og hlaut sitjandi
stjórn vel yfir
milljarð þeirra at-
kvæða.
Helga Hlín Há-
konardóttir, lög-
fræðingur, sem
meðal annars
naut stuðnings
Gildis sem á rúm
6% í félaginu,
hlaut ekki stjórn-
arsæti. Hlaut hún
þó rúmar 379
milljónir atkvæða eða 22,4%, sem
hefðu dugað henni ef farið hefði verið
fram á marfeldiskosningu í tíma.
Birgir S. Bjarnason, stjórnarmaður í
Lífeyrissjóði verslunarmanna, bauð
sig einnig fram til stjórnarsetu en dró
framboð sitt til baka á lokametr-
unum. Engu að síður hlaut hann um
53 milljónir atkvæða á aðalfundinum
en fundarmönnum var ekki kunnugt
um afturköllun framboðsins fyrr en
að kosningu lokinni.
Helga tók til máls á fundinum þar
sem hún sagði að í framboði sínu
hefði ekki falist gagnrýni á sitjandi
stjórn heldur teldi hún það eðlilegan
þátt í því þegar félag færi á hluta-
bréfamarkað og verulegar breytingar
yrðu á eignarhaldinu að sambæri-
legar breytingar yrðu á stjórninni.
„Ég taldi mig góða viðbót við fjöl-
breytileikann í stjórninni og mín
menntun og bakgrunnur myndi nýt-
ast félaginu vel,“ segir Helga. Ekki
hvarflaði að henni að draga framboð
sitt til baka þó blikur væru á lofti um
það hvort hún hlyti brautargengi.
„Ég hafði í raun enga hugmynd um
hvernig kosningin færi og ef þú ferð á
annað borð í þennan slag þá verður
þú að hafa magann í að klára hann,“
segir Helga að lokum og óskar nýrri
stjórn velfarnaðar. laufey@mbl.is
Stjórn HB
Granda
óbreytt
Helga Hlín hlaut
22,4% atkvæða
Kristján
Loftsson