Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 24
/ \
Björkin fellir blöðin sín,
Haustljöð blómin fölna og deyja. Vaxa skuggar, varmi dvín, vindar stráin beygja.
Haustsins friður hefur völd, hægt ég feta veginn. En á bak við eitt og allt
Reifast allt í rökkurtjöld, æðri kraftur ríkir, —
ríkir hljóður treginn. sá er rökkrið rýfur svalt og raunir allar mýkir.
Sumarið er senn á braut, sólskin þess og gróður. Ef við geymum yl og vor
Vinning lítinn víst ég hlaut, inn við hjartarætur,
vex því hægt minn sjóður. völdum gróðri vefjast spor, veitast raunabætur.
Langir dagar liðu hjá ljóss — og auðnugjafar. Því skal bera höfuð hátt
Allt er nú með eftirsjá, í hausts- og vetrarstríði,
öllu er stefnt til grafar. sækja fram í sólarátt, þá sigrast böl og kvíði.
Verpast sandi vinarspor, verður klökkvi í rómi. — Kristneshæli 1959.
Lömbin, er sér léku í vor, Jórunn Ólafsdóttir
lúta grimmum dómi. frá Sörlastöðum.
V /
veginn eins og höfðingjar, sem lagt hafa heiniinn
að fótum sér.
— Já, þetta hefur allt gengið vel, segir Eirík-
ur. Konan mín hefur hjálpað mér til að öðlast öll
þessi veraldlegu gæði. Við erum ánægð með allt,
sem við höfum fengið — tökum það fram yfir allt
annað.
— En þó er það svo, Eirikur, að ekkert af
þessu mundi veita ykkur fullnægingu lífsins, ef
gleðin og nægjusemin byggju ekki hið innra með
ykkur sjálfum -—- væru ekki samofnir, óaðskiljan-
legir þættir ykkar eigin persónuleika.
— Já, líklega er þetta rétt, segir Eiríkur.
— Ég man tvenna tíma. Þegar ég var sjö ára
og byrjaði að teikna í skólanum, var mér hrósað
fyrir myndirnar mínar. En þó átti ég stundum
enga liti, svo sár var fátæktin þá. Samt var ég
glaður. Einasta úrræðið var þá að ganga í slóðir
skólasystkina minna, ef verða mætti, að ég fyndi
litarstúf í snjónum, sem hrokkið hefði upp úr
stokknum þeirra eða töskunni.
Já, ég hef oft hugsað það síðan, ef mannfólkið
aðeins gæti fundið litið litarbrot í þeirri snjó-
eyðimörk, sem það virðist dæmt til að ganga, þá
yrði líf þess ofurlítið auðugra — eilítið litríkara.
Því að jafnvel í hvítri mjöllinni geta fundizt litir.
G. M.Þ.
22
Reykjalundur