Ægir - 01.04.2014, Side 6
6
Framundan er lögboðinn frídagur sjómanna, hátíðisdagur fyrir íslenska
sjómenn þegar almenningur samfagnar þeim og fjölskyldum þeirra.
Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn árið 1938 og þó í áranna rás hafi
hátíðarhöld tekið breytinum eins og annað í þjóðfélaginu hefur dagur-
inn eftir sem áður nokkurt gildi. Eitt er að efla samhug meðal sjómanna,
þétta raðir þeirra, minna á eðli starfs þeirra og baráttu fyrir ýmsum
þáttum sem starfið snerta. Við minnumst líka sjómanna sem hafa farist
við störf sín og er mikilvægt að við berum ætíð fulla virðingu fyrir þeim
hættum sem sjómönnum eru búnar í sínum daglegu störfum. Öryggis-
mál sjómanna eru enda alltaf fyrirferðarmikil í tengslum við sjómanna-
dagshátíðina, fögnuður yfir hverjum áfanga sem næst til aukins öryggis
og vettvangur til að krefjast úrbóta þar sem þörf er á. Sá dagur mun lík-
ast til aldrei renna upp að of mikið verði gert í þeim málaflokki.
Sjómannsstarfinu fylgja miklar fjarverur frá heimilum og fjölskyld-
um, staðreynd sem oft vill gleymast þegar rætt er um launamál stéttar-
innar. Þetta hefur engu að síður breyst á seinni árum, orðið „mann-
eskjulegra“ svo notað sér orðalag háseta sem er í viðtali í Ægi að þessu
sinni. Hér blaðinu segir fyrrum síldarskipstjóri einnig frá tíðaranda síld-
aráranna þegar bátarnir voru á vertíð á vetrum, fjarri heimilum og sjó-
menn voru í burtu frá sínum nánustu svo mánuðum skipti, allt upp í sjö
mánuði í senn. Það þættu langar fjarverur í dag.
Fjarlægðin hefur líka í öðrum skilningi gjörbreyst. Fjarskiptatækni á
sjó er á fullri ferð, líkt og annars staðar og það opnar sjómönnum af-
þreyingarmöguleika í frítíma sínum, gerir þeim jafnvel kleift að stunda
nám samhliða störfum sínum, líkt og landverkafólk margt hvert á
möguleika á, og síðast en ekki síst geta sjómenn nú verið í mun betra
sambandi við fjölskyldur sínar en áður var. Í þessu sem mörgu öðru
hafa íslenskrar útgerðir verið framsæknar og samanlagt gera þættir
eins og þessir störf sjómanna á vissan hátt léttari.
Eftirtektarvert er hvernig hugsunarhátturinn hefur breyst hjá sjó-
mönnum í áranna rás. Fyrir ekki ýkja löngu töldu sjómenn það góðan
afla þegar stór hol fengust á togurunum og fullt var upp í lestarlúgur. Í
dag tala menn um góðan afla þegar næst að hámarka gæðin úr hverju
kílói. Með öðrum orðum eru það ekki kílóin sem skipta máli heldur það
sem út úr þeim fæst. Það eru beinharðir hagsmunir sjómanna - og um
leið okkar hinna. Hvers vegna eru sjómenn ekki taldir með þegar talað
er um stéttir matvælaframleiðenda? Því það eru þeir svo sannarlega -
og hvað sem sem hver segir þá eru sennilega fáar stéttir jafn meðvitað-
ar um nauðsyn góðrar umgengni um auðlindir landsins og sjómenn.
Hér verður ekki skilið við umræðu um sjómannastéttina í tilefni sjó-
mannadags án þess að nefna stöðu kjarasamninga. Samningar sjó-
manna og útgerðarmanna hafa verið lausir um margra ára skeið. Horft
á stöðu aðila beggja vegna samningsborðsins er ljóst að stjórnvaldsað-
gerðir síðustu ár hafa haft veruleg áhrif á kjaraviðræður; bæði afnám
sjómannaafsláttar og hins vegar hækkun veiðileyfagjalda sem hlýtur að
hafa áhrif á launagreiðendur í greininni. Eftir stendur samt að það er
óviðunandi staða að launþegar og launagreiðendur í jafn stórri at-
vinnugrein og raun ber vitni ljúki ekki þessari vinnu með samningum.
Engin kjaradeila getur verið svo flókin að hún verði ekki leyst ef vilji
beggja er til þess.
Gleðilegan sjómannadag.
Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar
Breyttir tímar
Út gef andi:
Athygli ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
Sími 515-5220. GSM 899-9865.
Net fang: johann@athygli.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206.
GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Hönnun & umbrot:
Athygli ehf.
Suðurlandsbraut 30. Reykjavík.
Sími 515-5200.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5100 kr.
Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205
ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
MAKING MODERN LIVING POSSIBLE
Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is
Danfoss stjórnbúnaður fyrir íslenskan iðnað
Rofabúnaður • Mjúkræsar • Segullokar
Hitastillar • Hitanemar
Stjórnbúnaður með áratuga reynslu
við íslenskar aðstæður
Hitaliðar •
Þrýstiliðar • Þrýstistillar • Þrýstinemar
R
itstjórn
a
rp
istilll