Morgunblaðið - 11.04.2015, Page 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur
Mikið úrval af gjafavöru
fyrir dömur og herra
· Töskur
· Hanskar
· Seðlaveski
· Ferðatöskur
· Tölvutöskur
· Belti
· Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
Léttar
ferðatöskur
Kortaveski úr leðri
frá kr. 4.800. Nafngylling kr. 1100.
Tru virtu
ál kortahulstur.
Kr. 7200 Kemur í veg fyrir
skönnun á kortaupplýsingum.
Skartgripaskrín-
Lífstíðareign
Sjá ítarlegar
upplýsingar á
www.drangey.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Oft er það svo að þegar maður
gerir einhverjum greiða þá skilar hann sér
aftur þegar maður þarf sjálfur á aðstoð að
halda. Sérstaklega tekur þú eftir þörfum
barna, þjáningum þeirra og gleði.
20. apríl - 20. maí
Naut Glæstar áætlanir um fjölskylduna og
heimilið valda glundroða og ókyrrð í einka-
lífinu. Varfærnin borgar sig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Farðu ekki í uppnám þótt ekki sé
alltaf farið eftir þeim reglum sem þú setur.
Gefðu honum tíma til þess að átta sig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samband þitt við vin er afar náið í
dag. Er það nokkur furða að ástvinur sé
heillaður af þessum litríka margbreyti-
leika? Gefðu þér tíma til að vinsa það
besta úr.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Í dag ættir þú að líta yfir allt sem þú
hefur afrekað. Reyndu að láta það gerast.
Flas er aldrei til fagnaðar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú finnur löngun hjá þér til að gera
eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til
þess fyrr en síðar. En eru verðlaunin bar-
dagans virði?
23. sept. - 22. okt.
Vog Það mun reyna á þolinmæði þína í
dag og einhverjir samstarfsmenn þínir
munu ganga helst til langt. Gefðu því þann
tíma sem þarf til að það leysist farsæl-
lega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Nú er lag að skipuleggja af-
þreyingu af einhverju tagi. Gættu því allrar
varúðar svo þú verðir ekki fyrir tjóni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú hefur mikið að gera og
skalt ekki fara út í stórar framkvæmdir á
heimilinu. Allir hlutir kosta sitt en það er
forgangsröðin sem skiptir máli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Gerðu ráð fyrir einherju óvæntu
frá yfirmanni þínum. Fyrr en varir á hún
eftir að kunna lagið og þarf þá ekki á hjálp
að halda lengur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sumir hlutir eru sannir af því
að maður gerir þá sanna og maður getur
gert þá ósanna með sama hætti. Láttu
slag standa og farðu eftir eigin hyggjuviti.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur um skeið unnið að
ákveðnu máli bak við tjöldin. Sá rétti er
hvorki augljós né auðveldur. Athugaðu
þinn gang og hvort þú getur ekki útskýrt
betur hvað fyrir þér vakir.
Síðasta vísnagáta var eftir Guð-mund Arnfinnsson sem oftar:
Á fingrinum þú finnur hann.
Fastan oft hann leysir.
Fyrir þér málin flækja kann.
Frelsi hann skorður reisir.
Og gefur hann þessa lausn á gátu
sinni:
Köggull á fingri kleppur er.
Kleppur er hnútur að glíma við.
Kleppur er vandi, sem varast ber.
Veitir Kleppur aðhaldið.
Síðan lætur Guðmundur tilheyr-
andi limru fylgja:
Hann Þengill úr Þingvallahreppi,
sem þrásinnis kvaðst vera jeppi,
var álitinn valla
með öllum mjalla,
hann var yfirlæknir á Kleppi.
Guðrún Bjarnadóttir segir, að
svarið sé hringur, af því að:
Fegurð eflir fagran
fingur skreyttan hringum.
Svelti fastan festir,
af fingri losnar hringur.
Hringrök hugsun taka
frá hringavitleysingi.
Hring í nautsgrön hengjum,
hrifsum frelsi gripsins.
Árni Blöndal er á svipuðum slóð-
um:
Hringur á fingri festast kann,
þú fitnar og fasta hann leysir.
Við sjafnaryndi setur bann,
sífellt skorður reisir.
Og enn varð Guðmundi hugsað til
mín og sendi gátu:
Jarðskjálfti fær raskað ró.
Reisu manns á langinn dró.
Vegferð stutt í senn á sjó.
Sýnir ölvun, væga þó.
Helga R. Einarssyni datt í hug
ein létt gáta með morgunkaffinu:
Við at- og lima- límist hann
líka út- og jaka-.
Hrelldi forðum hest og mann,
en heillar sérhvern maka.
Lausnir verða að berast ekki síð-
ar en á miðvikudagskvöld.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Oft er ekki einhlít lausn á
gátunni
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVER ER AÐ FARA AÐ FÁ SPRAUTUNA
SÍNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... gleðin sem þú færð af
hlátri hans.
GÓÐA
KVÖLDIÐ,
OG VERIÐ
VELKOMIN AÐ...
DRAMATÍSKA
ÞAGNAR-
LEIKHÚSINU
VIÐBÚINN...
TILBÚINN...
HRÓLFUR HRÆÐILEGI
ER FYRIR UTAN
VIRKISVEGGINN, HERRA
HVAÐ VILL
HANN?
ÉG SKAL
SPYRJA,
HERRA
HANN VILL VERA FYRIR
INNAN VIRKISVEGGINN,
HERRA
Móðir Víkverja, eins og allar aðr-ar mæður, hefur lagt sig fram í
uppeldinu í gegnum árin en afrakst-
urinn er ekki endilega alveg í takt
við blóð, svita og tár ættmóð-
urinnar. Líklega er heppilegri orða-
notkun að tala um ráðleggingar
frekar en fortölur og uppeldi í ljósi
þess að Víkverji hefur náð fullorð-
insaldri. Hér verður þó hvorki rætt
um þroska Víkverja né hversu full-
orðinn hann er orðinn, þess þá held-
ur hvað felist í því að vera fullorðinn
yfirleitt.
x x x
En þá víkur sögunni aftur að hæn-unni og egginu. Egginu sem
skellir (ítrekað) skollaeyrum við
orðum hænunnar. Víkverji er oft
hreinlega alveg eins og egg, skortir
eyru til að hlýða á orð hinna eldri og
hvað þá að draga ályktun af því sem
sagt er. Það virðist honum vera fyr-
irmunað að gera.
x x x
Þegar Víkveri bítur einhverja vit-leysu í sig þá flokkar hann það
sem svo að hann sé að fara sínar
eigin leiðir. Þessar eigin leiðir hafa
ekki gefið góða raun hingað til.
x x x
Það hnussaði í Víkverja þegarhann stakk uppáhaldspeysunni
sinni inn í þvottavélina og nánast
hreytti út úr sér: „Hvað ætli það
þurfi alltaf að þvo þessa peysu í
höndunum. Af hverju er ég að inna
meiri vinnu af hendi en ég þarf?“
Hann hristi hausinn og klykkti út
með orðinu „handþvottur“ um leið
og hann skellti hurðinni á þvottavél-
aropinu aftur.
x x x
Það þarf vart að spyrja að leiks-lokum. Víkverji skellti sér í
snollaða peysu og hélt út í vinnu-
daginn. Hann hlustaði ekki á þær
raddir í höfðinu á honum sem æptu:
„Peysan hefur hlaupið!“ Stoltur í
fasi hélt hann í Hádegismóa. Smám
saman kvarnaðist þó úr afneitun
Víkverja þegar leið á daginn því
þegar hann sá sig í speglinum sá
hann þetta svart á hvítu. Takk, móð-
ir, fyrir að gefast ekki upp á þvotta-
leiðbeiningum. víkverji@mbl.is
Víkverji
Guði séu þakkir, sem gefur oss sig-
urinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist!
(Fyrra Korintubréf 15:57)
- með morgunkaffinu