Morgunblaðið - 11.04.2015, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
✝ Róslaug JónínaAgnarsdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 19. maí
1940. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Vestfjarða, umvaf-
in ástkærum eig-
inmanni og börn-
um, 1. apríl 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Agnar Ás-
björn Jónsson, f.
12. febrúar 1907, d. 6. október
1974, og Þuríður Vilborg Rós-
antsdóttir, f. 5. júní 1904, d. 1.
október 1989. Eftirlifandi systk-
ini Róslaugar eru Elísabet, f. 6.
maí 1932, og Guðmundur, f. 20.
maí 1942. Agnar og Þuríður
eignuðust dótturina Róslaugu, f.
19. ágúst 1936, d. 15. október
1937.
Fjölskyldan flutti til Ísafjarð-
ar í apríl 1946 þegar Agnar tók
við bústjórastarfi á Seljalands-
búinu á Ísafirði.
Róslaug kynntist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Sigurði
Ólafssyni, f. 7. mars 1936 á Ísa-
sambúð með Lísu Marý. Þeirra
barn er Emma Rakel. Patrekur
Þór og Agnes Lára. 3. Alma
Björk Sigurðardóttir, f. 1965,
gift Hlyni Hafberg Snorrasyni.
Börn þeirra eru Tinna Hrund í
sambúð með Hlyni Steini, þeirra
börn eru Baltasar Goði og Hek-
tor Jaki. Einar Ægir í sambúð
með Elísabetu og Helga Þuríður
í sambúð með Birgi Lofti. 4. Sól-
veig S. Sigurðardóttir, f. 1968,
gift Sigurði Jónssyni. Þeirra
börn eru Haukur, giftur Vaidu.
Daníel Þór, Björk og Ragnar
Óli. 5. Auðunn Atli, f. 1971, gift-
ur Ágústu Björgu Þorsteins-
dóttur Þeirra börn eru Hrannar
Helgi og Dagur Ólafur, fyrir átti
Auðunn dótturina Elsu Hrönn.
Róslaug og Sigurður hafa alla
tíð búið á Ísafirði og þar búa öll
börnin þeirra nema Auðunn
Atli, hann býr á Englandi.
Róslaug vann af ýmis skrif-
stofustörf síðast hjá Eimskip á
Ísafirði. Hún hafði alltaf tíma
fyrir börnin sín og barnabörn þó
að hún ynni 100% vinnu og aldr-
ei sat heimilið á hakanum. Þeg-
ar hún hætti að vinna gat hún
eytt meiri tíma með fjölskyld-
unni og í sælureit þeirra hjóna í
Arnardal í Skutulsfirði.
Útför Róslaugar fer fram í
Ísafjarðarkirkju í dag, 11. apríl
2015, kl. 14.
firði árið 1955, þau
gengu í hjónaband
8. desember 1962.
Sigurður er sonur
Ólafs Sigurðssonar,
f. 14. nóvember
1904, d. 6. júní
1974, og Guðrúnar
Ólínu Sum-
arliðadóttur, f. 29.
nóvember 1911, d.
27. febrúar 1986.
Börn Róslaugar og
Sigurðar eru 1. Ólafur Rúnar
Sigurðsson, f. 1959, giftur El-
ísabetu Unu Jónsdóttur.
Börn þeirra eru Sigurður
Pétur, í sambúð með Sigríði
Rögnu. Þeirra barn er Ólafur
Breki. Jón Haukur, í sambúð
með Gunnhildi Birnu. Barn Jóns
Hauks er Jóhann Rúnar. Ásdís
Rún, í sambúð með Daníel Erni.
Þeirra barn er Katrín Dalía. 2.
Agnar Þór Sigurðsson, f. 1962
giftur Jóndísi Sigurrósu Ein-
arsdóttur. Börn þeirra eru Rós-
laug Guðrún, gift Grétari Erni.
Þeirra börn eru Daði Snær og
Katla Bryndís. Hafþór Atli í
Sem ungu barni þú ruggaðir mér
í svefninn, með söng á vörum þér
svaf ég þá vel og svaf ég fast
því ég vissi, alla þína ást mér gafst
Er erfitt ég átti þú studdir mig
kenndir mér hvernig á að virða sjálfan
sig
vera góð og heiðarleg
muna það, virða hvar sem ég dvel
Ólst mig upp með von í hjarta
mér til handa um framtíð bjarta
Hamingjusöm ég á að vera
elskuleg móðir sem allt vill gera
Með þessum orðum vil ég þakka þér
alla þá ást og umhyggju sem gafst þú
mér
Ég elska þig mamma og mun ávallt gera
vil ég þú vitir það hvar sem ég mun vera
(höf. ókunnur.)
Þín,
Sólveig.
Nú lýkur samfylgd minni og
elskulegrar tengdamóður minnar.
Allt hefur sinn tíma og svo er um
lífið í þessari jarðvist. Engin okk-
ar, sem tilheyrðum henni Rós-
laugu, vorum tilbúin til þessarar
stundar. En það var hún blessun-
in. Langvarandi og þreytandi bar-
átta hennar við sjúkdóminn var
orðin þannig að ekki sást að landi
og útséð um bata. Róslaug var, í
þessum aðstæðum, sátt að kveðja
og það er okkur sem eftir sitjum
huggun.
Það var eftirminnilegt hvernig
leiðir okkar Róslaugar lágu sam-
an. Þetta var fyrir hartnær 32 ár-
um. Ég var þá nýfluttur hingað til
Ísafjarðar. Hafði aldrei komið á
þennan stað og þekkti engan.
Ætlaði svo sem ekki að staldra við
hér nema einn vetur. Kvöldstund
eina var mér og æskuvini mínum,
sem var í stuttri heimsókn, boðið í
hús eitt hér í bæ. Í heimboðinu var
nú bara horft á kvikmynd á víd-
eóspólu. Við, gestirnir tveir, sát-
um þöglir og feimnir í stofunni
með gestgjöfunum, henni Ölmu
Björk Sigurðardóttur og vinkonu
hennar, þegar hurðinni var
hrundið upp og inn gengu húsráð-
endur, Róslaug og Bíi. Þau voru
þá að koma úr afmæli og gleðin
enn við völd. Þegar Róslaugu var
ljóst að gestir sætu í stofu þótti
henni við hæfi að setjast við píanó-
ið og hleypa lífi í aðstæðurnar.
Vissulega var mér brugðið við
þetta og ekki síður þegar Róslaug
hóf upp raust sína og söng við eig-
in undirleik á píanó, sérstaklega
fyrir mig, lagið „Á sprengisandi“.
Feiminn var ég fyrir. Hún lék á
als oddi, sem henni var svo eðl-
islægt, og eru þessi fyrstu kynni
okkar mér ákaflega minnisstæð
en ekki síður dýrmæt. Kannski
má segja að þessi innkoma hennar
hafi orðið til þeirrar gæfu minnar
að við Alma hófum nánari kynni,
önnur en að horfa saman á víd-
eóspólu.
Ein af gæfusporunum í lífi
mínu eru að hafa átt þess kost að
tilheyra Róslaugu og fjölskyld-
unni hennar. Eiga hana sem
tengdamóður, ömmu barnanna
okkar Ölmu og eins langömmu
barnabarna okkar. Fyrir það er
ég afar þakklátur. Þakklátur er
ég Róslaugu fyrir vináttuna,
hlýjuna og hvatninguna alla okkar
samfylgd. Hún getur stolt kvatt
þessa jarðvist, vitandi af góðu
hjartalagi, samheldni og vel-
gengni barnanna sinna og ann-
arra niðja. Henni og Bía hefur
tekist lífsstarfið einstaklega vel.
Róslaug er fædd á Sauðárkróki
en fluttist með fjölskyldu sinni til
Ísafjarðar 6 ára gömul. Hér
kynntist hún honum Bía og eign-
uðust þau alls 5 börn. Hér hafa
þau búið og alið börnin sín upp.
Róslaug var sannur Ísfirðingur en
stolt hennar af skagfirskum upp-
runa sínum leyndi sér ekki. Eins
og í svo mörgu deildum við því
stolti saman.
Hugur minn er hjá elskulegum
tengdaföður mínum, honum Bía,
börnum og öðrum fjölskyldumeð-
limum. Við munum halda hópinn
sem fyrr. Minning um einstaka
konu lifir.
Þinn einlægur tengdasonur,
Hlynur Hafberg Snorrason.
Elsku hjartans amma mín. Ég
veit eiginlega ekki alveg hvar ég á
að byrja.
Ég sit með kertaljós fyrir fram-
an mig, hugsa um fallegu og góðu
minningarnar sem ég á um þig og
reyni að lýsa þeim með orðum.
Þú varst alltaf svo hjartahlý,
góð, fyndin og frábær. Ég á marg-
ar minningar af „ömmu og afa á
selló“, þegar þið bjugguð á Selja-
landsvegi 75. Þar fékk ég oft að
gista. Mér fannst skemmtilegast
að fá að fara í bað heima hjá ykkur
því þú leyfðir mér alltaf að fá fullt
af skálum, glösum og sleifum til að
hafa ofan í froðubaðinu. Svo mátti
maður auðvitað alltaf vaka lengi,
horfa á sjónvarpið með ykkur afa
og hafa kósí-kvöld.
Þegar ég kom í heimsókn fékk
ég mér yfirleitt brauð með osti
hitað í örbylgjuofninum. Þú
spurðir eiginlega í hvert einasta
skiptið hvort ég vildi ekki örugg-
lega smjör með. Ég var orðin pínu
þreytt á því að þú værir alltaf að
spyrja að þessu, þar sem ég var
búin að segja nei í hvert einasta
skipti. Seinna meir fattaði ég að
þú hefur bara verið að stríða mér
aðeins með þessu þar sem þráð-
urinn í mér getur verið stuttur.
Ég man eina páska þegar ég og
Elsa Hrönn gistum hjá ykkur afa,
við vorum afskaplega spenntar að
vakna morguninn eftir og leita að
páskaeggjunum heima hjá ykkur
svona í fyrsta skiptið. Ég man
hvað ég/við vorum rosalega sárar
þegar þú „faldir“ páskaeggið uppi
á vegg. Þú hengdir páskaeggin
okkar upp á vegg fyrir framan
herbergið sem við gistum í. Ég er
nú samt löngu búin að fyrirgefa
þér það, amma mín. Svo eru það
minningarnar inni í Arnardal,
þær eru nú góðar. Þar kepptumst
við frændsystkinin stundum um
að fá að gista hjá ykkur afa, því
þar mátti sko vaka eins lengi og
maður vildi! Svo var líka hægt að
gera svo mikið þar, nóttin kom svo
seint því sólin skein svo lengi.
Ég var byrjuð að fikta í hárinu
á þér áður en ég byrjaði að læra,
en síðasta ár hef ég reynt að vera
dugleg að koma til þín og blása á
þér hárið. Svo fyrir stuttu baðstu
mig um að klippa á þér hárið, mik-
ið er ég þakklát fyrir það að þú
hafir treyst mér í það verkefni. Þú
sagðist vera sátt með útkomuna,
þá er ég sátt. Þú varst oft að segja
við mig að hárið á þér væri svona
og svona, svo fíngert og leiðinlegt.
Mér fannst það fullkomið og ég
mun sakna þess að blása það og
klippa.
Elsku amma mín, þú varst full-
komin amma í mínum augum. Ég
trúi því ekki að þú sért farin. Það
er oft búið að segja við mig „svona
er lífið bara“ og ég viðurkenni það
að ég verð pínulítið pirruð þegar
þetta er sagt við mig, því mér
finnst ekki lífið eiga að vera svona.
En það er satt, svona er það víst.
Ég sakna þín, amma, og mun
alltaf gera. En ég trúi því að einn
daginn munum við hittast aftur.
Ég vona að þú hafir það gott þar
sem þú ert í dag, ég mun hugsa til
þín á hverjum degi. Við lofum að
passa vel upp á afa, hafðu ekki
áhyggjur af því, amma mín.
Ég elska þig endalaust.
Þín,
Helga Þuríður
Hlynsdóttir Hafberg.
Elsku amma.
Það er svo sárt að kveðja og
eiginlega hálfóraunverulegt
ennþá. Þú varst amman sem hafði
gaman, alltaf svo fjörug, ungleg
og algjör pæja. Falleg að utan
sem innan.
„Amma, megum við máta
skóna þína?“ spurðum við frænk-
urnar iðulega þegar við vorum
litlar. Amma átti svo marga flotta
hælaskó. Gömlu fatakassarnir í
geymslunni voru líka fjársjóður
og þar gátum við hangið tímunum
saman. Það var alltaf jafn gott og
gaman að koma í heimsókn.
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar sem eftir sitja. Það er sagt
að maður velji sér ekki ættingja
en ef ég hefði fengið að velja hefði
ég alltaf valið þig. Takk fyrir allt.
Þín
Róslaug.
Elsku amma okkar. Það er svo
margt sem okkur langar að segja
en það er svo erfitt að koma því á
blað. Okkur finnst þetta ljóð segja
allt sem segja þarf.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
Við grátum af sorg og söknuði
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar að stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín gaf mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
(Sigga Dúa)
Við vitum að þú vakir yfir okk-
ur og að einn daginn munum við
hittast aftur. Með söknuð í hjarta
kveðjum við þig og þökkum þér
allar góðu stundirnar. Minning
þín er ljós í lífi okkar. Við elskum
þig alla tíð.
Daníel Þór, Björk
og Ragnar Óli.
Hinn 1. apríl sl. afréð almættið
að kalla til sín eitt af meistara-
verkum sínum. Því miður var það
elskuleg amma mín, Róslaug Jón-
ína Agnarsdóttir. Þegar upp í
hugann koma minningar um
ömmu eru þær nánast endalausar
og jafn góðar og þær eru margar.
Amma var ein af þeim sem sýna
öllu fólki einlægan áhuga, var
stálminnug, ættfróð og ræðin eftir
því. Var það því engin tilviljun að
fólk leitaði mikið til hennar hvort
sem var á mannamótum eða á
heimili hennar, bæði á Seljalands-
veginum og síðar á Hlíðarvegin-
um eða í raun hvar sem var enda
hafði hún hlýja nærveru og gest-
risin með eindæmum. Hún amma
mín var þannig, vildi öllum vel og
laus við sleggjudóma, tuð og kvart
enda held ég að ég hafi aldrei
heyrt hana segja styggðaryrði í
garð annarra né kvarta, ekki einu
sinni þegar veikindin herjuðu
vægðarlaust á hana. Og þegar
kom að því að aðstoða aðra var
hún alltaf boðin og búin, sama
hversu mikið hún hafði á sinni
könnu. Aldrei nein vandamál,
bara að vinda sér í verkið með
bros á vör sama þótt hún hefði
nóg að gera í vinnu eða öðru og
væri að passa tvö til tíu barnabörn
þegar best lét. Ég gæti haldið
endalaust áfram að telja upp kosti
ömmu og reynt að gera því skil
hversu í raun náin hún var börn-
um sínum og barnabörnum og já
barnabarnabörnum, hverju á sinn
einstaka hátt, en mér endast ekki
línur hér til þess.
Við sem eftir erum getum í
besta falli reynt að lifa í samræmi
við það fordæmi sem hún sýndi
okkur, verið góð hvert við annað,
verið til staðar hvert fyrir annað
Róslaug Jónína
Agnarsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR RAFNAR HALLDÓRSSON
tæknifræðingur
Heiðarbæ 16
Reykjavík
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 13. apríl kl. 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
.
Kristín Sigurbjarnardóttir,
Sigurbjörn Búi Sigurðsson, Helga Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, Auður Ólafsdóttir,
Hlíf Sigurðardóttir, Ámundi V. Brynjólfss.,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
VILHJÁLMUR ÓLAFSSON
frá Grænumýri,
Seltjarnarnesi,
lést á Hrafnistu að morgni annars
páskadags.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.
.
Linda Vilhjálmsdóttir,
Hafdís Vilhjálmsdóttir,
Ásta Vilhjálmsdóttir,
Ólafur Vilhjálmsson
og fjölskylda.
Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi,
HELGI ARENT PÁLSSON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu Skjólbraut
1a á páskadag 5. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 16. apríl kl. 15.
.
Hrönn Pálsdóttir, Egill Helgi Kristinsson,
Helga Pálsdóttir, Guðlaugur Valgeirsson
og frændsystkini.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON
skipasmíðameistari,
Sólarvegi 14,
Skagaströnd,
lést að kvöldi 7. apríl á gjörgæsludeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Útförin verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd
laugardaginn 18. apríl kl. 14.
.
Guðmunda Sigurbrandsdóttir,
Kristján Ólafsson, Fjóla Lýðsdóttir,
Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Hjálmar A. Sigurþórsson,
Víðir Ólafsson, Sigurbjörg Bjarnfinnsd.,
Guðmunda Ólafsdóttir, Sigurður Berntsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
7. apríl.
Útför Sólveigar fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 18. apríl og hefst athöfnin kl. 14.
.
Fjölskyldan.
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær
sími 842 0204 • www.harpautfor.is