Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 4
Heffur S.I.B.S. lokið hlutverki sfriu
Rilnefnd Reykjalundar hefur lagt þessa spurningu jyrir tvo þjóðkunna menn og birtast svör þeirra við
henni hér á eftir.
STEINDÓR STEINDÓRSSON yjirkennari:
Ef svara skal þessari spurningu verður hugan-
um fyrst hvarflað um aldarfjórðung aftur í tím-
ann, þegar S.l.B.S. var að rísa á legg. Fáir hefðu
þá hugsað, að slíkri spurningu yrði nokkru sinni
varpað fram í alvöru. Berklaveikin var þá enn í
algleymingi og þær fj ölskyldur ótrúlega fáar, sem
ekki áttu um sárt að binda af völdum hennar.
Þótt vasklega hefði verið barizt gegn þessum vá-
gesti, skorti traust vígi til varnar og bakhjarl til
sóknar. Vinnu- og hressingarhæli fyrir berkla-
sjúka. Það varð viðfangsefni og hlutverk S.Í.B.S.
að reisa og reka slíkt hæli. Kalla má hlutverk þess
tvíþætt: annars vegar að þjálfa þá, sem dvalizt
höfðu á heilsuhælum til starfa, áður en þeir legðu
út í lífið á ný, en hins vegar að skapa varanlegum
öryrkjum af völdum herklaveiki starfsmöguleika.
Finna störf við þeirra hæfi og gera þá virka þjóð-
félagsþegna eftir því sem orka þeirra leyfði. Þetta
hefur S.Í.B.S. leyst með þeim ágætum, sem kunn-
ugt er og notið til þess trausts og stuðnings al-
þjóðar. Svo vel hefur unnizt, að menn láta sér í
alvöru til hugar koma að verkefnin séu þrotin og
hlutverk samtakanna á enda leikið. En fált er
f j arstæðara.
Þótt berklaveikin sé ekki lengur sá ógnvaldur
sem fyrr, skýtur hún sí og æ upp kollinum, svo
að ljóst er, að hvergi má sofa á verðinum né
veikja víglínurnar enn um skeið. Margt hefur
lagzt á eitt til að ná fengnum sigrum, ríkisvaldið,
heilbrigðisstjórn og læknavísindi og bætt afkoma
þjóðarinnar, en allt um það hefur S.Í.B.S. verið
traustasta varnarvirkið, og þaðan rekin harðasta
sóknin. Ef þau samtök létu af störfum, væri hætt-
unni boðið heim rétt eins og ef Hollendingar létu
sjóvarnargarða sína falla, af því hafið hefði ekki
unnið Iandinu grand um skeið. Enginn mundi
spyrja hversu þá færi.
Annað mál er að S.Í.B.S. hefur byggt starf-
semi sína upp af þeim stórhug, að hún rúmar nú
fleiri en berklasjúklinga eina, enda njóta hennar
nú ótal margir öryrkjar aðrir en þeir. Þannig hafa
samtökin sýnt alþjóð, að þau eru trausts hennar
verðug og reiðubúin að koma til hjálpar hvar og
hvenær, sem þörfin krefur. Aldarfjórðungsstarf
S.Í.B.S. hefur ótvíræðlega sýnt hæfni og rétt sam-
takanna til forystu í því að „styðja sjúka til sjálfs-
bjargar“. Þeim hefur tekizt að skapa skjólstæð-
ingum sinum ekki einungis bætta beilsu, heldur
einnig gætt þá nýrri trú á lífið. Þau hafa skapað
von úr vonleysi, þrótt úr vanmætti og veitt hinum
vanmegna hlutdeild í blessun starfsins.
En þó að þjóðfélag vort þróist í fulkomið vel-
ferðarríki, þó að berklaveikin láti enn undan
síga, verða samt óteljandi verkefni að leysa, sjúk-
um til sjálfsbjargar. Þrátt fyrir alla sigra lækna-
visindanna verða alltaf til sjúkir menn og öryrkj-
ar. Ekkert fær betur rétt þá við en að þeir finni,
að þeir eigi sjálfir þann neista, sem þeim nægir
til að skapa þeim lífsvon og lífstrú, ef hann að-
eins er glæddur. Það hefur verið, er og verður
hlutverk S.Í.B.S. að glæða þennan neista, taka í
hina veiku hönd, styðja hinn lamaða fót, blása
lífsþrótti í hið veika brjóst og senda ljós í myrkr-
ið. Af þessum sökum verður hlutverki S.Í.B.S.
aldrei lokið meðan sjúkdómar og örorka er til
meðal þjóðarinnar.
Steindór Steindórsson jrá Hlöðum.
2
Reykjalundur