Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 26

Reykjalundur - 01.06.1964, Blaðsíða 26
Bara að ég hefði ekki fundið hana. Þá hefði kannske allt farið öðru vísi. Kannske hefði þá einhver af hinum strákunum farið upp. En nú rakst ég á hana undir tvistinum í neðstu hillunni, og ég rétti hana að Jóakim og bað hann að fara upp í mastrið og skipta um peru. Það kom hik á hann, þangað til hann sagði: •—- Eg veit ekki, hvort ég treysti mér til þess, ég er óvanur að fara upp í möstur. Furðulegt. Svo lengi sem ég man eftir mér hafa allir strákar í þessu þorpi verið síklifrandi í möst- ur. Ég sagði: — Nú, þá verðurðu að fara fram í og ræsa ein- hvern af hinum lil þess að gera það. Við verðum að hafa uppi lögleg siglingaljós. Þá tók hann þegjandi við perunni úr hendi mér, fór út úr stýrishúsinu og gekk fram þilfarið. Og þegar ég sá, að hann byrjaði að fara upp mastrið, sló ég strax af, til þess að það yrði þægi- legra fyrir hann. Um leið kallaði ég út um stýris- húsgluggann, að hann skyldi fara gætilega. Kannske hefur hann ekki heyrt það. Líklega hef- ur hann misst handfestuna, um leið og hann byrj- aði að fást við ljóskerið. Það hlaut að vera þann- ig, þetta var svo stutt stund .. . . . . Nei, á þessa leið gat hann ekki sagt henni frá því. Hann yrði að segja henni frá því í sem fæstum orðum -— að Jóakim hefði verið að skipta um peru í formastursljóskerinu, og af einhverj- um óskiljanlegum ástæðum, þótt veðrið væri gott og lítil sem engin velta, misst handfestuna og hrapað — dáið samstundis. Ekki ]>ar fyrir, að hún myndi segja neitt, spyrja neins, aðeins horfa á hann. En það yrði sízt betra. Það myndi verða eins og fyrir rúmum tuttuug ár- um, þegar hann sagði henni, að hann ætlaði að kvænast annarri konu. Hann ætti að þekkja hana, barnsmóður sína. Og víst átti að heita svo, að þau hefðu verið trúlofuð. En barnið þeirra dó nokk- urra vikna gamalt. Skömmu seinna sagði hann henni, að hann ætlaði að kvænast annarri konu. Hún sagði ekkert, bara horfði á hann. Síðan hann sleit trúlofuninni hafði hann engin afskipti haft af henni. Jóakim eignaðist hún með stúdentinum að sunnan, þessum, sem dvaldist nokkra mánuði í þorpinu við kennslu og var frægur fyrir að vera á eftir hverju pilsi. Skrítið, að eiginlega hafði honum aldrei verið um drenginn gefið, hann Jóakim heitinn. Ekki að neitt væri út á hann að setja. Þetta var hæglætis piltur. En honum var þvernauðugt að ráða hann í skiprúm, rétt eins og hann hafði haft hugboð um, að ógæfan mundi ske. Hafði neyðst til þess að ráða hann, af því að enga menn var að fá. Þeir fóru allir suður, á flugvöllinn til Kanans eða ein- hvern fjandann. Nú var skyndilega allt breytt, nú var eins og hann hefði átt eitthvað í þessum pilti. Þetta myndi hvíla á honum eins og farg það sem hann átti eft- ir ólifað. Hvers vegna þurfti þetta ólán að dynja á honum! Fyrir nokkrum árum lenti hann i því að sjá tvo skipsfélaga sína drukkna, þegar skipið sökk undan þeim. Að vísu fékk það mikið á hann. En það var allt öðru vísi, enda var hann ekki æðst- ráðandi á því skipi. Formaðurinn tók tvistvöndul upp úr vasa sín- um og þurrkaði sér í framan. Honum leið mjög illa, svo illa, að á þessari stundu hefði honum staðið á sama, þótt strákarnir sæju, að hann var að gráta. Og þurfti hann, endilega hann að segja henni frá þessu? Gat ekki einhver annar . . . Prestur- inn? Var ekki venja, að presturinn tilkynnti að- standendum um dauðsföll? Jú, það var einmitt venja. Hann gæti skýrt prestinum frá því í stór- um dráttum, hvernig þetta vildi til, að hann hefði hrapað úr mastrinu, þegar hann var að skipta um peru. Jafnvel þótt hann yrði að koma með hon- um, þá gat presturinn sagt henni frá því. Það var ekki alveg eins kvíðvænlegt. Honum létti heldur eftir að honum datt þetta í hug með prestinn. Hann tók eftir því að birtan hafði breytzt og gekk fram með stýrishúsinu. Það var komið ljós i formastrið. Einhver af strákunum hlaut að hafa farið ótilkvaddur upp í mastrið og skipt um peru. Og það hafði gengið ágætlega, enda þótt hátur- inn væri á fullri ferð. 24 Reykjalundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.