Reykjalundur - 01.06.1964, Side 23

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 23
Eitt er víst, að engin varanleg verðmæti íást án fyrirhafnar. Það gildir einnig um að njóta þeirr- ar listar, sem í einu málverki felst. Ég vil halda því fram, að það sé lágmarkskrafa, að fólk fáist til að líta á abstrakt málverk. Mín reynsla hefur verið sú, að þeir, sem nenna að horfa á þessa myndgerð, komast furðu fljótt á að geta notið hennar að einhverju leyti. Það sem gerist er það, að viðkomandi víkkar fegurðarskyn sitt, og af- staðan til umhverfisins verður önnur. Mér skilst, að þetta sé aðeins ein af þroskaleiðunum, sem flestir eru að leita eftir á þessu jarðarplani. Eg hef oft velt því fyrir mér, hvernig áhrif ab- strakt málverk hafi á það fólk, sem sjaldan sér þá konst. Ég get ímyndað mér, að það sé ákaflega framandi fyrir það og valdi því jafnvel óþægind- um. Þeir, sem vilja drekka hikarinn í botn í ein- um teyg, fá þar ekki, það sem þeir vonuðust eftir. Inn í hugskot annarra virðast hin jákvæðu álirif renna ósköp eðlilega. Ég held að sú mann- gerð sé fordómalausari. Ég vil vekja athygli á einu mjög mikilsverðu atriði í þessu sambandi, og það er, hve margir villa fyrir sér með því að horfa á abstrakt málverk með sömu augum og það figurativa. Þeir eru sífellt að reyna að finna einhver þekkjanleg form, svo sem andlit, líkams- skapnað og fleira. Með slíku hugarfari er alls ekki hægt að kom- ast að málverkinu. Það má líkja þessu við það, þegar horft er á úfið hraun, og náttúruskoðarinn er sífellt að baksa við að finna andlitsmyndir út úr klettum og klöppum. Þær eru þar að vísu fyrir hendi, en þegar kafað er dýpra, eru slíkar yfir- horðsmyndir ekki eftirsóknarverðar. Það er annað og meira, sem vert er að spanna. Það mætti segja, að það væri spor í rétta átt, ef áhorfandinn gæti stillt sig inn á þá dulúð, sem í sliku landslagi býr. Myndræna innlifun i náttúr- una er liægt að þroska með því að umgangast málverk og margs konar stefnur í málaralist, og umfram allt að líta ekki hlutina með notagildi í huga. Með þessu móti má mikið þroska samhliða skilning á málverkinu og náttúrunni, og það er Hraunheimar öruggt, að allir geta þroskað þessi svið með sér. Að endingu vildi ég svo segja þetta: Ég býst við, að við getum verið sammála um, að allar listgreinar muni í eðli sínu vera náskyldar. Ég tel, úr því að við erum að tala um abstrakt myndlist, að hún sé einna skyldust tónlist. Munurinn virð- ist mér sára lítill — ef til vill aðeins sá, að önnur tjáir sig með litefni, hin með tónefni. Ef við göngum út frá þessu, þá ætti hinum músíkalska manni að vera abstrakt málverkið nokkuð aðgengilegt. Það ætla ég, ef abstrakt málverk er skoðað með svipuðu hugarfari og hlustað er á tónverk, muni þetta tvennt renna saman, eða að minnsta kosti samhliða. Við Eiríkur létum þessu rabbi um abstrakt list lokið. Sólin skein aftur í heiði, og geislar sólar- innar féllu inn um gluggana og ljómuðu upp hina fögru ibúð listamannshjónanna. Er ég hafði notið ríkulegra veitinga, sem hús- freyjan hafði framreitt, þakkaði ég yndislega stund, og húsbóndinn ók mér til borgarinar í nýja bílnum sínum. Við þeystum inn sólbjartan Reykjalundur 21

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.