Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Danski stórmeistarinn BentLarsen á eina skákbyrjunsem ber nafn hans: Lar-sens-byrjun hefst með hinum hógværa peðsleik 1. b2-b3. Leikurinn einn sér er í sjálfu sér ekki merkilegur, hvítur vill koma biskupinum fyrir á hornalínunni og þeir sem fylgdust með taflmennsku Larsens á sjöunda áratug síðustu aldar vissu að hann sérhæfði sig í vængtöflum og spegilmynd þessa leiks á kóngsvængnum, 1. g2-g3, kom einnig fyrir í skákum hans. Árið 1970 tefldi Larsen eina sína fræg- ustu skák. Á 1. borði heimsliðsins í keppni við úrvalslið Sovétríkjanna mætti hann heimsmeistaranum Bor- is Spasskí. Larsen hóf taflið með 1. b2-b3. Allt ætlaði um koll að keyra í Sava-center í Belgrad þar sem keppnin fór fram þegar Spasskí vann skákina í 17 leikjum! Eftir það fækk- aði skákum Larsen með þessari byrjun, a.m.k. í viðureignum hans við þá bestu. Bobby Fischer, sem hafði gefið eftir að tefla á fyrsta borði fyrir heimsliðið, fylgdist grannt með því sem Larsen tók sér fyrir hendur og í fjórum skákum þetta ár valdi hann upphafsleik Larsens og vann allar skákirnar með glæsibrag. Nálgun hans var samt önnur; í skákunum sem hann tefldi við Svíann Ulf And- erson og Úkraínumanninn Vladimir Tukmakov fékk hann upp ákveðna stöðutýpu sem líktist Sikileyjarvörn og þar var hann öllum hnútum kunn- ugur. Byrjun Larsens kom við sögu í einni skák áskorendaflokks Íslands- mótsins sem lauk um síðustu helgi með öruggum sigri Hjörvars Steins Grétarssonar sem hlaut 7 ½ vinning af 9 mögulegum. Keppt var um tvö sæti í landsliðsflokki árið 2016 og hitt sætið kom í hlut Guðmundar Gíslasonar sem hlaut 7 vinninga. Í 3. sæti varð Davíð Kjartansson með 6 ½ vinning. Þar á eftir komu svo Lenka Ptacnikova og nokkrir ungir skákmenn sem allir áttu möguleika á landsliðsæti fram á síðasta dag. Einn þeirra, Dagur Ragnarsson, sem ný- lega vann það afrek að hækka meira á stigum millli mánaða en dæmi eru um, tefldi við Hjörvar Stein í loka- umferðinni og tapaði. Hann hafði byrjað illa en vann svo fimm skákir í röð. Í næstsíðustu umferð mætti hann Lenku Ptacnikovu og ákvað að fylgja í fótspor Larsens: Skákþing Íslands 2015 – áskor- endaflokkur; 8. umferð. Dagur Ragnarsson – Lenka Ptacnikova Larsens-byrjun 1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 d6 4. d4 exd4 5. exd4 d5 6. Rf3 Bb4+ 7. Rbd2 Rf6 8. a3 Be7 9. Bd3 a6 10. Re5 Rb8 11. O-O c5 Byrjunarleikir svarts eru fremur ómarkvissir og þessi hjálpar til við virkja biskupinn á b2. 12. He1 O-O 13. dxc5 Bxc5 14. Df3 Be6 15. Rf1 He8 16. Rg3 Bf8 17. Rh5! Svartur á þegar í miklum erf- iðleikum, 17. … Rbd7 strandar á 18. Rxd7 Rxd7 19. Bxg7! og vinnur, 19. … Bxg7 er svarað með 20. Dg3. 17. … Rxh5 18. Dxh5 h6 Hvað annað? 18. … g6 er svarað með 19. Rxg6! fxg6 20. Bxg6! og vinnur. 19. Rxf7! Bxf7 20. Df5! He4 20. … g6 liggur beinast við en hvíta drottningin kemst á hornalín- una a1-h8 með 21. Hxe8! t.d. 21. …. Bxe8 22. De5 eða 21. … Dxe8 22. Df6 og vinnur. 21. Hxe4 Dg5 Þetta er vonlaust framhald en 21. … dxe4 22. Bxe4 g6 23. De5 kemur í sama stað niður. 22. Dxg5 hxg5 23. Hg4 Be7 24. He1 Bf6 Eða 24. … Rc6 25. h4 Bh5 26. Hxe7! Rxe7 27. Hxg5 o.s.frv. 25. Bxf6 gxf6 26. h4 Bh5 27. Hg3 g4 28. f3 Rc6 29. fxg4 Bf7 30. g5 - og svartur gafst upp. Hjörvar Steinn vann áskorendaflokk Íslandsmótsins Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Eir öryggisíbúðir ehf. Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. ( 522 5700 milli 8:00 og 16:00 virka daga. Öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi Reykjavík Vandaðar öryggisíbúðir Eirar til leigu í Grafarvogi, Reykjavík. Eirborgir, Fróðengi 1-11, Grafarvogi, Reykjavík. Eirarhús, Hlíðarhúsum 3-5, Grafarvogi, Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 og í gegnum netföngin: edda@eir.is, sveinn@eir.is • Rólegt og notarlegt umhverfi með aðgengi að metnaðar- fullri aðstöðu og þjónustu með það að markmiði að einstaklingurinn geti búið lengur heima. • Öryggisvöktun allan sólarhringinn. • Aðgengi að mötuneyti og félagsmiðstöð. • Góðar gönguleiðir í næsta nágrenni. Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali ÁRSALIR FASTEIGNAMIÐLUN 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun Sími: 533 4200 og 892 0667 Engjateigi 5, 105 Rvk, arsalir@arsalir.is Til sölu vönduð 3ja her- bergja íbúð á jarðhæð, með sér suður verönd og yfirbyggðar svalir að hluta. Íbúðin skiptist í forstofu með góðum skápum. Tvö svefnherbergi með skápum. Eld- hús með ljósri/Beyki innréttingu. Stofu og borðstofu með vönduðu nýlegu parketi á gólfum. Flísalagt baðherbergi með innréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Sér geymsla fylgir í kjallara. Íbúð fyrir 60 ára og eldri. Velkomið að skoða íbúðina á sunnudaginn milli kl. 17:00–17:30, íbúð 0106. Til afhendingar við kaupsamning. Eiðismýri 30 opið hús Fyrir 60+ ára Sunnudag 12.4.2015 Mér finnst ástæða til að benda á grein Guðjóns Smára Agnarssonar í Morgunblaðinu 8. apríl, „Útvarp vinstrimanna“. Guðjón bendir á ým- is dæmi um þær breytingar sem hafa átt sér stað í „útvarpi starfs- manna“ á undanförnum mánuðum. Ég tek undir orð Guðjóns og bendi þeim sem tök hafa á að lesa greinina. Ég vona að yfirstjórn RÚV veiti þessum athugasemdum Guðjóns at- hygli og geri viðeigandi ráðstafanir til að stöðva pólítískar skoðanir ein- stakra starfsmanna í frétta- umfjöllun Ríkisútvarpsins. Lands- menn eiga kröfu á að Ríkisútvarpið flytji hlutlausar og réttar fréttir eins nærri sannleikanum og unnt er. Pólitískar skoðanir fréttamanna eiga ekki heima í fréttaflutningi nú- tímans. Tek einnig undir orð Guðjóns um að morgunútvarpið sé ekki svipur hjá sjón eftir að hætt hefur verið við margrómaða tónlistar- og fræðsluþætti fyrir hádegið þar sem t.d. Una Margrét Jónsdóttir, Ingv- eldur G. Ólafsdóttir og Lana Kol- brún Eddudóttir sáu um að gleðja hlustendur með frábæru ívafi tón- listar og fróðleiks. Er engin von til að þessir þættir verði settir aftur á dagskrá „á sinn stað“? Því miður er ég næstum hætt að hlusta á Rás 1 – því þar er lítið sem heillar. Kannski skiptir það yfir- stjórn RÚV engu máli – þótt ein- staklingar hætti að hlusta á útvarp- ið „sitt“ eftir áralanga hlustun. – Góðir stjórnendur hlusta á það sem sagt er í umhverfinu. Vonandi sann- ar yfirstjórn RÚV að þar sitji góðir stjórnendur og breyti skipulaginu í fyrra horf? Það væri vel. Fv. aðdáandi Rásar 1. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is RÚV flytji hlutlausar fréttir Fréttaflutningur „Landsmenn eiga kröfu á að Ríkisútvarpið flytji hlutlausar og rétt- ar fréttir...“ BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Gullsmárinn Spilamennska eftir páska hófst að nýju fimmtudaginn 9. apríl. Spilað var á 13 borðum. Úrslit í N/S: Gunnar Sigurbjss. - Sigurður Gunnlss. 320 Vigdís Sigurjónsd. - Þorl. Þórarinss. 312 Unnar Guðmss. - Guðm.Sigursteinss. 300 Sigurður Gíslas. - Reynir Bjarnason 290 A/V: Ragnar Ásmundss. - Pétur Jósefss. 330 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 299 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 295 Haukur Guðmss. - Stefán Ólafsson 285 Skömmu fyrir páska sótti Kópa- vogur Reykjavík heim. Spilað var á 20 borðum (10 sveitir frá hvorum að- ila). Kópavogur sigraði örugglega með 168 stigum gegn 127 stigum Reykjavíkur. Lögfræðistofan vann Lögfræðistofa Íslands vann Aðal- sveitakeppni BR sem lauk sl. þriðju- dag. Lokastaðan: Lögfræðistofa Íslands 187,58 stig Vestri 163,66 stig Grant Thornton = 154,92 stig Næsta þriðjudag byrjar 4 kvölda tvímenningur. Mikill fjöldi lausna barst við vor- jafndægragátunni og voru flestir með rétta lausn á henni. Lausnin er: Vorjafndægragátan getur hafa gengið brösótt þeim, sem loksins finnur lausnina í líki höfuðstafa, og lætur stuðla fylgja með og vinnur. Vinningarnir eru bækur frá For- laginu. Herdís Berndsen, Ljósheimum 22, 104 Reykjavík, fær bókina Etta og Otto og Russel og James eftir Emmu Hopper, Ingibjörg V. Friðbjörnsdóttir, Hlíðarhvammi 3, 200 Kópavogi, fær bókina Afturgönguna eftir Jo Nesbø. Valgeir Vilhjálmsson, Hólmatúni 13, 225 Álftanesi, fær bókina Alex eftir Pierre Lemaitre. Vinningshafar geta vitjað vinning- anna í móttöku ritstjórnar Morg- unblaðsins eða hringt í 569-1100 og fengið bækurnar sendar heim. Morgunblaðið þakkar þeim sem sendu lausnir. Lausn vorjafndægragátu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.