Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2014, Side 40

Ægir - 01.04.2014, Side 40
40 Sjóskaðar við Ísland 1870 – 2009: Yfir 3400 manns fórust á hafsvæð- inu við Ísland Norska flutningaskútan THRIFT á strandstað við Klapparvör í Reykjavík um miðjan október 1901. Á liðlega 100 árum, frá 1900 til 2009, er talið að meira en 3400 manns hafi farist á hafsvæðunum við Ísland á þilskipum og bátum sem voru yfir 12 tonn. Þar af fórust um 2000 í seinna stríði 1939­ 1945. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu sem fórust á litlum opnum bát­ um við landið. Þetta er meðal þess sem lesa má út úr samantekt þeirra Agnars Jónasar Jónssonar skipasmíðameistara og Guðjóns Inga Haukssonar sagnfræðings sem hafa kortlagt skipsskaða við Ís­ landsstrendur frá árinu 1870 til þessa dags. Kort þeirra Agnars og Guðjóns voru sýnd á Miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn síðastliðið sumar og verða sett aftur upp í tengslum við Hátíð hafsins nú í júní byrjun. Það er Guðmundur Skúli Viðarsson sem hefur umsjón með uppsetningu sýningarinnar. S jósly s

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.