Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2014, Síða 34

Ægir - 01.04.2014, Síða 34
34 Því hefur verið haldið fram að Mekka súðbyrtra trébáta á Ís­ landi sé í Bátasafni Breiðafjarð­ ar á Reykhólum. Safnið var stofnað 2006 af áhugafólki um báta og bátasmíðar og þar eru súðbyrtir trébátar í öndvegi og er saga þeirra og þróun rakin á safni sem í dag er hluti af Báta­ og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Á liðnum árum hef­ ur íslenskum trébátum fækkað mjög og má meðal annars rekja það til reglna um úreldingu fiskiskipa sem giltu um nokkurra ára skeið. Þá var gerð sú krafa að ef menn vildu endurnýja bát sinn þurftu þeir að eyðileggja þann gamla. Með þessum reglum var höggvið stórt skarð í flokk trébáta hér á landi og fór þá margur góður gripur forgörðum. Sem betur fer hefur þessi regla verið numin úr gildi. Langur aðdragandi Hafliði Aðalsteinsson er formað- ur Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar og átti drjúgan þátt í að koma safninu á fót. Hann segir að rekja megi aðdragandann að stofnuninni til ársins 1968. „Þá var faðir minn, Aðalsteinn Aðalsteinsson bátasmiður í Hvallátrum, með gamlan teinæring sem hann langaði að varðveita. Hann reyndi að koma honum í hús þar sem hægt væri að gera hann upp og hafa til sýnis. Á tímabili stóð jafnvel til að byggja yfir hann í Vatnsfirði og átti því að vera lokið fyrir land- Áhugi á varðveislu trébáta er aftur að glæðast: Mekka súðbyrtra báta á Reykhólum V a rðv eisla b á ta Á vegum Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar hafa verið haldnir Bátadagar eina helgi á sumri þar sem menn koma með sína eigin báta og sigla saman um Breiðafjörðinn.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.