Reykjalundur - 01.06.1964, Side 44

Reykjalundur - 01.06.1964, Side 44
/3oHÍslta liÍHH þötjli Eftir ISAAC LOEB PERETZ (1850—1915) Meðan Bontsha hinn þögli lifði hér í heimi, var enginn sá, sem eftir honum tæki. Reyndu að spyrja einhvern, hver Bontsha hafi verið, spurðu um ævi hans, dauða hans. Veslaðist hann upp, þreyttist hjarta hans hægfara þreytu, eða kiknuðu kannske bein hans undir þeirri hyrði, sem á þau var lögð? Hver veit. Ef til vill dó hann af matar- leysi — það köllum vér hungur. Ef hestur, sem dregur vagn eftir stræti, dettur niður dauður, þá stekkur fólk til hvaðanæfa til að horfa á svo merkilegan atburð, og síðan er reist minnismerki á staðnum til minningar um hann. Ef jafnmikið væri til af hestum og fólki, væri minna haft við. Hvað margir hestar skyldu annars vera til? En af mönnum — ugglaust ekki færra en þúsund milljónir. Bontsha var maður, eða í mannsmynd var hann að minnsta kosti, en það þekkti hann enginn. Alla ævi þagði hann og þegjandi dó hann. Hann leið frain eins og skuggi. Þegar hann fæddist, var ekk- ert um dýrðir, ekki haldin veizla, ekki glösum klingt. Ekkert haft við þegar hann var fermdur. Hann var eins og sandkorn á strönd mikils úthafs, meðal milljóna af öðrum sem ekki þekktust að, og þegar vindurinn tók hann og bar hann að óþekktu ströndinni handan við haf þetta, varð enginn þess var að neitt hefði gerzt. Meðan hann lifði sá enginn spor hans í ryki vegarins, og að honum látnum feykti vindurinn spýtunni með nafni hans, sem átti að merkja gröf- ina. Kona grafarans fann spýtuna, og hittist þá svo á, að hana vantaði eldivið, svo hún bar hana heim og sauð við hana kartöflurnar sínar. Þannig at- vikaðist það, að þremur dögum eftir að Bontsha var í gröf lagður vissi enginn og gat enginn vitað, 42 hvar hann hvíldi. Ef honum hefði verið setlur leg- steinn, hefði mátt lesa nafn hans á steininum að hundruðum ára liðnum, og þetta nafn: Bontsha hinn þögli, hefði þá ekki týnzt algerlega. Enginn mundi eftir honum, ekki einn! Skuggi, og það horfinn skuggi, enginn, ekki neitt! Einsamall lifði hann, og dó einsamall. Ef ekki hefði verið þessi sífelldi ágangur, kliður og læti í mannlífinu, kynni að vera að einhver hefði heyrt braka í beinum hans undir þessari ógnar byrði, sem hann hafði að bera, eða að einhver hefði lit- ið við honum og tekið eftir því að þetta var mað- ur, þrátt fyrir allt, maður með óttaslegin augu og titrandi varir, tekið eftir því, að þótt hann bæri enga byrði gekk hann álútur, eins og sá, sem ekki hefur hugann bundinn við annað en legstað sinn. Þegar farið var með Bontsha á spítalann, voru tíu menn aðrir, sem biðu málþola eftir því að komast í rúmið hans til þess að deyja þar. Og þegar hann var borinn þaðan í líkhúsið, biðu tutt- ugu, og þegar hann var borinn til grafar, biðu fjörutíu eftir því að mega leggjast þar til hinztu hvíldar, sem hann var lagður. Hve margir skyldu bíða enn eftir þessum þremur álnum moldar? Hann fæddist í þögn, lifði í þögn, og í enn meiri þögn var hann grafinn. En svo skipti um! Þegar Bontsha kom til himnaríkis, þá var honum tekið þar eins og þjóð- höfðingja. Stóri lúðurinn, lúður Messíasar, var þeyttur, svo heyrðist um alla himnana sjö: Bontsha, Bontsha hinn þögli er dauður! Og það varð mikill vængjasláttur og fjaðradynur af englavængjum, því allir þurftu að segja öllum þessi stórtíðindi: „Veiztu hver er dauður? Það er Bontsha, Bontsha hinn þögli!“ En nýfæddu, litlu englarnir, bjarteygir og gull- Reykjalundur

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.