Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 12. apríl kl. 14: Leiðsögn með Ingu Láru Baldvinsdóttur Þriðjudagur 14. apríl kl. 12: Hádegisfyrirlestur Sigurðar Gylfa Magnússonar Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Á veglausu hafi í Bogasal Hvar, hver, hvað? í Myndasal Húsin í bænum á Veggnum Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Listasafn Reykjanesbæjar • Til sjávar og sveita, Gunnlaugur Scheving • Sjálfsagðir hlutir, hönnunarsaga. • 15/15 – Konur og myndlist, úr safneigninni. 24. janúar – 26. apríl Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. KONUR STÍGA FRAM - SVIPMYNDIR 30 KVENNA Í ÍSLENSKRI MYNDLIST 13.2.-10.5.2015 Sunnudagsleiðsögn kl. 14 - Hildur Hákonardóttir og Þorbjörg Höskuldsdóttir myndlistarkonur fjalla um verk sín á sýningunni A KASSEN CARNEGIE ART AWARD 2014 13.2. - 10.5. 2015 SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. IN THE CRACK OF THE LAND - Una Lorenzen LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is SEQUENCES 13.-19. apríl, verk eftir David Kefford og Dagrúnu Aðalsteinsdóttur Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015 Opið sunnudaga kl. 14-17. MENN Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson, Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson Vörður Jónína Guðnadóttir Listamannsspjall Sunnudag 12. apríl kl. 14 Jónína Guðnadóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÁMUNDI: Grafísk hönnun Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er alveg hreint magnað hvað þetta verk, sem fjallar um spillingu, græðgi, valdníðslu og kynþátta- fordóma, hefur elst vel. Þetta er allt að gerast í kringum okkur í dag,“ seg- ir leikstjórinn Ágústa Skúladóttir um leikritið Ubba kóng – skrípaleik í mörgum atriðum eftir Alfred Jarry sem Leikfélag Hafnarfjarðar frum- sýnir í Gaflaraleikhúsinu í kvöld. Ágústa rifjar upp að leikritið hafi vakið svo heit viðbrögð í París árið 1896 að frumsýning þess hafi jafn- framt verið lokasýningin á sínum tíma. „Þetta verk er hins vegar löngu orðin klassík á pari við verk Shake- speare og mikið leikið í Evrópu þótt það hafi ekki verið leikið mikið hér- lendis,“ segir Ágústa og tekur fram að hún hafi árum saman gengið með þann draum í maganum að fá að leik- stýra verkinu. Gróteskan ríkjandi „Ég kynntist því fyrst þegar ég var í almennri bókmenntafræði við Há- skóla Íslands þar sem Sigurður Páls- son kenndi mér í kúrsi um absúrd- leikritun. Árið 1994 sá ég síðan dásamlega útfærslu á því á Edin- borgarhátíðinni þar sem aðeins tveir leikarar fóru með öll hlutverkin og notuðu grænmeti og ávexti sem brúð- ur, sem bauð upp á áhugaverða út- færslu á öllum þeim fjöldamorðum sem í leikritinu eru,“ segir Ágústa og tekur fram að í sinni útfærslu ráði gróteskan ríkjum í trúðaleikstílnum. Bendir hún á að Alfred Jarry hafi verið nokkuð á undan sinni samtíð og líta megi á hann sem brautryðjanda fyrir absúrdísk leikskáld á borð við Eugène Ionesco, Samuel Beckett og Jean Genet. Ubbi kóngur eða Ubu roi á frummálinu er kannski betur þekktur sem Bubbi kóngur, en Herranótt frum- flutti verkið hér á landi undir því nafni árið 1969 í leikstjórn Sveins Einarssonar. Að sögn Ágústu gekk ekki þrautalaust að hafa uppi á upp- runalegu handriti verksins á íslensku. „Við leituðum m.a. til Davíðs Odd- sonar, sem lék Bubba kóng, og fleiri leikara sem léku í uppfærslunni á Herranótt, en án árangurs. Þegar ég hringdi í Steingrím Gaut Kristjáns- son, sem þýddi verkið upphaflega, kom í ljós að hann hafði lengi haft hug á því að fara yfir þýðinguna sína sem hann vann þegar hann var lögfræði- nemi. Við bjuggum því við þann lúxus að fá nýja og endurbætta þýðingu, sem er auðvitað líka einstaklega dýr- mætt fyrir leiklistararfinn hérlendis,“ segir Ágústa og tekur fram að titli verksins hafi verið breytt samkvæmt tillögu frá Steingrími. Með hlutverk Ubba kóngs og Ubbu drottningar fara Halldór Magnússon og Huld Óskarsdóttir. „Þau fara hreinlega á kostum í hlutverkum sín- um. Ég hefði ekki getað verið heppn- ari með aðalleikara, því þau eru bæði þrautþjálfuð með mikla leikreynslu,“ segir Ágústa sem unnið hefur með Huld áður m.a. í uppfærslu Gaflara- leikhússins á Ævintýri Múnkhásens árið 2012 og í uppfærslu Leikfélags Kópavogs á Ævintýri Grimms sem valin var athyglisverðasta áhuga- leiksýningin að mati valnefndar Þjóð- leikhússsins árið 2002 og fór í fram- haldinu sem fulltrúi Íslands á alþjóðlega leiklistarhátíð Norðurevr- ópska áhugaleikhússambandsins (NEATA) sem haldin var í Svíþjóð þá um sumarið. Morðótt skrímsli „Ubbi kóngur er eitt þekktasta karlhlutverk leikbókmenntanna. En það sem færri vita er að Alfred Jarry skapaði líka eitt safaríkasta kven- hlutverk leikbókmenntanna. Ubba drottning er aðaldriffjöður verksins, enda er það hún sem plottar valda- ránið sem felur í sér að myrða kon- ungsfjölskylduna til að komast til valda,“ segir Ágústa og bendir á að hvað það varði minni Ubba óumræði- lega á lafði Macbeth. „Ubbi kóngur sturlast hins vegar við það að komast til valda með morðum og hann getur ekki hætt að drepa. Þannig er Ubba búin að skapa morðótt skrímsli sem hún ræður svo ekki við. Það fer því ekki vel fyrir þeim hjónum.“ Á annan tug leikara og hljóðfæraleikara taka þátt í sýningunni. „Þau eru á sviðinu allan tímann, bregða sér í fjöldamörg hlutverk og standa sig frábærlega,“ segir Ágústa. Tónlistin er frumsamin af Eyvindi Karlssyni og söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson og Þór- arin Eldjárn. Leikmynd hannaði Klæmint Henningsson Isaksen, lýs- ingu Hermann K. Björnsson og Sig- ríður Rósa Bjarnadóttir útfærði gervi og búninga í samvinnu við leikhópinn. Þess má að lokum geta að sýningin er 75 mínútur og leikin án hlés. Næstu sýningar verða 14., 18. og 21. apríl kl. 20 öll kvöld. Miðasala er á midi.is. All- ar nánari upplýsingar má finna á vef Leikfélags Hafnarfjarðar, leikhaf.is. Ljósmynd/Eddi Ærslaleikur Halldór Magnússon og Huld Óskarsdóttir í hlutverkum sínum sem Ubbi kóngur og Ubba drottning. Skrípaleikur um valdníð Ágústa Skúladóttir  Ubbi kóngur frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu í kvöld kl. 20 Út er komið nýtt tölublað Stínu – Tímarits um bókmenntir og listir, 1. hefti 10. árgangs. Í þessu tíu ára af- mælishefti er fjölbreytilegt efni að vanda. Guðbergur Bergsson, einn rit- stjóra, talar til Stínu, meðal ann- ars um smæð í listum og menn- ingu hér á landi og staglkennda umræðu um vanda Ríkisútvarps- ins. Sögur eru birtar, meðal ann- ars eftir Margréti Örnólfsdóttur, Kára Tulinius, Vigdísi Gríms- dóttur, Svein Einarsson, Kristínu Ómarsdóttur og Elísabetu Jök- ulsdóttur. Guðrún Hannesdóttir hefur þýtt sögu eftir Bojan Babic sem birt er, og Rúnar Helgi Vign- isson þýddi sögu eftir Heinrich Böll. Þá eru birt myndverk eftir Rakel Steinarsdóttur, sem Hlynur Helgason skrifar um og Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarkona skrifar samtal við listakonuna Araya Rasdjarmrearnsook. Meðal annars efnis eru tíu tilgátur Þór- arins Eldjárns að lokum þriðju sonnettu Jónasar Hallgrímssonar, og er ekki allt efni upptalið. Tímaritið Stína fagnar tíu ára útgáfu Tíu umsækjendur eru um stöðu safnstjóra Listasafns Reykjavíkur sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði. Hafþór Yngvason, sem hefur stýrt Listasafni Reykja- víkur síðastliðinn áratug, lætur af störfum í haust. Umsækjendur um stöðuna eru: Auður Harpa Þórsdóttir, forstöðu- maður, Halldóra Arnardóttir, list- fræðingur, Jón Andri Óskarsson, nemi, Kristbjörg Ýrr Jónasdóttir, forstöðumaður, Margrét Elísabet Ólafsdóttir, kennari, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður, Tryggvi Jónsson, aðstoðarveit- ingastjóri, Yean Fee Quay, deild- arstjóri og Æsa Sigurjónsdóttir, dósent. Gert er ráð fyrir að tillaga um ráðninguna liggi fyrir eigi síðar en í byrjun maí og að nýr safnstjóri taki til starfa í ágúst. Listasafn Reykjavíkur hýsir þrjú meginsöfn í þremur sýningarhúsum; safn Ásmundar Sveinssonar í Ás- mundarsafni, safn Jóhannesar Kjar- vals á Kjarvalsstöðum og safn verka Erró í Hafnarhúsi. Listasafn Reykjavíkur hefur jafnframt umsjón með myndverkum á almannafæri í eigu borgarinnar. Safnstjóri er listrænn stjórnandi með ábyrgð á sýningadagskrá og annarri faglegri starfsemi safnsins í samræmi við alþjóðlegar siðareglur, lög og samþykktir. Tíu sóttu um stöðu safnstjóra Morgunblaðið/Einar Falur Á Kjarvalsstöðum Fjölþætt starf- semi er í Listasafni Reykjavíkur.  Nýr safnstjóri Listasafns Reykjavík- ur ráðinn fljótlega og hefur störf í ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.