Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 47

Reykjalundur - 01.06.1964, Qupperneq 47
. . Smekklaus. Tölum heldur um eitthvað sem máli skiptir.“ „En hann grét samt ekki, hann gaf ekki frá sér nokkurt hljóð, þó þetta væri svona voðalega sárt.“ Og verjandinn áfram: „Hann þagði líka þegar móðir hans dó, og hann lenti í klónum á þessari voðalegu hölvaðri ótukt, henni stjúpu sinni.“ Þá fór Bontsha að sýnast, sem verið væri að tala um sig. „Hún unni honum ekki matar, jafnvel ekki þeirrar mygluðu brauðskorpu og beinabruðn- ings, sem hún henti í hann, en sjálf drakk hún kaffi með rjóma út í.“ „Þetta er málinu óviðkomandi,“ sagði dómar- inn. „Eitt var þó það sem hún unni honum vel, og það var að fá þessar sterku, hvössu neglur henn- ar reknar inn úr skinninu ,sem skein í gegnum götin á ræflunum hans, blátt og bólgið. Og á vet- urna, þegar kaldast var, lét hún hann höggva við úti í húsagarði, berfættan! Oftar en einu sinni kól hann á fótunum, og á höndunum, og hann hafði enga krafta til að lyfta þessum þungu lurk- um og því síður til að kurla þá. En aldrei sagði hann neitt, aldrei kvartaði hann, ekki heldur þeg- ar faðir hans . ..“ „Að kvarta! Við þann drykkjurút!“ Rödd sak- sóknarengilsins varð hvell af spotti, og Bontsha varð illt af endurminningunni um þessar hrell- ingar. „Hann kvartaði aldrei,“ sagði verjandinn, „og hann var alltaf einmana. Hann eignaðist aldrei nokkurn vin, fékk aldrei að ganga í skóla, fékk aldrei nein ný föt, mátti aldrei um frjálst höfuð strjúka.“ „Ég mótmæli!“ sagði saksóknarinn, og var nú orðinn reiður. „Hann ætlar að fá okkur til að vorkenna manninum með þessum tilfinninga- vaðli.“ „Og faðir hans dró liann út úr húsinu í ölæði og fleygði honum í snjóinn um miðja hávetrar- Reykjalundur 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Reykjalundur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.