Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 25
FRIÐJÓN STEFÁNSSON:
Snúíð við úp rððri
Formaðurinn sá í gegnum hálfrökkrið, þegar
ungi maðurinn féll úr mastrinu niður á þilfarið,
hljóp í sama vetfangi út úr stýrishúsinu og fram
þilfarið.
En það var með öllu gagnslaust að vera að
hlaupa. Maðurinn var dáinn — eins mikið dáinn
og framast er unnt. Hafði víst lent með höfuðið
á línuspilinu um leið og hann kom niður. Heili og
blóð vall út úr brotinni höfuðkúpunni — eins og
innihald eggs, sem hefur dottið af eldhúsborði
niður á gólf.
Hann hafði ekki heyrt hann gefa frá sér neitt
hljóð. Þó hafði hann kannski hrópað, enda þótt
það heyrðist ekki vegna hávaðans í vélinni. Ann-
ar fótur dána mannsins, sem teygðist í áttina að
borðstokknum, kipptist tvívegis við. Síðan lá
hann hrefingarlaus. Formaðurinn vildi ekki horfa
lengur á þetta. Samt var eins og hann gæti ekki
slitið augun af því — allt þangað til honum varð
óglatt, svo að hann hlaut að selja upp. Meðan
hann var að því kom einn af hásetunum upp úr
lúkarnum, og rak upp hljóð, þegar hann sá, hvað
hafði gerzt. Vélstjórinn, sem hafði verið niðri í
vélarhúsinu, kom líka á vettvang.
— Hann hrapaði úr mastrinu, þegar hann ætlaði
að skipta um peru, sagði formaðurinn, svo skjálf-
raddaður, að hann kannaðist ekki við sína eigin
rödd.
Vélstjórinn laut niður að höfði hins látna
manns eins og til þess að ganga úr skugga um,
hvað raunverulega hefði átt sér stað — hvort
hann væri dáinn.
— Viltu segja þeim frá þessu niðri, sagði for-
maðurinn við hásetann.
Vélstjórinn rétti úr sér, sneri sér þvínæst und-
an.
— Við snúum við -— snúum við heim — strax
— taktu — taktu stýrið fyrir mig, sagði formað-
urinn slitrótt. Svo fór hann aftur að stara á dána
manninn, enda þótt hann segði við sjálfan sig, að
hann ætti ekki að gera það. Og innan skamms
byrjaði hann aftur að finna til ógleði. Það gerði
ekkert til, bara léttir að kasta upp. En þegar
mennirnir þrír komu upp úr lúkarnum, fölir og
alvarlegir, þá fannst honum, að hann mætti ekki
láta þá sjá sig æla eins og landkrabba — eins og
aumingja — í blíðunni þeirri arna, svo að hann
reyndi að harka af sér og gapti í goluna. Um leið
fann hann nokkra regndropa falla í andlit sér.
— Sækið þið teppi til þess að vefja utan um
hann, sagði hann. Það er teppi til fóta í kojunni
minni.
Síðan gekk hann aftur þilfarið og aftur fyrir
stýrishúsið. Vélstjórinn hafði snúið bátnum og
sett á fulla ferð. Það byrjaði að rigna.
Þeir yrðu komnir heim eftir tæpan hálftíma.
Og þá varð að vekja upp hjá móður hans, ef hún
yrði sofnuð, til þess að tilkynna henni um dauða
sonar síns, segja henni frá því, hvernig þetta vildi
til . . .
Skömrnu eftir að við vorum lagðir af stóð tók
ég eftir því, að það var ekkert ljós í mastrinu.
Samkvæmt siglingalögunum er skylda að hafa
ljós í formastrinu á siglingu, meðan ljósatími er.
Peran í ljóskerinu hlaut að hafa bilað. Jóakim
var einn uppi með mér að undanskildum vélstjór-
anum, sem var niðri í vélarhúsinu. Ég mundi það
átti að vera pera í litla skápnum í stýrishúsinu og
fór að leita að henni. Og hún var þarna, þessi
eina pera — illu heilli. Ef hún hefði ekki verið
þarna, þá hefði þurft að fara fram í eftir peru.
ReykjalunduR
28