Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 35

Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 35
Þótt hér sé ýmsra veðra von, eins og vitað er fyrir löngu, fýsti Jjá Arnalds og Árnason „aftur að fara í“ göngu. En Jjað segir á stundum furðu fátt af framtaki þjóðhollra manna Ég nefni til sönnunar „sjónvarpsþátt" sextíumenninganna. Haralz og fleiri mætir menn minn’ á það öðru hvoru, að spenna sé heldur að aukast enn í efnahagskerfi voru. Hvar þetta endar yfirleitt ei hef ég minnsta grun um. En til frambúðar ekki flýtur neitt á fölsuðum ávísunum. Blómgast og dafnar listalíf löngum hjá Rósinkransi. Heimsfrægur ballett, kenndur við Kiev kom hér með söng og dansi. Fólk kom til að hlusta og horfa á hópsöng og dansandi fætur. En mest um vert fannst þó sumum að sjá þær systurnar, Krúsjefs dætur. Þótt það sé margt, sem miður fer, má ekki lát’ á bera. Við útmældan lilut skal una sér, um annað er varla að gera. Umhverfis mann er andleg lægð, yfir mann rignir heimsku. Svona er nú vorra feðra frægð fallin í dá og gleymsku.

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.