Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 40

Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 40
HELG A FRÁ HÓLABAKI : Þvi gleymi ég aldrei VONDA BRAUÐIÐ Hver, sem að aldrei ál sinn mat með iðrunar og sorgar tárum og aldrei náttlangt svejnlaus sat á sœnginni með beizkum tregasárum, — Iiann þekkir yður ekki, himinsregin. Goethe. Líklega getur vart reynslu, sem sé ríkari af lærdómi en þá, að hafa eitthvert sinn blygðazt sín svo rækilega vegna eigin yfirsjónar, að það gleymist aldrei. Það er eins konar andlegt þrifa- bað, beiskt lyf, sem þó hreinsar sorann úr sál- inni flestu betur. Og það atvik úr lífi mínu, sem ég áreiðanlega man lengst, er þegar ég skammað- ist mín svo rækilega vegna eigin yfirsjónar, að ég át mat minn grátandi af blygðun. Enda kann ég þeirri minningu þökk alla ævi. Það var í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, þeirr- ar, er stóð yfir árin 1914 —1918. Mun ég þá bafa verið 10—11 ára gömul. Styrjöldin geisaði enn úti í heimi. Höfuð-aðil- ar þeir sömu og í hinni síðari, Þjóðverjar og Englendingar, með hartnær alla Evrópu i togi, ásamt Bandaríkjum Norður-Ameríku, er skárust í leikinn í lið með Bretum. Þó sluppu Norður- lönd í það skipti og eigi var ísland hersetið. Og eigi svalt fólk á Norðurlöndum vegna þessarar styrjaldar, þótt ýmislegt skorti á. Óðru máli gegndi með ófriðarlöndin og sum hinna hlut- lausu, er tekin voru herskildi, s. s. Belgía, I stríðs- lokin ríkti neyðarástand í mörgum löndum Ev- rópu. Frakkland var sundurtætt, því að þar var aðal-vettvangurinn. Þjóðverjar náðu þeirri hern- aðarlist Napoleons I. að erfðum, að berjast jafn- an utan sinna eigin landamæra. í Rússlandi hafði þjóðin loks brotið af sér ok keisaraveldis- ins 1917. Þar var enn allt í deiglu byltingarinnar, borgarastyrjöld geisaði og mikið af þjóðinni á verðgangi á meðan. Bretar skömmtuðu naumt, en munu hafa verið bezt á vegi staddir sökum skipakosts og sinnar voldugu bandaþjóðar í vestri. En út yfir tók hjá hinum sigruðu þjóðum, Þjóðverjum og Austurríkismönnum. Þar hrundi fólkið i heimalöndunum niður úr hungri, er þjóðir þessar höfðu látið kné fylgja kviði, síðan varizt til þrautar, er brautargengi þeirra snérist. Ég hef leitað uppi grein í Morgunblaðinu 25. marz 1919. Þar er greinargerð um ástandið í Þýzkalandi, tekin úr Berliner klinische Vochen- schrift, eftir þýzka háskólakennarann Rubner. Tek ég úr henni fáein orð: „Ahyggjurnar fyrir daglegu brauði hafa tekið huga fólksins allan og óskiptan, öll framtaks- hugsun, sem áður einkenndi þjóðina, hverfur undir fargi sinnuleysisins. Barnið hefur gleymt að brosa, leika sér og ærslast. Það mun líða á löngu þangað til afleiðingar sultarins eru horfn- ar og áhugasemin og athafnafýsnin, sem áður var, kemur á ný . . Um svipað leyti las ég í einhverju íslenzku blaði ávarp frá austurrískum menntamanni og mannvini, sem ég man ekki nafnið á. Þá grein hef ég því miður ekki getað leitað uppi. En hann tekur í sama streng gagnvart sinni þjóð og skír- skotar til drenglundar hinna betur stæðu þjóða. Og ævinlega blikna hernaðarafrek Hinden- burgs marskálks í mínum augum, þegar ég ber 38 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.