Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.04.2015, Qupperneq 52
LAUGARDAGUR 11. APRÍL 101. DAGUR ÁRSINS 2015 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 790 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Bað um hönd Helga Hrafns 2. Banaslys á Biskupstungnabraut 3. Karlmaðurinn var frá Rúmeníu 4. Stefán sigurvegari Biggest Loser  Tveir íslenskir myndlistarmenn, Katrín Sigurðardóttir og Ólafur Elías- son, eru í hópi ellefu listamanna sem eiga verk á sumarsýningunni Pano- rama sem verður opnuð á sumardag- inn fyrsta í hinum vinsæla garði High Line, sem er á aflögðum lestarteinum hátt yfir götunum á vestanverðri Manhattan-eyju. Verk Katrínar er skúlptúr sem byggist á hinni jökul- skrýddu Bouvet-eyju og mun hann hanga umsnúinn neðan úr stálgrind High Line. Verk Ólafs er hins vegar stór innsetning úr tveimur tonnum LEGO-kubba, sem sýnir ímyndaða borgarmynd, en síðan geta gestir leikið sér að því að kubba og breyta verkinu í sumar. Katrín og Ólafur á High Line í New York  Söngkonurnar Anna Jónsdóttir sópran og Þóra Passauer kontraalt flytja ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hið þekkta verk Pergo- lesis, Stabat Mater, í Seltjarnar- neskirkju í dag, laugardag, klukkan 16. Stjórnandi á tónleikunum er Oliver Kentish. Í þessu kunna verki segir af Maríu mey þar sem hún stendur við kross Jesú Krists og syrgir son sinn. Verkið þykir lýsa afar vel þján- ingu, sorg og harmi. Flytja Stabat Mater í Seltjarnarneskirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðan 18-23 m/s á Norðvesturlandi með talsverðri snjó- komu. Heldur hægara og stöku él fyrir sunnan og kólnar í veðri. Á sunnudag Suðvestan og vestan 8-13 m/s og víða bjartviðri, en dálítil él úti við strönd- ina á Norður- og Vesturlandi. Frost 0 til 10 stig, kaldast fyrir norðan. Vaxandi sunnanátt og þykknar upp síðdegis, 10-15 m/s á Suður- og Vesturlandi og snjókoma eða slydda um kvöldið, en rigning við sjóinn og hlýnar. Á mánudag Sunnan og suðvestan 10-15 m/s. Bandaríkjamaðurinn ungi Jordan Spieth er á góðri leið með að eyðileggja alla spennu varðandi Masters-mótið í golfi þetta árið. Er þetta vissulega mjög neikvæð nálgun á frábæra frammistöðu kappans en var þó tónninn í mörgum fjölmiðlamönnum vest- anhafs á Twitter á netmiðlum í gær. »1 Á góðri leið með að eyðileggja Masters Afturelding er komin í und- anúrslitin á Íslandsmóti karla í handknattleik en Ís- lands- og bikarmeistarar ÍBV eru úr leik. Afturelding vann annan leik liðanna í Eyjum í gærkvöld, 22:21, og mætir ÍR eða Akureyri í undanúrslitum. Akureyr- ingar knúðu fram oddaleik með því að skora þrjú síð- ustu mörkin og sigra ÍR, 23:20. »2 Afturelding kom- in í undanúrslitin Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hefur aldrei staðið eins vel í riðlakeppni stórmóts og um þessar mundir og stuðningurinn við það hef- ur aldrei verið meiri. Framundan eru tveir stórleikir heima og erlendis og Tólfan, stuðningsmannafélag landsliðsins, hefur þegar opnað fyrir pantanir á sérstökum Tólfutreyjum vegna leikjanna. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir að meðlimir stuðn- ingsmannafélagsins bíði spenntir eftir næstu átökum og séu fullir til- hlökkunar að styðja landsliðið í kom- andi leikjum. Liður í samheldninni sé að vera í eins treyjum og þegar hafi verið útbúnar um 400 treyjur frá 2013. Hins vegar megi búast við að enn fleiri vilji fá treyjur fyrir leikinn á móti Tékkum á Laugardalsvelli föstudaginn 12. júní og á móti Hol- lendingum í Amsterdam 3. sept- ember. „Við vorum um 700 stuðn- ingsmenn í Tékklandi í haust og ætla má að KSÍ fái 4.000 til 5.000 miða á leikinn í Amsterdam þannig að það þarf að útbúa ansi margar treyjur á stuttum tíma,“ segir Kristinn. Mikil eftirspurn eftir treyjum Styrmir Gíslason stofnaði Tólfuna 2007 og haustið 2013 var ákveðið að breyta henni í félagasamtök, halda aðalfund árlega og kjósa stjórn. Þetta gerðist samfara góðum ár- angri landsliðsins í undankeppni heimsmeistaramótsins og auknum stuðningi við liðið. Ákveðið var að fá Halldór Einarsson í Henson til að hanna sérstakar stuðningsmanna- treyjur og til að byrja með voru út- búnar um 70 til 80 treyjur fyrir fé- lagsmenn. Síðan hefur Tólfan heldur betur látið til sín taka. „Eftirspurn eftir treyjum hefur verið miklu meiri en við bjuggumst við og talan er komin upp í um 400,“ segir Kristinn. Hann bætir við að allir stuðnings- menn landsliðsins geti að sjálfsögðu pantað stuðningsmannatreyju og valið nafn á bakið að vild. „Auðvitað viljum við sjá sem flesta í þessum treyjum á landsleikjum íslenska liðs- ins og til að dreifa álaginu höfum við opnað fyrir pantanir.“ Þegar er byrjað að auglýsa ferðir á leikinn í Hollandi. Kristinn bendir á að auk þess búi margir Íslendingar úti í Evrópu og því sé stutt fyrir þá að fara á leikinn. Stuðningsmenn bú- settir erlendis geti líka pantað treyj- ur á heimasíðu Tólfunnar (www.tolf- an.is/treyjur/), greitt fyrir í heima- banka og fengið þær sendar. „Þegar búið er að panta og greiða fara treyj- urnar í framleiðslu og svo mæta allir í stuðningsmannatreyju á landsleik- ina,“ segir Kristinn. „Þetta eykur stemninguna og stuðningsmanna- menninguna.“ Stuðningsmannamenning  Tólfutreyjur komnar í sölu fyrir stórleikina Morgunblaðið/RAX Klæðskerasniðnar treyjur Kristinn Hallur Jónsson segir að Henson útbúi treyjurnar og merki þær eftir pöntunum. Morgunblaðið/Golli Tólfan Stuðningsmennirnir hafa haft sitt að segja á landsleikjum. Tindastóll er kominn í afar vænlega stöðu í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir sannfær- andi sigur á Haukum í Hafnarfirði í gærkvöld, 86:74. Sauðkrækingar eru með 2:0 forystu og eiga þriðja leikinn á sínum heimavelli á Sauð- árkróki á mánudags- kvöldið, en þar geta þeir tryggt sér réttinn til að spila til úrslita um Íslands- meistaratit- ilinn. »3 Tindastóll kominn í mjög vænlega stöðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.