Morgunblaðið - 11.04.2015, Page 43

Morgunblaðið - 11.04.2015, Page 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 undi hag mínum vel í þessu mikla veldi kóladrykkja með frábærlega skemmtilegum samstarfsfélögum og vinum sem ég held enn tengslum við. Næstu skref færðu mig svo æ austar því 1995 hóf ég störf hjá Coca-Cola Nordic Division í Osló í Noregi og hafði ég m.a. yfirumsjón með inn- kaupa- og flutningsmálum þar. Þetta var skemmtilegur og lærdómsríkur tími enda var Coca-Cola að byggja upp nýja verksmiðju og dreifikerfi fyrir allt landið. Árið 1998 flutti ég mig til Vínar og var þá kominn í vinnu hjá Coca-Cola HBC. Þar var ég ábyrgur fyrir innkaupum fyrir Mið- og Austur-Evrópu. Ætli ég hefði ekki bara endað í Rússlandi eða Kína ef ég hefði haldið áfram hjá Coca-Cola. En Ísland togaði í mig, ræturnar eru sterkar og ég kom heim árið 2002 og varð fram- kvæmdastjóri sérvörusviðsins hjá Kaupási.“ Friðbert söðlaði svo um nokkru síðar og starfaði sjálfstætt við ýmis þróunarverkefni og fjárfestingar. „Það var mikil gerjun í íslensku efnahagslífi á þessum árum eins og allir þekkja en árið 2011 birtist tæki- færi sem ég gat ekki látið framhjá mér fara og í ársbyrjun þess árs hóf ég störf hjá Heklu og spennandi tímar fóru í hönd hjá þessu rótgróna fyrirtæki.“ Friðbert á helming hlutafjár í Heklu og Volkswagen í Danmörku á hinn helminginn. Friðbert er nýkjörinn í stjórn Bíl- greinasambandsins og situr í stjórn- um annarra félaga og fyrirtækja. „Ég hef mjög gaman af útivist, fer reglulega á skíði og í gönguferðir og ætli maður geti ekki sagt þetta klass- íska: Ég nýt mín best á griðastað fjöl- skyldunnar sem er í sumarbústaðn- um í Grímsnesi.“ Fjölskylda Eiginkona Friðberts er Soffía Huld Friðbjarnardóttir, f. 14.5. 1969, tónlistarkennari og músikþerapisti. Foreldrar hennar eru Friðbjörn Gunnlaugur Jónsson, verkstjóri og söngvari, og Sólveig Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur. Börn Friðberts og Soffíu Huldar eru Sólveig Anna, f. 16.8. 2004, og Salvör Sesselja, f. 17.10. 2006. Systkini Friðberts eru Kristín Björk Friðbertsdóttir, f. 22.5. 1963, búsett í Reykjavík; Njáll Trausti Friðbertsson, f. 31.12. 1969, flug- umferðarstjóri á Akureyri, og Jó- hann Grímur Friðbertsson, f. 12.4. 1971, sjóntækjafræðingur í Svíþjóð. Foreldrar Friðberts voru Friðbert Páll Njálsson, f. 1940, d. 2003, öku- kennari og sölumaður, og Pálína Guðmundsóttir, f. 1944, d. 2008, vann við umönnun aldraðra. Þau bjuggu í Reykjavík. Úr frændgarði Friðberts Friðbertsson Friðbert Friðbertsson Stefán Halldórsson verslunarm. á Norðfirði Sesselja Stefánsdóttir húsfreyja í Rvík Guðmundur (Jóhannsson) Grímsson vörubílstj. og þúsundþjalasmiður í Rvík Pálína Guðmundsdóttir vann við umönnun aldraðra í Rvík Pálína Vernharðsdóttir húsfreyja í Rvík Grímur Guðmunsson verkstj. hjá Eimskip í Hafnarhúsinu Guðrún Stefánsdóttir húsfr. í Reykjavík Jóhann Guðjónsson fyrrv. ökukennari í Rvík Anna Stefánsdóttir skrifstofum. í Rvík Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Svalbarði á Svalbarðsströnd Kristjana Friðbertsdóttir húsfr. á Suðureyri Jón Viðar Njálsson vélstj. á Suðureyri Harpa Njálsdóttir félagsfræðingur í Rvík Margrét Njálsdóttir skrifstofum. í Rvík Pálína Sveinbjarnardóttir húsfr. á Suðureyri Friðbert Friðbertsson skólastj. á Suðureyri Ásdís Friðbertsdóttir lengst af húsfr. á Súgandafirði, nú í Rvík Njáll Jónsson sjóm. og verkam. á Súgandafirði Friðbert Páll Njálsson sölumaður í Rvík Margrét Bjarnadóttir húsfr. í Súðavík Jón Jónsson útgerðarm. og kaupm. í Súðavík Sigríður Pétursdóttir húsfr. á Suðureyri Jófríður Pétursdóttir húsfr. á Stað í Súgandafirði Ólafur Þ. Þórðarson alþm. Sigríður Jónasdóttir húsfr. í Rvík Kristmundur Jónasson matreiðslumaður í Rvík Kjartan Ólafsson fyrrv. ritstj. og alþm. Friðbert Jónasson augnlæknir Pétur Jónasson ljósmyndari á Húsavík Guðmundur Bjarnason b. á Svalbarði Kristín Bjarnadóttir hjúkrunarfr. á Svalbarðsströnd Margrét Bjarnadóttir hjúkrunarfr. í Fnjóskadal Sesselja Bjarnadóttir hjúkrunarfr. á Grenivík Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Norðfirði og í Rvík Jórlaug Guðnadóttir húsfr. á Lómatjörn Sigríður Sverrisdóttir kennari á Grenivík Guðný Sverrisdóttir fyrrv. sveitarstjóri á Grenivík Valgerður Sverrisdóttir fyrrv. alþm. og ráðherra á Lómatjörn Vilhjálmur fæddist í Merkinesií Höfnum 11.4. 1945, sonurVilhjálms Hinriks Ívars- sonar, harmonikkuleikara, söng- manns, bónda, og smiðs í Merkinesi, og Hólmfríðar Oddsdóttur hús- freyju. Meðal fjögurra systkina hans var Ellý Vilhjálms, ein dáðasta dæg- urlagasöngkona þjóðarinnar fyrr og síðar. Vilhjálmur var þríkvæntur, eign- aðist soninn Jóhann, sem er söngv- ari, og dótturina Vilhelmínu, sem er flugstjóri, en auk þess tvo stjúpsyni. Vilhjálmur var einn vetur í Gagn- fræðaskóla Keflavíkur þar sem hann kynntist tónlistarmönnunum Einari Júlíussyni og Baldri Þórissyni. Hann var í Héraðsskólanum á Laug- arvatni, lauk landsprófi á Ísafirði, stúdentsprófi frá MA 1964, bankaði uppá hjá Ingimar Eydal sama dag- inn með stúdentshúfuna og var munstraður sem bassaleikari í hljómsveit hans, en áður hafði hann leikið með Bassabandinu í þrjú ár. Haustið 1965 kom Vilhjálmur aft- ur suður, söng inn á tvær tveggja laga plötur, lék með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar á Röðli 1966-68 og síðan með Haukum og Hljómsveit Ólafs Gauks um skeið. Vilhjálmur las lögfræði og síðan læknisfræði við HÍ skamma hríð, en hóf síðan flugnám og lauk því í Lúx- enborg 1970. Hann var síðan flug- maður hjá Arnarflugi og flugkennari hjá Flugskóla Helga Jónssonar. Vilhjálmur söng inn á fjórar plöt- ur með Ellý, systur sinni, m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson og Tólfta september, sendi frá sér sólóplötur og söng þrjú lög inn á plötu með Mannakorni. Síðasta plata hans, Með sínu nefi, kom út 1976. Vilhjálmur lést í umferðarslysi í Lúxemborg fyrir aldur fram 28.3. 1978. Hann var þá einn dáðasti söngvari þjóðarinnar. Minning- artónleikar voru haldnir um hann 2008 og í kjölfarið stofnaður sjóður til styrktar efnilegum söngvurum. Í dag verða svo haldnir tónleikar í Eldborg í Hörpunni er 70 ár eru frá fæðingu hans. Jón Ólafsson ritaði ævisögu Vil- hjálms, Söknuður, sem kom út 2008. Merkir Íslendingar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Laugardagur 106 ára Hlíf Böðvarsdóttir 90 ára Jón Þórarinn Sveinsson 85 ára Sigurdís Alda Jónsdóttir 80 ára Arngrímur Ægir Kristinsson Bergljót Jónatansdóttir Erna Bergþóra Einarsdóttir Guðlaugur Þórir Nielsen Ingibjörg Kristín Gísladóttir Ingveldur K. Karlsdóttir Margrét Sigfúsdóttir Unnur Jóhannesdóttir 75 ára Hannes Lárusson Haukur Aðalsteinsson Jón Reynir Einarsson Sveinbjörn Hallsson 70 ára Auður Óskarsdóttir Guðlaugur Höskuldsson Hans Roland Löf Hrefna Gunnsteinsdóttir Jóhanna Árnadóttir Jóhannes Torfason Jónas Hannesson Kristín Vilborg Haraldsdóttir Magnús Davíðsson Ólafur Pétursson Soffí Þóra Magnúsdóttir Sólveig Jónasdóttir 60 ára Björg Friðjónsdóttir Elísa Steingrímsdóttir Guðný Gunnarsdóttir Jóhann Vilhjálmsson Kristján Þór Valdimarsson Rán Gísladóttir Sigrún Pálsdóttir 50 ára Birna Björnsdóttir Brynja Guðjónsdóttir Elfar Reynisson Hafdís Lilja Gunnarsdóttir Hulda Hrönn Jónsdóttir Ívar Ásgrímsson Mikael Róbert Ólafsson Slawomir Grzegorz Chojnowski 40 ára Árni Þór Árnason Ásdís Margrét Rafnsdóttir Hrefna Pálsdóttir Kamran Keivanlou Karl Einarsson Kristín Anna Tryggvadóttir Kristín S. Guðlaugsdóttir Lahcen Bouhlali L’Houcine Bouhlali Nicholas Paul Clifford Bardsley Pálmi Ásbjarnarson Sigurbjörg Kr. Þorvarðardóttir Viðar Þór Ólafsson Þórður Karl Einarsson 30 ára Emma Björg Eyjólfsdóttir Filip Jan Matlosz Gunnar Daníel Sæmundsson Hermann Ingi Steinarsson Ingvi Hrafn Hálfdánsson Jón Þorgeir Kristjánsson Karl Brynjar Björnsson Olga Maria Jablonska Sigþór Jónsson Sunnudagur 90 ára Soffía Rannveig Valdimarsdóttir 80 ára Guðmundur Ingvarsson Ingveldur Anna Pálsdóttir Kristófer Sæland Jónasson 75 ára Arndís Magnúsdóttir Aud B. Helgason Hermann Albert Jónsson Hrönn Árnadóttir Kristín J Magnúsdóttir Margrét Bjarnadóttir Matthildur Jóna Ágústsdóttir 70 ára Ásmundur E. Einarsson Ásta Sigríður Eyjólfsdóttir Ástþór Óskarsson Guðrún Helga Gestsdóttir Hreinn Karlesson Jóhann Reynisson Óskar Konráðsson Sigmar K.S. Sigurbjörnsson Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Dungal Sigurður Adolfsson Sólveig Helga Jónasdóttir Steindór Gunnarsson 60 ára Aðalsteinn Hallgrímsson Andrés Eyberg Magnússon Brynja Garðarsdóttir Gísli Kristófersson Guðbjörn Vilhjálmsson Gunnar Ólafur Eiríksson Inga María Ingvarsdóttir Stefanía Margrét Stefánsdóttir Viktor Arnar Ingólfsson 50 ára Björn Jónsson Brynjólfur Sigurðsson Guðmundur Kristján Ragnarsson Hilmar Jón Kristinsson Íris Pálsdóttir Róbert Guðmundur Schmidt Sigurður Freyr Sigurðarson Sigurður Sigfús Eiríksson Sólrún Helga Jónsdóttir Unnur Jónsdóttir 40 ára Arnar Hauksson Guðni Kristinsson Gunnar Kristinn Ásgeirsson Hulda Ósk Harðardóttir Inger Rut Hansen Kristín Svafarsdóttir Laufey Margrét Magnúsdóttir Lilja Björg Ingibergsdóttir Margrét Eiríksdóttir Sigurveig Hallsdóttir 30 ára Andrés Ágúst Jónsson Auður Anna Jónsdóttir Baldur Ingason Berglind Árnadóttir Brynjar Ingi Erlingsson Eva Rakel Eyþórsdóttir Heiðar Guðnason Hulda Björk Haraldsdóttir Ingibjörg Ósk Þórðardóttir Katarzyna Aleksandra Idczak Margeir Sigurðsson Marta Renata Rozanska Valgeir Rúnar Valgeirsson Zuzana Stankovitsová Til hamingju með daginn Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri Hafðu veisluna eftir þínu höfði! Skoðaðu úrvalið á vefverslun okkar bakarameistarinn.is. Veisluþjónusta undir stjórn matreiðslumeistarans Skúla Hansen Er veisla framundan? Sími 533 3000 bakarameistarinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.