Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 ✝ Þorgeir Jóns-son fæddist 6. febrúar 1932 í Nes- kaupstað. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. mars 2015. Foreldrar hans voru Jón Bessason, f. 16. apríl 1874, d. 2. október 1959, og Þóranna Arnolda Pétursdóttir Andr- easen, f. 10. júlí 1907, d. 16. sept- ember 1972. Alsystkini Þorgeirs voru Sigurður, f. 7.10. 1925, Ágústa, f. 3.8. 1927, d. 2.1. 1996, Árni Halldór, f. 22.4. 1929, Helgi, f. 29.8. 1930, d. 27.8. 2014, Bjarn- laugur, f. 27.9. 1933, d. 11.6. 1936, Karen, f. 1.10. 1934, d. 12.3. uðust þrjú börn en fyrir átti Sig- urlaug dótturina Súsönnu Reg- ínu Gunnarsdóttur, f. 30.3. 1954, d. 2.1. 2007, sem Þorgeir gekk í föðurstað. Börn þeirra eru Jónas Hannes, f. 24.10. 1956, maki Hulda Jónsdóttir, f. 21.10. 1960, Anna Dóra, f. 23.6. 1958, maki Karl Haraldsson, f. 31.10. 1961, og Þór, f. 1.6. 1963, maki Sólveig Birna Sigurðardóttir, f. 14.6. 1964. Barnabörn voru níu, en eitt látið. Barnabarnabörn voru sex- tán, en eitt látið. Þorgeir og Sigurlaug hófu bú- skap á Tjarnargötu 5 í Reykjavík og bjuggu síðast á Gunnarsbraut 34 í Reykjavík. Þorgeir var skipasmíðameistari og starfaði sem slíkur um tveggja áratuga skeið. Síðar hóf hann að starfa sjálfstætt við ýmsar greinar við- skipta. Útför Þorgeirs fór fram í kyrrþey hinn 25. mars 2015. 2009, Bjarnlaugur, f. 12.9. 1936, d. 4.11. 1936, Bjarni Anton, f. 28.10. 1937, d. 15.10. 1992, og Jón, f. 14.11. 1939, d. 3.7. 2000. Hálfbróðir sammæðra var Pét- ur Hákon Björns- son, f. 8.7. 1941, d. 6.5. 2005. Hálfsystk- ini samfeðra voru Sigríður, f. 19.6. 1899, d. 18.11. 1965, Pétur, f. 23.3. 1907, d. 4.11. 1969, og Ingi- björg, f. 19.10. 1910, d. 15.9. 1977. Eiginkona Þorgeirs var Sigur- laug Ísabella Eyberg, f. 16.4. 1926, d. 16.3. 1995. Þau gengu í hjónaband 10.12. 1955 og eign- Í dag kveð ég föður minn Þor- geir Jónsson sem lést skyndilega vegna heilablóðfalls nú á dögun- um. Pabbi ólst upp á Lækjar- bakka í Neskaupstað til eins og hálfs árs aldurs. Síðan flytur hann á Stekk í Mjóafirði með föð- ur sínum og hluta systkina og býr þar til sex ára aldurs. Árin voru erfið í Mjóafirði, enda voru börn- in án móður sem gat ekki sinnt þeim vegna veikinda og faðir þeirra á gamals aldri. Samt átti pabbi til skemmtilegar sögur frá Mjóafirði um lífið og sjálfsbjarg- arviðleitni lítilla barna í ömurleg- um aðstæðum. Sem dæmi um eina slíka kom bóndi að bænum dag nokkurn og vildi fá pabba, sem þá var kannski fimm ára eða svo, í fóstur eða öllu heldur vinnu. Ekki líkaði pabba og bræðrum hans það betur en svo að þeir grófu hann í fönn, svo að hann fannst ekki og varð bóndinn að fara til baka. Synir mínir Bjarni Sævar og Árni Þór höfðu mjög gaman af að hlusta á afasögur um árin í Mjóafirði, álfa og huldufólk. En þrátt fyrir ævintýralegt yfir- bragð sagnanna mátti vel greina harminn á bak við. Árið 1939 fer pabbi í fóstur til hjónanna Sig- dórs og Önnu Brekkan í Nes- kaupstað. Þar bjó hann og menntaðist sem skipasmiður og hlaut síðar meistararéttindi. Pabbi talaði alltaf af virðingu um þessi hjón. Hann og Sigdór skrif- uðust á eftir að pabbi flutti til Reykjavíkur og af lesningu bréf- anna að dæma var Sigdóri annt um föður minn og vildi fylgjast með hvernig honum vegnaði. Sig- dór lést árið 1964 en kona hans 1956. Árið 1954 fór pabbi ásamt vinnufélaga sínum og besta vini, Sveini H. Sveinssyni, til Reykja- víkur. Stuttu síðar kynnist Sveinn Guðrúnu Árnadóttur, sem síðar varð konan hans. Pabbi varð svo skotinn í systur hennar, Sigurlaugu Ísabellu Eyberg, sem varð svo konan hans og móðir mín. Mamma var líf pabba og eft- ir að hún féll frá, 16. mars 1995, varð pabbi aldrei samur. Við Sól- veig reyndum að létta honum líf- ið. Við pabbi borðuðum saman hádegisverð alla virka daga og svo kom hann heim til okkar Sól- veigar hverja helgi og nánast öll frí. Pabbi hafði mjög gaman af bíltúrum og bílasýningum og fór- um við nánast á hverja einustu sýningu í Reykjavík. Nokkrum sinnum fór pabbi með okkur austur á Djúpavog þar sem fjöl- skyldan dvelur oft á sumrin. Það- an keyrðum við á gamlar slóðir og nú síðast á Mjóafjörð í ein- stakri veðurblíðu. Það var gaman að geta gert gamla manninum það kleift að sjá yfir bernskuslóð- irnar í hinsta sinn. Það er komið að leiðarlokum pabbi minn. Ég vil þakka þér fyrir allt og allt. Þú gerðir það besta sem þú gast og það var harla gott. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta, að fótum þér. Er slíkt er nóg? Sá einn er ekki snauður sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson) Góða ferð heim og Guð geymi þig. Þinn Þór. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Þorgeir Jónsson, sem lést á Landspítalanum Fossvogi hinn 13. mars síðastliðinn. Þorgeir fæddist hinn 6. febrúar 1932 í Neskaupstað en ólst upp í Mjóa- firði fyrstu ár ævi sinnar ásamt stórum hópi systkina. Í Mjóafirði voru vetur kaldir, fátækt mikil og vosbúðin ærin sem fjölskyldan bjó við. Ég ætla ekki að fara nán- ar út í þá sögu að öðru leyti en því að litli drengurinn Þorgeir átti erfið bernsku- og æskuár þar sem áföll og sorgir börðu harka- lega að dyrum oftar en barnssál ætti að þola. En Þorgeir var mjög trúaður og fann ungur huggun í þeirri vissu að Guð liti til með honum. Hann bar þó harm sinn í hljóði en vel má ímynda sér að mörg tárin hafi vætt koddann hans þegar enginn sá til. Þorgeir fór í fóstur til hjónanna Sigdórs og Önnu Brekkan, þá sjö ára að aldri. Það hefur verið kvíðvæn- legt fyrir lítinn dreng að vita ekk- ert hvað eða hverjir biðu hans. Hjá þeim hjónum naut Þorgeir þó öryggis og stuðnings til full- orðinsára. Þorgeir bar Sigdóri og Önnu ætíð vel söguna, en uppeld- ið var strangt. Að námi í skipa- smíði loknu vann Þorgeir um tíma í Neskaupstað og síðar í Reykjavík, við sitt fag uns hann hóf sjálfstæð viðskipti í hinum ýmsu greinum. Hann var þjarkur til vinnu alla tíð. Þorgeir var ekki maður sem bar tilfinningar sínar á torg og sennilega ekki til þess hvattur. Þegar ég hitti hann fyrst, þá 16 ára, þótti mér hann vægast sagt sérstakur og á köfl- um erfiður. Þegar ég þroskaðist og myndaði mér mínar eigin lífs- skoðanir tókumst við stundum á og þá mættust oft stálin stinn. Seinna skildi ég það að tilhneig- ing hans til yfirráða í fjölskyldu sinni, í flestum aðstæðum, var ekki illa meint. Heldur ótti við að missa stjórn á aðstæðum sem sennilega átti rætur að rekja til óöryggis bernskunnar og van- máttar barns sem fékk engu ráð- ið um örlög sín. Þorgeir var þó fljótur til sátta, enda var hvorugt okkar langrækið. Spjall, kaffisopi og gamansögur voru miklu oftar á borðum, öllum til gleði. Hjá okkur Þór fann Þorgeir sig á öruggu svæði þar sem hlustað var á hann og hann hvattur til tjá- skipta á frjálsan máta. Silla, kona Þorgeirs, var stóra ástin í lífi hans og þegar hún lést fyrir aldur fram var það Þorgeiri slíkt reið- arslag að segja má að hann hafi aldrei verið samur eftir það. Hann var mikið hjá okkur Þór og naut þess, enda Þór einstaklega góður og natinn við föður sinn alla tíð. Gott hjartalag Þorgeirs sást best í elsku hans til dýranna, þá sérstaklega fuglana. Við Þór áttum gamlan páfagauk sem dó og þá var gerð lítil líkkista og fuglinn jarðaður með viðhöfn í garðinum hjá Þorgeiri. Hann smíðaði forláta kross og öll signd- um við yfir litlu gröfina. Þetta var Þorgeir í hnotskurn. Kæri tengdafaðir, ég veit að þér þótti vænt um mig og krakkana. Það sýndir þú með verkum þínum oft- ar í stað orða. Ein ósk frá mér og þú hefðir uppfyllt hana. Afabörn- in þín elskuðu sögurnar þínar um æsku þína, álfana og huldufólkið sem þú gerðir lifandi í huga þeirra. Langafabörnin, Unnur og Þór, kölluðu þig stundum afa langa. Það er skrýtið að sjá þig ekki sitja við eldhúsborðið okkar að spjalla og grínast góðlátlega. Ég þakka þér allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og mína. Góða heimferð og minning þín lifir áfram í okkur. Guð geymi þig vinur og gefi þér frið. Þín tengdadóttir, Sólveig B. Sigurðardóttir. Ég sit í kvöld og sat í gær við sundið, fram á nætur og hlýði er bylgjan blá og tær að bökkum fallast lætur Og hjartaslagið hinsta slær við hamrabúans fætur. Þá brosir máni, blærinn hlær, og björk og víðir grætur. Ég horfi yfir hylinn blá, þótt hjartans lindin þorni; þú hvarfst mér undir sól að sjá – með sólu rístu að morgni. (Sigurður Sigurðsson frá Arn- arholti.) Elsku afi, þakka þér fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig og fyrir allar sögurnar þínar sem glöddu hug og hjarta. Allt þetta geymi ég með mér. Guð varðveiti þig og blessi. Árni Þór. Við höfðingshvílu er himins friður og heilög ró, guð blessi hann. Með húmsins skýlu leið nóttin niður og nam hér staðar við þennan mann. Þennan stóra, með sterka arminn, og stráði draumsins myrkri á hvarm- inn. Augað er lokað. Lokaþáttur lífsins þokaðist nær og nær. Syrgja þig bæði mildi og máttur, maður, þú varst báðum kær, og líka okkur, öllum hinum, sem áttirðu fyrr, eða síðar, að vinum. Heilsa jeg ennþá einu sinni. Enginn má renna sköpum, þó stendurðu fast í mínu minni: maður og góður. – Sof í ró. Þín vaka var löng og starfasterk. Standi lengur þín þarfaverk. (Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti) Elsku afi, þú varst sérstakur karl. Sagðir fínar sögur og varst svolítið stríðinn, eins og ég, en allt var það nú í góðu. Þakka þér þá góðmennsku sem þú sýndir mér alla tíð. Sögurnar þínar mun ég varðveita og þannig mun minning þín lifa áfram. Guð varð- veiti þig. Bjarni Sævar. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúkt til, en andvarpar: Faðir minn ! (Tómas Guðmundsson) Ég kveð þig afi minn, með hlýju og þökk í hjarta fyrir alla þína góðmennsku og stuðning sem þú sýndir mér. Þú fylgdist t.d. af áhuga með námi mínu í Finnlandi (Kokkola) því þér fannst ferðalög mjög spennandi og minntu þig á stórferðalagið þitt, árið 1953, um alla Austur- Evrópu, er þú varst ungur mað- ur. Það er komið að leiðarlokum, afi minn. Góða heimferð í fang þess er öllu ræður og blessi Hann þig. Þín Álfheiður. Þorgeir Jónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru SIGRÍÐAR KJARTANSDÓTTUR, Stellu, Hlíðarhúsum 3, Reykjavík. Fjölskyldan þakkar öllu því góða fólki sem annaðist Stellu í veikindum hennar. . Garðar Sveinbjarnarson, Kjartan Garðarsson, Antonía Guðjónsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Stefán Laxdal Aðalsteinss., Anna Birna Garðarsdóttir, Jón Ingvar Sveinbjörnsson, Guðrún Þóra Garðarsdóttir, Sigurjón Ársælsson, Sigríður Garðarsdóttir, Stefán Þór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför FRIÐRIKS RAGNARS EGGERTSSONAR. . Aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS R. HALLDÓRSSONAR, Þverási 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks taugalækningadeildar B2 LSH og heimahjúkrunar Reykjavíkurborgar. Kærar þakkir til félaga í Lionsklúbbnum Víðarri. . Bryndís Eiríksdóttir, Sigríður G. Halldórsdóttir, Marteinn S. Sigurðsson, Kristín H. Halldórsdóttir, Brynjar H. Ingólfsson, Birna M. Halldórsdóttir, Hjálmar Arnar, Sigurður, Agnes Dís, Halldór Bjarki og Ingunn María. Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir sýndan hlýhug og fallegar kveðjur við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Borgarnesi. Bestu þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð fyrir einstaka umönnun og hlýju í garð móður okkar. Guð og englarnir veri með ykkur. . Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir, Birna Þorsteinsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Guðrún I. Rúnarsdóttir, ömmubörn og langömmudrengir. Innilegar þakkir fyrir samúð, virðingu og hlýhug við fráfall eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR, Nönnu, Bræðratungu 8, Kópavogi, sem lést 25. febrúar. . Sigurjón Hrólfsson, Jón Hrólfur Sigurjónsson, G. Erla Sigurbjarnadóttir, Hörður Sigurjónsson, Anna Rósa Sigurjónsdóttir, Jens Ágúst Jóhannesson, Helga Sigurjónsdóttir, Steinar Sigurðsson, Heiðar Sigurjónsson, Sólveig Jörgensdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Erla Skaftadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI JÓNASSON, fyrrverandi skólastjóri, til heimilis á dvalarheimilinu Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 13. . Þorgeir Hjaltason, Svanfríður Hjaltadóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir, Sigurjón Grétarsson, Guðmundur Hjaltason, Bogey Sigfúsdóttir, Þorsteinn Hjaltason, Berglind Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALUR MARGEIRSSON, Vatnsholti 1a, Keflavík, lést miðvikudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 17. apríl kl. 13. . Birna Sigurðardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.