Ægir - 01.04.2014, Qupperneq 10
10
lands. Öðru hvoru var líka siglt
til Englands. Mjög oft voru farn-
ir tveir og jafnvel þrír túrar án
þess að komið væri í
heimahöfn. Vegna siglinganna
höfðu togarasjómenn aðgang
að ýmsum vörum sem aðrir
gátu ekki nálgast. Það var
keyptur fatnaður á alla fjöl-
skylduna, niðursoðnir ávextir,
skinka og svo auðvitað bjórinn.
Það voru viss forréttindi að fá
að sigla og mjög skemmtilegt.
En það eru breyttir tímar í dag
og nú eru frystitogararnir orðnir
eins og hver önnur matvæla-
verksmiðja,“ segir Ægir.
Komið að kynslóðaskiptum
Ægir gekk í Stýrimannaskólann
og varð sér úti um full skip-
stjórnarréttindi eftir tveggja ára
nám. Síðan þá hefur hann starf-
að sem stýrimaður eða skip-
stjóri á ýmsum skipum. Hann
var 28 ára gamall þegar hann
fór sinn fyrsta túr sem skipstjóri
á Ingólfi Arnarsyni, sem var
einn af stærri Spánartogurun-
um. Hann heitir nú Freri RE.
„Á þessum árum voru kyn-
slóðaskipti í skipstjórastéttinni
og nú eru þau að koma aftur. Á
milli 1970-1980 voru þeir skip-
stjórar sem höfðu verið á síðu-
togurunum að hverfa frá störf-
um og við yngri mennirnir að
taka við. Núna eru aftur að
verða kynslóðaskipti í skip-
stjórastéttinni. Mín kynslóð er
hægt og bítandi að draga sig í
hlé,“ segir Ægir.
Björgunarafrek undir Grænuhlíð
Á löngum sjómannsferli hefur
Ægir lent í ýmsu en það sem
stendur upp úr í huga hans er
björgunin á Örfirisey í nóvem-
ber 2001. Í atvikalýsingu Rann-
sóknarnefndar sjóslysa um
þennan atburð segir:
„Hinn 10. nóvember 2001
var Örfirisey RE 4 á leið í var
vegna veðurs undir Bol-
ungarvík. Veður: VSV 30-35 m/
sek og mikill sjór.
Um kl. 02:50 þegar skipið var
statt um 4 sml. VNV af Galtar-
vita kúplast skrúfan út og varð
það vélarvana. Skipið tók að
reka í stefnu átt að Grænuhlíð
með 4-5 hnúta hraða og miðað
við rekhraða mátti ætla að það
tæki um 4 klst. að reka þar upp.
Talið var í fyrstu að viðgerð
myndi taka um 1-1,5 klst. en
síðan kom í ljós að bilunin var
alvarlegri en búist hafði verið
við í fyrstu.
Haft var þá samband við
Snorra Sturluson RE, sem var
þá í um 8 sml. fjarlægð, sem og
önnur skip á svæðinu og látið
vita um stöðu mála. Skipstjóri
hafði samband við Landhelgis-
gæsluna um kl. 03:40 þegar
ljóst var hversu alvarleg bilunin
var og aðstoðar þyrfti við.
Snorri Sturluson RE var þá kom-
inn að Örfirisey. Varðskipið
Ægir var statt við Arnarnes í Ísa-
fjarðardjúpi, þegar beiðni um
aðstoð kom, hélt þegar af stað
og var komið að Örfirisey kl.
05:18.
Á meðan hafði skipstjóri
Örfiriseyjar reynt að stöðva rek
skipsins með því að láta bæði
akkeri skipsins fara. Þau náðu
ekki festu og slitnuðu síðan
báðar keðjurnar. Eftir að fyrra
akkerið slitnaði frá voru uppi
áform um að Snorri Sturluson
RE myndi reyna að slæða hitt
akkerið upp og gera tilraun til
að draga skipið frá landi. Áður
en til þess kom slitnaði það
einnig.
Eftir að Ægir kom að skipinu
hófust aðgerðir við að koma
taug á milli skipanna. Kl. 05:21
var skotið úr línubyssu varð-
skipsins en á leið milli skipanna
sundraðist skotflaugin og féll í
sjóinn. Aftur var skotið kl. 05:37
en þá flæktist línan og flaugin
fór í sjóinn. Þriðja skotið náði
yfir í Örfirisey kl. 05:50. Þegar
verið var að draga tildráttar-
taugina yfir í Örfirisey slitnaði
línan. Aftur var reynt að skjóta
línu milli skipanna kl. 06:10 en
þá virkaði ekki línubyssan hjá
varðskipsmönnum en kl. 06:24
var skotið línu sem lenti fyrir
framan Örfirisey. Þá var ákveðið
að skjóta línu úr Örfirisey yfir í
varðskipið og var það gert kl.
06:32. Varðskipsmönnum tókst
að ná línunni og hófst þá
dráttur á tildráttartauginni milli
skipanna. Kl. 06:58 þegar hluti
tildráttartaugarinnar var kom-
inn um borð í Örfirisey misstu
skipverjar hana og fór hún fyrir
borð. Þar sem skipverjar á varð-
skipinu þurftu tíma til að ná inn
því sem komið var út af dráttar-