Reykjalundur - 01.06.1964, Page 3

Reykjalundur - 01.06.1964, Page 3
REYKJALUNDUR 1964 18. ÁRGANGUR ÚTGEFANDI: SAMBAND í SLENZKRA BERKLASJÚKLINGA Ritnefnd: RITSTJÓRI: GUÐM. M. ÞORLÁKSSON Ólafur Jóhannesson, Júlíus Baldvinsson, Ása Torjadóttir Prentsmiðjan Hólar hf. Ávorp Gunnars Tlioroddsens fjármálarihorra við setningu 14. þings S.I.B.S. að Reykjalundi 4. september 1964. Forseti íslartds, herra Ásgeir Ásgeirsson, virðulega sambandsstjórn, góðir þingfulltrúar og gestir. Kveðjur og árnaðaróskir jlyt ég 14. þingi S.Í.B.S. frá forseta íslands og ríkissljórn- inni. Berklaveikin, einn mannskœðasti og þungbœrasti sjúkdómur, sem þjakað hefur ís- lenzka þjóð, hejur nú látið undan síga, um sinn að minnsta kosti. Skipulögð barátta, ný lyf og aukin velmegun haja stuðlað að þessum árangri. Vonir standa til þess og horfur eru á að „lwíti dauðinn“ muni góðu heilli í framtíð- inni ekki reynast lífi íslendinga sá ógnvaldur sem áður. Þegar baráttan við berklaveikina var hörðust og flestir áttu um sárt að binda af hennar völdum, stofnuðu menn, sem tekið höfðu sýkina, til samtaka, „Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga“, og hófu líknar- og mannúðarstörf við uð styðja sjúka til sjálfsbjargar. Starf S.l.B.S. miðaðist í fyrstu við það, að endurhœfa berklasjúklinga til starfa. For- ustumenn samtakanna sáu að sjálfsögðu og viðurkenndu þarfir annarra öryrkja fyrir stuðning. En samtökin áttu árum saman fullt í fangi með að sinna þörfum berklasjúkl- inga einna. En eftir því sem stofnanir S.Í.B.S. efldust og berklaveikin rénaði, létu sam- tökin málefni fleiri öryrkja til sín taka. Starf samtakanna hefur œtíð einkennzt af miklum framkvœmdum og hraðri þróun. Aðstöðu til endurliœfingar öryrkja er sífellt verið að auka og bœta. Ný húsakynni, ný tœki, sérmenntað starfsfólk og þá fyrst og fremst fjöldi endurhœfðra starfsmanna bera þessu órœkt vitni. S.I.B.S. sér nú hylla undir sigur í baráttunni við berklaveikina. Einhverjir kunna að álíta, að samtökin geti von bráðar lokið giftudrjúgu starfi eftir að glœsilegu marki verður náð. Svo er þó ekki. S.Í.B.S., þessi þjóðþrifastofnun, telur það hlutverk sitt og helga skyldu, að breyta starfi sínu eftir aðstœðum og þörfum á hverjum tíma. Óbœtanlegt tjón hlytist af því, ef Samband íslenzkra berklasjúklinga legði niður sitt ágœta starf, sem fyrir löngu er komið í fastar skorður. Við treystum því, að S.Í.B.S. muni hér eftir sem hingað til halda merki sínu hátt á loft og fœra úr kvíarnar. Störfum að líknar- og mannúðarmál- um verður aldrei lokið. Reykjalundur 1

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.