Reykjalundur - 01.06.1964, Side 22

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 22
styðja sig við eftirlíkinguna. Þess vegna hefur málarinn annað viðhorf til náttúrunnar, þegar um málverkið er að ræða. Stórhrotið landslag er ekki lengur þetta og þetta fjall eða steinn, heldur einhvers konar kraftur, sem að baki býr. Form, eftirlíkingaleikur, er ekki lengur eftir- sóknarverður. Orfá litbrigði á steinvölu geta kveikt heljarmikla litasinfóníu. Aldan í fjörunni eða frosttær morgunn og yfirleitt allir hlutir í umhverfinu, verða manni sem kveikja. Meira að segja fjóshaugur er þrunginn myndrænni fegurð. Vandamálið liggur í því að sjá, og koma þess- um fyrirbærum á léreftið í þá myndheild, sem hafin er upp í hærra veldi — eða upp í eitthvað eilítið meira en okkar venjulega dagvitund skynj- ar umhverfið. Ef vel er að gætt, er ekki ýkja mikill munur á hefðhundnu málverki og því abstrakta. Á ég þá aðallega við lita- og formuppbyggingu. I báðum kemur fram andstæða, spenna og mýkt, sem falla undir eina myndræna heild, rótin er sú sama. I hefðbundna málverkinu eru manni settar þrengri skorður. Þar kemur eftirlíkingin til greina, og það eru takmörk fyrir því, hvað hægt er að fara mikið í kringum hana. Hið þekkjan- lega form verður þar að lifa. Aftur á móti í því abstrakta er ekki um þessa hindrun að ræða, eins og við vitum. Þar er afstaðan orðin allt önnur til umhverfisins. Þar er reynt að komast inn fyrir yfirborðið og setja fram önnur fegurðarplön, reynt að draga fram kjarnann í motivinu, eins og málarinn skynjar hann. Og ég vil leggja áherzlu á, að náttúran býður upp á óendanlega möguleika ásamt því, sem býr með okkur sjálfum hið innra. 20 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.