Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2014, Side 29

Ægir - 01.04.2014, Side 29
29 Fjöldi viðburða er á dagskrá Há­ tíðar hafsins dagana 31. maí ­1. júní. Vettvangur hátíðarinnar verður gamla höfnin í Reykja­ vík, Grandagarður og nágrenni. Hátíðin fjallar um allt sem við­ kemur hafinu, menningu tengda sjómennsku, skip, fisk, hafmeyjar og sjómannalög. Að Hátíð hafsins standa Faxaflóa­ hafnir og Sjómannadagsráð Reykjavíkur í samstarfi við Samskip og HB Granda. Viðburðir verða bæði innan- og utanhúss. Sýningar verða í Víkinni sjóminjasafni, dagskrár- liðir á útisviði á Grandagarði, mikið verður lagt upp úr skemmtilegum viðburðum fyrir yngstu kynslóðina, sjómanna- tónlistin ómar, veitingahús á svæðinu bjóða upp á sérstaka rétti í tilefni hátíðarinnar, sjó- mannadagsball verður í Flóa með útsýni yfir höfnina, vís- indasmiðja Hafrannsóknastofn- unar á Grandagarði býður börnum fræðslu um lifandi sjávarverur og þannig mætti lengi telja. Sem fyrr segir verður Hátíð hafsins tveggja daga viðburður sem engin ástæða er til að láta framhjá sér fara. Hægt er að skoða ítarlega dagskrá á heima- síðu hátíðarinnar, www.hatid- hafsins.is S jóm a n n a d a g u rin n Hátíð hafsins í Reykjavík Keppni í róðri. Furðufiskarnir vekja jafnan bæði kátínu og undrun. Mikil stemning verður við gömlu höfnina í Reykjavík á Hátíð hafsins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.