Ægir - 01.04.2014, Síða 5
Hlutverk okkar er að veita
skipum öryggi og þjónustu
Grindavíkurhöfn hefur allra burði til þess
að vera í allra fremstu röð. Hér er fram-
sýn hafnarstjórn sem með góðum
stuðningi bæjaryfirvalda hefur metnað til
þess að tryggja öryggi sjófarenda og
bjóða upp á góða þjónustu með sann-
gjarnri gjaldskrá.
Staðsetning hafnarinnar er góð og allar for-
sendur til þess að auka umferð og þar með
tekjur hafnarinnar. Ímynd hafnarinnar stendur
henni helst fyrir þrifum; að innsiglingin sé
varhugarverð. En sífellt hefur verið unnið að
endurbótum hafnarinnar til þess að bæta
öryggi sjófarenda, nú síðast með dýpkunar-
framkvæmdum í sumar.
„Með þessu höfum við gert innsiglinguna
hjá okkur mun öruggari og betri, jafnframt því
sem nú er orðið auðveldara fyrir stóru skipin
að snúa hér inni í höfninni. Þetta gerir Grinda-
víkurhöfn samkeppnishæfari í hafnarþjónustu
og það er markmiðið,“ segir Sigurður A. Krist-
mundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar um
dýpkunarvinnu sem staðið hefur yfir að und-
anförnu og er að ljúka þessa dagana.
Með tilkomu ytri hafnargarðanna í Grindavík
á sínum tíma var stigið stórt framfaraskref í
hafnarmálum þar í bæ. Sigurður segir þessa
grjótgarða hafa verið byltingu. „Já, það er
engin spurning að Siglingastofnun skilaði
okkur frábærri hönnun með þessum görðum
eins og lagt var upp með. Og í raun er
innsiglingin okkar alla jafna mjög örugg og
greiðfær. Þeir sem lítið þekkja hér til hafa verið
hikandi að koma inn hjálparlaust ef eitthvað
er að veðri en nú þegar rennan er orðin mun
breiðari þá ætti öllum að vera greiðfært hingað
inn. Við sjáum því ekkert í þessu nema tæki-
færi,“ segir Sigurður en dýpkunarframkvæmd-
irnar hófust síðastliðið vor.
Stærra athafnasvæði
Endurbótum á höfninni inni í Grindavík er
þó ekki lokið með dýpkuninni því nú eru hafn-
ar framkvæmdir við landfyllingu sunnan
Suðurgarðsins og stækka á þannig athafna-
svæði hans um sem nemur 7000 fermetrum.
Þetta svæði býður upp á ýmsa möguleika í
framtíðinni.
„Þetta athafnasvæði verður kærkomið til
þjónustu hér við höfnina í framtíðinni en við
erum líka að bæta ásýnd hafnarinnar með því
að laga þetta svæði. Þetta verður algjör bylt-
ing,” segir Sigurður.
Einn helsti veikleiki Grindavíkurhafnar á
síðustu árum hefur verið að engin almenn
löndunarþjónusta hefur staðið skipum með
aðra heimahöfn til boða. Við þessu hefur
Löndunarþjónusta Þorbjarnar hf brugðist
með því opna á almenna löndunarþjónustu
fyrir önnur skip sem hingað vilja koma.
Grindavíkurhöfn í
allra fremstu röð
Hvað segja
skipstjórarnir?
„Grindavíkurhöfn er orðin mjög góð, ekki
síst eftir dýpkunarframkvæmdirnar í
sumar. Allir frystitogarar og fiskiskip
landsins geta komið hingað inn og
landað, aðstæðurnar eru virkilega góðar,“
segir Sigurður Jónsson stýrimaður og
skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK
255.
Sigurður segir verk að vinna til að breyta
viðhorfi til hafnarinnar. „Innsiglingin er góð og
reyndar miklu betri en menn halda. Hér blasa
við tækifærin, hér er komin löndunarþjónusta
og verið að auka enn frekar athafnasvæðið,“
sagði Sigurður jafnframt.
Góð reynsla af höfninni
Viktor Jónsson, skipstjóri á smábátnum
Maron GK 522, tekur í sama streng. Hann
segir öryggið í höfninni orðið miklu meira.
„Síðustu tíu árin hefur enginn skipstjóri farið
oftar inn og út úr Grindavíkurhöfn en ég
þannig að ég tala af reynslu. Í dag kemst ég
alltaf á sjó þegar ég vil. Áður fyrr var það
þannig að við komumst ekki út á sjó þegar
eitthvað var að veðri. Núna komumst við alltaf
á sjó og heim aftur. Munar þar mestu að nú
fáum við ekki brot á okkur. Ég myndi því segja
að mín reynsla af höfninni í dag væri mjög
góð,“ sagði Viktor.
GRINDAVÍKURHÖFN
Seljabót 2a, 240 Grindavík • Sími: 426 8046 • 660 7305 • Fax: 426 7435 • ghofn@grindavik.is • www.grindavik.is
Sigurður hafnarstjóri
Velkomin til Grindavíkur!
grindavikurhofn:grindavikurhofn 19.2.2013 15:37 Page 1