Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2014, Page 32

Ægir - 01.04.2014, Page 32
32 Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Sími 422 2442 - GSM 899 7807 - Fax 467 1203 Scanmar hefur boðað nýjan nema sem sýnir bæði hæð frá botni sem og dýpi frá yfirborði á sama tíma. Neminn verður til­ búinn til afgreiðslu í ágúst næstkomandi en hann er um þessar mundir að út­ skrifast úr gæða og áreynslu­ prófi. Neminn er sérstaklega hugsaður fyrir nótaskip og er hannaður til að þola mikið álag og þung högg. Hugmyndin að baki honum er að gera skipstjórnendum enn betur kleift að fylgjast með sökk- hraða veiðarfærisins og fjarlægð þess frá botni þegar kastað er. Dýpisneminn segir til um dýpi frá yfirborði og þannig hægt að fylgj- ast með sökkhraðanum. Hæðar- neminn segir einnig til um fjar- lægð frá botni og þannig er hægt að sökkva nótinni eins ná- lægt botni og hægt er áður en byrjað er að snurpa. Neminn er framleiddur með sömu aðferð og aðrir nemar að svokallaðri SS4 kynslóð Scanmar nema en þeir eru sérlega sterkbyggðir. Nýi neminn verður fyrst sýndur á NorFishing sýn- ingunni í Þrándheimi í Noregi í ágúst en hann verður einnig meðal annarra nýjunga Scanmar sem kynntar verða á Íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í september. Nemaframleiðandinn Scanmar: Hæðar- og dýpisnemi fyrir nótaskip N ý ju n g a r Scanmar mun sýna nýja hæðar- og dýpisnemann á Íslensku sjávarútvegssýningunni í lok september næstkomandi. Frumsýning hans verður í Noregi í ágúst.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.