Reykjalundur - 01.06.1964, Side 10

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 10
að berklasjúklingnum finnst hann vera alheill verður hann að taka lyfin sín nokkrum sinnum á dag, í nokkra mánuði, kannski nokkur ár, þar til svo er komið að aðalvandkvæði hans eru lyfja- takan en ekki lungnasjúkdómurinn. Menn verða að vera vel menntaðir og vel þroskaðir til þess að halda slíkt út. A tímum þegar það tekur 18 klst. að fara kringum hnöttinn er hörmung að þurfa 18 mánaða lyfjagjöf til að lækna þennan sjúk- dóm.“ 2. Það virðist nú ljóst, að í löndum, þar sem lítið er um berklaveiki, eru gömlu sjúklingarnir aðaluppspretta nýsmitananna. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að þeir haldi uppi félagslífi og á- róðri fyrir áframhaldandi árvekni gegn berkla- veikinni. Meðan svo er munu þeir örva félaga sína og aðra grunsama til nauðsynlegs eftirlits. Það sem er þátttakendum efst í huga eftir fund- inn er meðal annars eftirfarandi: 1. Helmingur allra jarðarbúa, þ. e. */> billjón manna, hefur berklabakteríuna í sér, og geta því á hvaða tíma sem er sýkzt af berklum. Liklegt er að 5% eða meira af þeim, sem hafa sýkilinn i sér, sýkist. 2. 3 milljónir manna deyja árlega úr berkla- veiki. Hún er algengasta dánarorsök þeirra sem eru 20—40 ára. 3. í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku er berkla- veiki vaxandi. 4. Meðan svo er, er ekkert þjóðfélag í heimin- um óhult, með núverandi samgöngum og tilflutn- ingum á fólki. 5. Bólusetning og lyfjagjöf geta haft stórfelld áhrif til varnar veikinni. 6. Berkla má lækna í nærri öllurn tilfellum með jjeim lyfjum sem þekkt eru, séu tilfellin fundin nógu snemma og reglulegum lyfjagjöfum haldið áfram 1—2 ár. 7. Fjárskortur og skortur á skilningi sjúklinga á nauðsyn lengri lyfjagjafa eru aðalorsakir mis- heppnaðra meðferða. 8. I löndum þar sem berklasýking er lítil eru fyrrverandi berklasjúklingar þrisvar sinnum lík- legri til þess að smita frá sér, en aðrir þegnar. 9. Vegna eðlis sjúkdómsins og þess hve lang- an tíma tekur að lækna hann er starfsemi félaga leikmanna og sjúklinga æskileg og nauðsynleg til aðstoðar við vissa þætti berklavarnanna. Félög sjúklinga í hælum til kynningar á sjúkdómnum og til upplýsingar um æskilega lifnaðarhætti hafa reynzt vel í mörgum löndum. — Eigum viS ekki aS koma á bió í kvöld. — Ég býS þér! Petersen stórkaupniaður var á ferðalagi. Sat hann í járnbrautarvagni ásamt gömlum bónda, er svældi vindils- stúf af verstu tegund. Fannst Petersen andrúmsloftið lítt þolandi og fór nú að hugsa um það, hvernig hann mundi geta fengið karlfauskinn til þess að hætta að reykja þennan rudda. Sjálfur reykti hann mikið, en aðeins vindla af beztu tegund. Rak Peterscn nú olnbogann í karlinn, svo að vindillinn hraut ofan á gólfið. Bað hann síðan bóndann afsökunar á þessu óviljaverki og hauð honum einn af sínum dýru Ifavannavindlum í staðinn. Karlinn lét ekki bjóða sér þetta tvisvar og tók fimm vindla úr vindlahylki Petersens um leið og hann sagði: „Þakka yður innilega fyrir. Þessa ætla ég að geyma mér til sunnudagsins.“ Svo tók liann vindilsstúfinn sinn upp af gólfinu og hélt áfram að svæla hann, ofur ánægjulegur á svipinn. 8 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.