Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2014, Side 43

Ægir - 01.04.2014, Side 43
43 valdið því að nöfn skoluðust til. En það er fleira sem orkar tví- mælis þegar farið var að bera saman íslenskar og erlendar heimildir. Óþekktir skipsskaðar „Við fundum líka nokkur skip sem erlendar heimildir segja að hafi farist eða týnst við Ísland en sem engar upplýsingar er að finna um hér á landi. Það virðist því sem sumir skipsskaðar við Ísland hafi farið fram hjá mönn- um hér á landi.“ Agnar telur að þetta eigi fyrst og fremst við um skip sem fórust á hafi úti án þess að fólk í landi hafi orðið þess vart. Hins vegar telur hann heimildir um strönd yfirleitt nokkuð góðar. Hann segir einnig að íslenskum og erlend- um heimildum beri ekki alltaf saman um staðsetningar þessara atburða. „Skip sem samkvæmt íslenskum heimild- um er sagt hafa strandað á til- teknum stað hafði samkvæmt erlendu heimildunum strandað allt annars staðar. Erfiðast var hins vegar að afla upplýsinga um skipsskaða í seinni heims- styrjöldinni því að blöðin máttu ekki greina frá skipum á vegum hersins.“ Hættusvæðin færast til Kortin sýna að helstu sjóslysa- svæðin færðust til með tíman- um. Á árunum um og eftir 1870 fórust margar franskar skútur á svæðinu í kringum Lón en skút- urnar sóttu mikið á miðin við Suður- og Suðausturland. Ís- Togarinn Austri GK 238 á strandstað við Vatnsnes. Öll áhöfnin bjargaðist.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.