Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 48

Reykjalundur - 01.06.1964, Síða 48
nótt, í gaddfrosti, þá þagði hann líka. Hann komst ó fætur úr fönninni og gekk beint af aug- um án þess að vita hvert hann ætti að fara. En aldrei sagði hann neitt á þessari voðalegu göngu, og hann haðst ekki beininga nema með augunum. Og að endingu gerðist það á regnfullri vornótt, að hann flæmdist inn í stóra borg, barst þangað eins og lauf fyrir vindi, og fyrsta kvöld- ið, sem hann var þar, var honum varpað í fang- elsi, og það þó að varla hefði nokkur séð hann né heyrt. Þá þagði hann líka, andmælti engu, spurði einskis. Hvað hefði það þýtt? Dyr fang- elsisins opnuðust aftur, og þá haðst hann þess að mega vinna verstu verkin, og aldrei sagði hann neitt. En verra en nokkurt verk var þó leitin að vinnu. Kvalinn var hann og píndur af sárum sulti, en þagði samt. Það settust á hann óhreinindi þessarar ókunnu horgar og það var hrækt á hann af ókunnum vör- um ókunnra manna, og hann var hrakinn af borg- arstrætunum út á akveginn, þar sem hann var þrælkaður sem vinnujálkur og látinn bera þyngstu byrðar, og umferðin ærði hann svo hann var í sí- felldri lífshættu, innan um hestvagna, flutnings- vagna, hófstóra hesta, samt þagði hann. Aldrei taldi hann, hve mörg pund hann þyrfti að hera til þess að vinna sér inn krónu, né hve oft hann lmaut og datt áður en hver krónan var fengin. Aldrei taldi hann þau skiptin, sem hann varð að þola dýpstu lægingu til þess að fá að vinna fyrir sér. Nei, aldrei. Hann þagði alltaf. Hann bað ekki einu sinni um vinnu, heldur stóð þegjandi út við dyr eins og betlari, þó hann ætti jafnan rétt sem hver annar að fá vinnu, en í augnaráðinu mátti lesa orðlausa þrá. „Komdu seinna,“ var sagt við hann, og líkt og skuggi var hann horfinn áður en varði, og hann kom aftur eins og skuggi, og beið þegjandi, og augun ein báðu og þrábáðu um það sem hann átti fullan rétt á. Hann þagði, jafnvel þegar lagt var til hans, eða hann var svikinn um mestallt kaupið, með einhverri afsökun, eða fenginn vondur gjaldmið- ill. Já, hann andmælti aldrei, heldur þagði alltaf. Einu sinni fór Bontsha yfir veginn að ná sér í vatnsdrykk við brunninn, og á þeirri stund varð furðuleg breyting á lífi hans. Hvaða kraftaverk var það, sem þá breytti öllu hans lífi? Skrautleg- ur vagn, sem rann á hjólum með gúmmíbörðum, þaut hjá, vagnstjórinn ló dauður á götunni, með svöðusár á höfði, hestarnir trylltir, blásandi og freyðandi nösum, og augun skutu gneistum eins og sæi í kolaeld um nótt, en í vagninum sat mað- ur nær dauða en lífi, og Bontsha náði taki á taumunum og tókst að stilla hestana. Maðurinn, sem í vagninum sat, var Gyðingur og auk þess mikill mannvinur, og hann kunni vel að meta þann greiða, sem Bontsha hafði gert honum. Fyrst fékk hann honum keyri hins látna öku- manns, og Bontsha, sem áður hafði verið vesæll burðarkarl, var nú heldur betur hækkaður í tign! Hann var orðinn vagnstjóri. Enn betur gerði þessi mikli mannvinur við hann, því hann gifti hann, og þó enn betur en það, því hann fékk hon- um harn til fósturs. En aldrei sagði Bontsha eitt orð, heldur tók við þessu öllu með þögn og þolinmæði.“ ,Það er verið að tala um mig,“ hugsaði Bonuha, „ég þekki það, þetta er ég, sem verið að tala um. ‘ En samt þorði hann ekki að opna aug- un, né líta upp á dómarann. „Hann mótmælti aldrei. Jafnvel þegar þessi mikli mannvinur varð gialdþrota, án þess að hafa goldið Bontsha eim. eyri af kaupi því, sem hann skuldaði honum, þó þagði hann einnig. Hann þagði lika þegar konan strauk frá honum og skildi ekkert eftir nema barnungann ósjálf- bjarga. Og þegar þessi sami barnungi henti hon- um út úr sjálfs hans húsi fimmtán árum síðar, þá þagði hann.“ „Nú er verið að tala um mig,“ hugsaði Bontsha, „það skal ég ábyrgjast. Og hann glaðn- aði heldur en ekki í huganum. „Hann þagði líka,“ sagði verjandinn, „þegar þessi sami góðgerðamaður og mannvinur, sem Bontsha hafði bjargað, losnaði úr gjaldþrotinu jafn skyndilega seni hann liafði lent í því, og galt honum samt sem óður ekki einn eyri af því sem 46 Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.