Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 28
BROSTNIR
HLEKKIR
ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR
Tuttugu ár er ekki langur tími í þjóðarsögu,
ekki heldur langt skeið í hinni tímalausu baráttu
kynslóðanna við sjúkdóma og önnur mannamein,
en á 20 árum hefur saga Reykjalundar orðið til
— óvænt í upphafi, einstæð fram að þessu og
fyrir hjá honum Bjössa á Herkúlesi fyrir mörgum
árum. Það hafði verið þannig, að bakborðsljósið
á stýrishúsinu slokknaði hjá þeim á útleið. Og
Bjössi sendi manninn, sem var á vakt með honum
upp á stýrishúsþakið, til þess að koma því í lag.
Það var talsverð velta, og maðurinn, sem raunar
var vanur sjómaður, hraut fyrir borð af einhverri
slysni. Þeir fundu hann aldrei. Nei, hann hafði
aldrei fundizt.
Því lengur sem hann hugleiddi þennan löngu
liðna atburð, því ljósara fannst honum, að það
hefði verið hliðstætt. Já, það hafði einmitt verið
vonandi ennþá minna en hálfnuð. En tuttugu ár
er ekki skammur tími af meðalmannsævi. Er því
ekki að undra, þótt sumir þeirra, er stóðu við
vöggu Reykjalundar og leiddu hann fyrstu sporin,
hafi nú vikið til hliðar eða horfið okkur úr aug-
sýn yfir móðuna miklu.
Við á Reykjalundi höfum nokkurra slikra að
minnast og meðal þeirra er Ólöf Ólafsdóttir, sem
andaðist hér á vinnuheimilinu 8. okt. 1962 á ní-
tugasta aldursári. Var hún elzt þeirra vistmanna,
sem á Reykjalundi hafa dvalið, ekki einungis að
árum, heldur og að því leyti, að hún hafði þá
dvalið þar lengst allra vistmanna, er þar höfðu
enn verið, eða frá því að Reykjalundur fyrst tók
til starfa — og nokkrum vikum betur. Því að hún
var ein af þeim fáu sjúklingum, sem komu á und-
an til að útbúa heimilið áður en það tæki til
starfa.
Ólöf var Borgfirzk að ætt og bjó um árabil fyrst
á Akranesi, síðar í Reykjavík, og var þá ávallt
kennd við Bala. Hún var lærð saumakona í karl-
mannafatasaum og rak jafnan saumastofu heima
hjá sér og hélt stúlkur í saumakennslu. Þótti í
þessu starfi sem öðru fara saman hjá henni sér-
hliðstætt þessu slysi. Og hvernig var hægt að
ásaka Bjössa — eða hann?
Formaðurinn rétti úr bakinu og beit á jaxlinn
— sá í ljósskininu, að blóðið á þilfarinu var
byrjað að storkna. Svo tók hann í handfangið á
stýrishúshurðinni og fór inn.
— Eg skal taka stýrið, sagði hann. Viltu fara
fram á og biðja þá að þvo dekkið, áður en við
komum heim.
Og honum tókst næstum að leggja í röddina
þessa bassakenndu dimmu, sem hann tamdi sér,
þegar hann sagði strákunum fyrir verkum.
26
Reykjalundur