Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 39

Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 39
hvítt, og ekkert annað en hvítt. Með bandinu fylgdi eftirfarandi hréf: Kæra frú Þórey! Við höfum því miður ekki rautt band, ekki heldur grænt band, né brúnt, né gult, né svart. Ekkert litað hand er hægt að fá í neinni verzl- un. Við verðum því að senda yður aðeins hvítt band. Okkur þykir þetta mjög leitt. Verzlunin. „Æ, æ,“ andvarpaði Þórey amma, þegar hún sá þetta. „Nú er úti um mig. Það vill enginn hvíta vett- linga! Hvað á ég til bragðs að taka?“ Svarti kötturinn hennar koin inn í eldhúsið, og hún sagði við hann: „Jæja, kisi minn. Nú verð ég bara að hugsa nógu lengi. Öjá, það er ekki um annað að gera. Ég verð að brjóta heilann um þetta þangað til ég finn einhver ráð.“ Síðan settist hún niður og hugsaði og hugsaði. Það leið að kvöldverðartíma, og enn sat Þórey amma og hugsaði. Að síðustu vaknaði hún af þessum hugsunum við það, að svarti kötturinn fór að mjálma eftir mjólkinni sinni. „Veslings kisi,“ sagði sú gamla. „Það er orðið dimmt. Þú ert orðinn svangur, og það er ég líka. Það er bezt að ég hætti að liugsa um þessi vand- ræði núna.“ Hún hellti mjólkurdreitli í skál handa kettin- um og opnaði siðan matarskápinn, til þess að vita, hvort hún fyndi þar ekki eitthvað handa sjálfri sér. Ójú, þar var nú sitt af hverju tagi. Þarna voru til dæmis rauðar pipartöflur, glas með grænmet- islit, tvær súkkulaðilengjur, Jirjár lakkrísstengur og glas með sítrónudropum. Nú, jæja, eitthvað mátti gera við þetta. Rauð- ar pipartöflur, grænir grænmetisdropar, brúnt súkkulaði, svartur lakkrís og gulir sítrónudropar. Þarna voru litirnir allir komnir, sem hún þurfti á bandið. „Hugsar þú nokkurn tíma?“ spurði hún kött- inn, sem horfði á, en kisi svaraði engu. „Jæja,“ sagði amma við sjálfa sig, „eina ráðið til þess að leysa vandamál, er að hugsa, komast að einhverri niðurstöðu.“ Þórey amma náði nú í fimm smápotta út úr eld- hússkápnum og kom þeim fyrir á eldavélinni. 1 hvern pott lét hún svo dálítið vatn. Síðan lét hún pipartöflurnar í þann fyrsta, grænmetislitinn í annan, súkkulaðið í þann þriðja, lakkrísinn í þann fjórða og sítrónudropana í Jiann fimmta. Eftir það hrærði hún hægt og varlega í þeim öll- um til skiptis. Þegar hún hafði látið þetta krauma nokkra slund, lét hún hvíta bandhespu niður í pottinn með pipartöflunum, og varð hún samstundis fag- urrauð. Nú lét hún hespu í hvern pott og hrærði vandlega í. Þegar hver liespa hafði fengið sinn rétta lit, tók hún liana upp úr og lét aðra ofan í. Það var orðið framorðið þetta kvöld, og allt annað fólk hafði sofið margar klukkustundir, þegar amma hafði lokið við að lita allt rauða, græna, hrúna, svarta og gula bandið. „0, gæzkan mín góða,“ sagði hún við köttinn. „Ég er svo þreytt, og ég er svo svöng, að ég gæti étið bandið, sem ég er að lita. I öllum þessum áhyggjum gleymdi ég alveg að liugsa um kvöld- matinn minn.“ Og til þess að gera að gamni sínu, og líka til þess að sýna kettinum, hvað hún var hungruð, heit hún smábút af rauða handinu. Þetta var undarlegt! Rauða handið var ágætis malur! Hún hragðaði líka á hinum litunum, og þeir voru líka allir hinir ljúffenguslu. Þórey gamla arnrna brosti aftur og aftur, íbygg- in á svipinn. og næsta morgun tifuðu prjónarnir hennar svo fjörlega, að af þeim gneistaði. Nýju vettlingarnir voru dásamlegir. I þeim voru myndir af gulum öndum, grænum furu- trjám, dökkbrúnum, dansandi björnum og snjó- mönnum með svarta hatta. En það var ekki aðeins það, að myndirnar væru fallegar, heldur gátu hörnin, sem fengu vettlingana, borðað þær líka. Þau gátu étið gulu endurnar, grænu furutrén, dansandi birnina og snjómennina með svörtu hattana. Reykjalundur 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.