Reykjalundur - 01.06.1964, Side 32

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 32
á ísafirÖi í bernsku og æsku. En síðustu starfsár sín, en hann var sjómaður að atvinnu, átti hann heima í Reykjavík og eins eftir að hann varð sjúklingur, þá taldi hann sér heimili þar — á Þvervegi 6. í Reykjavík og á Vestfjörðum voru ættmenn hans og æskuvinir, og þar mun hann hafa staðið traustum fótum alla tið, en kunni jafnframt vel að meta Norðurland og eignaðist ágæta vini og fé- laga í gegnum hina löngu dvöl á heilsuhælinu nyrðra. A fyrstu árum Hjálmars í Kristneshæli, og eins liinum síðustu, var heilsu hans svo háttað, að hann átti erfitt með að starfa sem nokkru nam. Hann var þá löngum þjáður og bundinn hvílunni að meira eða minna leyti, en hins vegar var hann starfhæfur í hezta lagi, greindur vel, reiknings- maður góður, skrifari ágætur og hafði áhuga á hókum, félagsmálum, stjórnmálum og ýmsu fleiru. í Kristneshæli gegndi Hjálmar ýmsum trúnað- arstörfum fyrir félag sjúklinga, Sjálfsvörn. Var liann t. d. um árabil ritari í sjtórn þess félags og endurskoðandi reikninga árin 1947—1963. Þá veitti hann bókasafni sjúklinga forstöðu frá ár- inu 1956 til dauðadags og umboðsmaður Vöru- hapdrættis S.Í.B.S. í Kristneshæli var hann hið sama tímabil. 011 þessi störf rækti hann af einstakri árvekni og samvizkusemi, en fór sínar eigin leiðir og var ekki alltaf þjáll til samvinnu. Hjálmar Hólm- bergsson hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutun- um, varð þeim ógjarnan haggað og þýddi lítt að etja við hann kappi, ef hann á annað borð var búinn að setja sér mark og mið. Var stundum nokkur prófraun á þolgæði manns að vinna með Hjálmari að framgangi mála, en fylgi hans var traust og gott, þegar það gafst og glöggleiki hans á mörgum sviðum næmur og skilningur öruggur, þegar hæfileikar og eðliskostir fengu að njóta sín. Segja má, að bókasafn sjúklinga í Kristneshæli, sem er allmikið að vöxtum og verðmæti, væri óskabarn Hjálmars heitins. Var viðgangur safns- ins honum kært áhugamál og fjárhagur þess ör- uggur undir óhagganlegri stjórn hans. í bóka- safninu átti hann sér ríki, þar sem hann undi löngum stundum. Efalaust hefir hann dreymt þar sína drauma og ekki mun það fjarri sanni, að hann hafi einnig háð þar sína glímu við hugraun- ir og sársauka, sem heilsubresturinn olli. Víst var, að á vit bókanna fór hann einförum -— oft. „En hugur einn það veit, hvat es hjarta nær.“ Hjálmar átti stórhrotna og viðkvæma skapgerð —- í senn bæði dula og opinskáa og mun oft hafa verið misskilinn, enda ekki að öllum jafnaði gjarn á að gefa trúnað sinn. Að eðlisfari var Hjálmar mjög vandvirkur, og allt sem hann rit- aði, hvort heldur voru skýrslur, reikningar, fund- argerðir, bréf, eða aðeins lína í minnisbók, var með hinu snyrtilegasta handbragði og allt fært af ítrustu nákvæmni. Var allt á einn veg um trúnað Hjálmars við þau störf, sem hann tók að sér. Skyldurækni hans brást ekki og sárþjáður hafði hann áhuga á þeim málum, sem til heilla horfðu, langt fram yfir það, sem venjulegt er að kynnast. Má þar fyrst og síðast nefna málefni S.Í.B.S., sem honum voru mjög hugleikin, og að félags- málum sjúklinga í Kristneshæli vann hann á með- an þess var nokkur kostur. Var samstarfið við hann um margt góður skóli og manni lærðist að meta sérstæðan persónuleika hans því meira, sem kynning óx. Fyrir hönd Sjálfsvarnar, Kristnesi, flyt ég Hjálmari Hólmbergssyni fyllstu þakkir fyrir fjöl- þætt og vel unnin störf og bið honum heilla á huldum leiðum — handan hels og þrauta. 20. júlí 1964. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. 30 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.